Lögreglu barst tilkynning um atvikið um klukkan 22 í gærkvöldi og var greint frá því að rútu hefði verið ekið út af vegi og inn í eina byggingu Vahl-barnaskólans.
Lögregla sagði í gær að ekkert benti til annars en að um slys væri að ræða.
Ellefu hinna slösuðu voru farþegar í rútunni en einn var fyrir utan hana. Tveir eru sagðir í lífshættu og einn alvarlega slasaður. Sjö sjúkrabifreiðar voru sendar á vettvang.
Yfirvöld hafa slysið nú til rannsóknar en það mun hvorki hafa áhrif á skólahald né starfsemi knattspyrnufélagsins Sterling, sem heldur æfingar í byggingunni sem um ræðir.