Godo, Booking Factory, Reserva og Caren renna í eitt Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2023 11:22 Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður og meðstofnandi Godo. Aðsend - Vísir Hugbúnaðarfyrirtækið Godo hefur tekið yfir rekstur ferðalausnanna Booking Factory, Reserva og Caren sem voru áður í eigu Origo. Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður Godo, segir í samtali við fréttastofu að Origo komi inn sem nýr hluthafi í fyrirtækinu sem hluti af viðskiptunum og fái mann í stjórn. Fyrirtækin hafi verið í samkeppni fram að þessu en sjái fram á að þau séu sterkari sameinuð en í sitthvoru lagi. Stjórnendur þeirra telja að sameiningin sé ekki tilkynningaskyld til Samkeppniseftirlitsins og sé því ekki háð samþykki stofnunarinnar. Sverrir segir að Origo sé ekki með ráðandi hlut í Godo og fái einn stjórnarmann af fimm. Hann vildi ekki fara nánar í útfærslu kaupanna. Fram kemur í tilkynningu frá Godo að fyrirtækið hafi starfað á sviði ferðatækni frá árinu 2013 og sé með kjarnastarfsemi í þremur löndum. Að sögn stjórnenda verður við sameininguna til eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði ferðatækni en Godo er einnig með skrifstofur í Danmörku og Svíþjóð. Með tæplega fjörutíu starfsmenn á Íslandi Booking Factory og Reserva sérhæfa sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir hótel líkt og Godo en Caren þjónustar bílaleigur. Að sögn Godo munu þær þjónustur haldast óbreyttar en starfa framvegis undir merkjum Flekaskila ehf., rekstarfélags Godo. Starfsfólk þeirra mun flytjast í skrifstofuhúsnæði Godo við Höfðabakka í Reykjavík í september og munu tæplega 40 manns starfa hjá sameinuðu fyrirtæki á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Booking Factory, Reserva og Caren velkomin til okkar. Með þessari sameiningu erum við enn betur í stakk búin til þess að auka við vöruframboðið í þágu ferðaþjónustunnar og styrkja þjónustu til viðskiptavina,“ er haft eftir Sverri í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kaup og sala fyrirtækja Origo Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður Godo, segir í samtali við fréttastofu að Origo komi inn sem nýr hluthafi í fyrirtækinu sem hluti af viðskiptunum og fái mann í stjórn. Fyrirtækin hafi verið í samkeppni fram að þessu en sjái fram á að þau séu sterkari sameinuð en í sitthvoru lagi. Stjórnendur þeirra telja að sameiningin sé ekki tilkynningaskyld til Samkeppniseftirlitsins og sé því ekki háð samþykki stofnunarinnar. Sverrir segir að Origo sé ekki með ráðandi hlut í Godo og fái einn stjórnarmann af fimm. Hann vildi ekki fara nánar í útfærslu kaupanna. Fram kemur í tilkynningu frá Godo að fyrirtækið hafi starfað á sviði ferðatækni frá árinu 2013 og sé með kjarnastarfsemi í þremur löndum. Að sögn stjórnenda verður við sameininguna til eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði ferðatækni en Godo er einnig með skrifstofur í Danmörku og Svíþjóð. Með tæplega fjörutíu starfsmenn á Íslandi Booking Factory og Reserva sérhæfa sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir hótel líkt og Godo en Caren þjónustar bílaleigur. Að sögn Godo munu þær þjónustur haldast óbreyttar en starfa framvegis undir merkjum Flekaskila ehf., rekstarfélags Godo. Starfsfólk þeirra mun flytjast í skrifstofuhúsnæði Godo við Höfðabakka í Reykjavík í september og munu tæplega 40 manns starfa hjá sameinuðu fyrirtæki á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Booking Factory, Reserva og Caren velkomin til okkar. Með þessari sameiningu erum við enn betur í stakk búin til þess að auka við vöruframboðið í þágu ferðaþjónustunnar og styrkja þjónustu til viðskiptavina,“ er haft eftir Sverri í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kaup og sala fyrirtækja Origo Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira