Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Kristinn Haukur Guðnason og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. ágúst 2023 23:51 Guðbrandur er ómyrkur í máli í garð ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis og félagsmálaráðuneytanna sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu. Lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja hins vegar að sveitarfélögin eigi ekki að taka við þeim. Ekkert samráð við sveitarfélögin „Í mínum huga er þetta algjört bull. Þetta er ný tegund af fangelsi,“ segir Guðbrandur aðspurður um hugmynd dómsmálaráðherra. Guðbrandur hefur áratuga reynslu af sveitarstjórnarmálum og meðal annars setið sem forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Hann er heldur ekki hrifinn af stefnu forsætis og félagsmálaráðherra að skella öllu á sveitarfélögin. „Ráðherra félagsmála nefndi það í ræðupúltinu, þegar það var verið að semja þessi lög, að sveitarfélögin myndu koma að þessu með einhverjum hætti. En þessi orð virðast hafa fallið án samráðs við sveitarfélögin því við höfum verið að sjá viðbrögð frá sveitarfélögunum. Þau eru öll á einn veg. Það var ekkert samráð haft við sveitarfélögin og ég skil ekki að málaflokkur sem hefur verið á hendi ríkisins sé sjálfkrafa færður yfir til sveitarfélaganna. Ég næ því bara ekki,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir að málefni flóttafólks sé stórt mál í sínum heimabæ. Álagið sé mjög mikið og ríkið sé með um 1100 manns á sínum vegum sem hafa dvalið í bænum án úrlausnar og án þess að það sé til staðar þjónustusamningur við sveitarfélagið. „Þetta hefur auðvitað reynt verulega á sveitarfélagið. En þetta sem við erum að upplifa núna hefur engin áhrif á það,“ segir Guðbrandur. Möguleiki að stjórnvöld hafi rangt fyrir sér Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir málin mörg og ólík en ljóst sé af umfjöllun fjölmiðla að þetta sé hópur í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Möguleiki sé á að stjórnvöld komist að rangri niðurstöðu í þeirra málum. „Vandamálið sem við erum að horfa upp á er það að einstaklingar telja sig ekki geta farið heim þó stjórnvöld telji þau geta farið heim. Það sem stjórnvöld eru að leggja til er engin lausn fyrir þessa einstaklinga. Það er hvorki lausn að setja þá út á götuna í enn meiri örbirgð né loka þá inni í einhverjum fangabúðum til æviloka eins og líka hefur verið lagt til,“ segir Arndís. Hún segist ekki hafa lagt þann skilning í lögin að sveitarfélögin myndu grípa fólkið. Áríðandi að leysa vandann Katrín Jakobsdóttir hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það má segja að þetta hafi verið ein af þeim forsendum sem hafðar voru í huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma,“ segir Katrín. Um þrjátíu eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Katrín segir áríðandi að dómsmála og félagsmálaráðuneytin leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún er útfærð,“ segir Katrín. Guðrún hefur aðra sýn á lausn vandans og segist vilja opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem fá endanlega synjun. „Ég er að skoða það hér í ráðuneytinu hvað beri að gera í þeirri stöðu. Ég er að skoða að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir það fólk sem ekki ætlar að vinna með íslenskum stjórnvöldum,“ segir Guðrún. Katrín segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkti hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og okkur hefur ekki hugnast,“ segir Katrín. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis og félagsmálaráðuneytanna sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu. Lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja hins vegar að sveitarfélögin eigi ekki að taka við þeim. Ekkert samráð við sveitarfélögin „Í mínum huga er þetta algjört bull. Þetta er ný tegund af fangelsi,“ segir Guðbrandur aðspurður um hugmynd dómsmálaráðherra. Guðbrandur hefur áratuga reynslu af sveitarstjórnarmálum og meðal annars setið sem forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Hann er heldur ekki hrifinn af stefnu forsætis og félagsmálaráðherra að skella öllu á sveitarfélögin. „Ráðherra félagsmála nefndi það í ræðupúltinu, þegar það var verið að semja þessi lög, að sveitarfélögin myndu koma að þessu með einhverjum hætti. En þessi orð virðast hafa fallið án samráðs við sveitarfélögin því við höfum verið að sjá viðbrögð frá sveitarfélögunum. Þau eru öll á einn veg. Það var ekkert samráð haft við sveitarfélögin og ég skil ekki að málaflokkur sem hefur verið á hendi ríkisins sé sjálfkrafa færður yfir til sveitarfélaganna. Ég næ því bara ekki,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir að málefni flóttafólks sé stórt mál í sínum heimabæ. Álagið sé mjög mikið og ríkið sé með um 1100 manns á sínum vegum sem hafa dvalið í bænum án úrlausnar og án þess að það sé til staðar þjónustusamningur við sveitarfélagið. „Þetta hefur auðvitað reynt verulega á sveitarfélagið. En þetta sem við erum að upplifa núna hefur engin áhrif á það,“ segir Guðbrandur. Möguleiki að stjórnvöld hafi rangt fyrir sér Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir málin mörg og ólík en ljóst sé af umfjöllun fjölmiðla að þetta sé hópur í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Möguleiki sé á að stjórnvöld komist að rangri niðurstöðu í þeirra málum. „Vandamálið sem við erum að horfa upp á er það að einstaklingar telja sig ekki geta farið heim þó stjórnvöld telji þau geta farið heim. Það sem stjórnvöld eru að leggja til er engin lausn fyrir þessa einstaklinga. Það er hvorki lausn að setja þá út á götuna í enn meiri örbirgð né loka þá inni í einhverjum fangabúðum til æviloka eins og líka hefur verið lagt til,“ segir Arndís. Hún segist ekki hafa lagt þann skilning í lögin að sveitarfélögin myndu grípa fólkið. Áríðandi að leysa vandann Katrín Jakobsdóttir hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það má segja að þetta hafi verið ein af þeim forsendum sem hafðar voru í huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma,“ segir Katrín. Um þrjátíu eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Katrín segir áríðandi að dómsmála og félagsmálaráðuneytin leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún er útfærð,“ segir Katrín. Guðrún hefur aðra sýn á lausn vandans og segist vilja opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem fá endanlega synjun. „Ég er að skoða það hér í ráðuneytinu hvað beri að gera í þeirri stöðu. Ég er að skoða að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir það fólk sem ekki ætlar að vinna með íslenskum stjórnvöldum,“ segir Guðrún. Katrín segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkti hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og okkur hefur ekki hugnast,“ segir Katrín.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira