Píeta vill opna gjaldfrjálsa þjónustu í öllum landshlutum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 12:49 Húsavík Píeta-samtökin stefna að því að opna úrræði með gjaldfrjálsri þjónustu í hverjum landshluta fyrir þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Nýtt Píeta-skjól verður opnað á Húsavík í dag en um sjö hundruð leita til samtakanna á hverju ári. Nýtt svokallað Píetaskjól, sem verður með aðsetur í stjórnsýsluhúsinu í Húsavík, verður opið að minnsta kosti einu sinni í viku og annars eftir þörfum en þar geta þau sem er með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra leitað sér aðstoðar. Einar Hrafn Stefánsson, kynningarstjóri samtakanna, segir reynsluna sýna að staðbundin þjónusta gefist sérstaklega vel þrátt fyrir að einnig sé boðið upp á fjarfundi og símaviðtöl allan sólarhringinn. „Okkur finnst alltaf best að vera á staðnum og vera nálægt þessum einstaklingum. Við bjóðum upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir átján ára og eldri og erum með allt að tólf viðtöl fyrir einstaklinga í vanda og allt að fimm viðtöl fyrir aðstandendur. Þessi vinna er liður í markmiði okkar að breiða út þjónustu samtakanna og auka aðgengi á landsbuggðinni. Og tryggja að Píeta-röddin heyrist sem víðast,“ segir Einar. Einar Hrafn Stefánsson er markaðs- og kynningarstjóri Píeta-samtakanna.Anna Maggý Eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist gríðarlega frá því að starfsemin hófst fyrir fimm árum og nú leita að meðaltali um sjö hundruð manns til þeirra á hverju ári. Samtökin eru nú þegar með sambærileg úrræði í Reykjavík og á Akureyri og ætla víðar - ekki síst til að geta sinnt sjálfsvígsforvörnum. „Það er markmiðið hjá okkur að ná í öll landshornin og erum að skoða hvort við getum ekki stækkað á vesturhornið og fyrir austan og það er á langtímaplani. Vonandi gerist það bara sem fyrst,“ segir Einar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Norðurþing Heilbrigðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Nýtt svokallað Píetaskjól, sem verður með aðsetur í stjórnsýsluhúsinu í Húsavík, verður opið að minnsta kosti einu sinni í viku og annars eftir þörfum en þar geta þau sem er með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra leitað sér aðstoðar. Einar Hrafn Stefánsson, kynningarstjóri samtakanna, segir reynsluna sýna að staðbundin þjónusta gefist sérstaklega vel þrátt fyrir að einnig sé boðið upp á fjarfundi og símaviðtöl allan sólarhringinn. „Okkur finnst alltaf best að vera á staðnum og vera nálægt þessum einstaklingum. Við bjóðum upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir átján ára og eldri og erum með allt að tólf viðtöl fyrir einstaklinga í vanda og allt að fimm viðtöl fyrir aðstandendur. Þessi vinna er liður í markmiði okkar að breiða út þjónustu samtakanna og auka aðgengi á landsbuggðinni. Og tryggja að Píeta-röddin heyrist sem víðast,“ segir Einar. Einar Hrafn Stefánsson er markaðs- og kynningarstjóri Píeta-samtakanna.Anna Maggý Eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist gríðarlega frá því að starfsemin hófst fyrir fimm árum og nú leita að meðaltali um sjö hundruð manns til þeirra á hverju ári. Samtökin eru nú þegar með sambærileg úrræði í Reykjavík og á Akureyri og ætla víðar - ekki síst til að geta sinnt sjálfsvígsforvörnum. „Það er markmiðið hjá okkur að ná í öll landshornin og erum að skoða hvort við getum ekki stækkað á vesturhornið og fyrir austan og það er á langtímaplani. Vonandi gerist það bara sem fyrst,“ segir Einar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Norðurþing Heilbrigðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira