Ríkisstjórnin eins og þrír bátar sem stefna í ólíka átt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 20:33 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Þrjár ríkisstjórnir virðast starfandi í landinu að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir óskýrleika í kringum nýju útlendingalögin enn eina birtingarmynd þess að flokkarnir eigi erfitt með að koma sér saman um stór málefni. Fulltrúar sveitarfélaga auk dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu í dag um stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Engin eiginleg niðurstaða fékkst í málið og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna hafa mismunandi sýn á framkvæmdina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta birtingarmynd þess að flokkarnir nái ekki saman í stórum málum. „Við erum með flokka í ríkisstjórn sem eru á öndverðum meiði í málinu og þau böggla saman frumvarpi sem hægt er að skilja á ólíkan hátt. Það var margoft bent á það hverjar afleiðingarnar myndu vera af þessum lögum færu þau svona í gegn. Og núna er það einfaldlega að koma í ljós að það skortir á heildarmyndina. Þetta er eins og skref inn á vegferð og svo eru menn algjörlega ósammála um hvert eigi að halda í framhaldinu,“ segir Eiríkur. „Og það er auðvitað ábyrgðarhluti að stjórnarmeirihlutinn samþykki lög sem snúa að örlögum fólks í viðkvæmri stöðu án þess að hafa nokkra sameiginlega sýn á það hvernig umhverfið eigi síðan að líta út í kjölfarið.“ Yfir tuttugu félagasamtök lýstu í kvöld yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hafa boðað til samráðsfundar með stjórnvöldum á mánudag en í hópi þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru biskup Íslands, Rauði krossinn, Barnaheill og Þroskahjálp. „Þessi lög virðast hafa verið samin þannig að það var verið að reyna ná niðurstöðu í máli sem gríðarlega ólík afstaða er til. Og það er þess vegna sem þau er svona óljós. Ríkisstjórnarflokkarnir komu sér einfaldlega ekki saman um skýrari niðurstöðu heldur einungis óljósa lagasetningu sem þau gátu síðan túlkað hvert fyrir sig í kjölfarið,“ segir Eiríkur. Hvaða augum líturðu stjórnarsamstarfið eins og er? „Þetta eru þrír bátar sem leggja úr höfn en stefna hver í sína áttina. Það er engin heildstæð stefna sem heitið getur í þessum stóru málum núna. Við fórum að sjá þetta í vor og svo eftir sumri, hversu erfitt stjórnin á með að ná saman. Þetta eru eins og þrjár ríkisstjórnir í landinu sem hver um sig fer með sinn hlut ríkisins.“ Hann telur stöðuna viðkvæma. „Þá er spurning hvort menn nái að hökta út kjörtímabilið. Það er í sjálfu sér ekkert sem segir að það eigi ekki að geta tekist. En staðan er orðin það viðkvæm að það þarf ekki stór mál til að velta þessu hlassi. Þúfan gæti þess vegna verið pínulítil sem fer með ríkisstjórnina á hliðina,“ segir Eiríkur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaga auk dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu í dag um stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Engin eiginleg niðurstaða fékkst í málið og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna hafa mismunandi sýn á framkvæmdina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta birtingarmynd þess að flokkarnir nái ekki saman í stórum málum. „Við erum með flokka í ríkisstjórn sem eru á öndverðum meiði í málinu og þau böggla saman frumvarpi sem hægt er að skilja á ólíkan hátt. Það var margoft bent á það hverjar afleiðingarnar myndu vera af þessum lögum færu þau svona í gegn. Og núna er það einfaldlega að koma í ljós að það skortir á heildarmyndina. Þetta er eins og skref inn á vegferð og svo eru menn algjörlega ósammála um hvert eigi að halda í framhaldinu,“ segir Eiríkur. „Og það er auðvitað ábyrgðarhluti að stjórnarmeirihlutinn samþykki lög sem snúa að örlögum fólks í viðkvæmri stöðu án þess að hafa nokkra sameiginlega sýn á það hvernig umhverfið eigi síðan að líta út í kjölfarið.“ Yfir tuttugu félagasamtök lýstu í kvöld yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hafa boðað til samráðsfundar með stjórnvöldum á mánudag en í hópi þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru biskup Íslands, Rauði krossinn, Barnaheill og Þroskahjálp. „Þessi lög virðast hafa verið samin þannig að það var verið að reyna ná niðurstöðu í máli sem gríðarlega ólík afstaða er til. Og það er þess vegna sem þau er svona óljós. Ríkisstjórnarflokkarnir komu sér einfaldlega ekki saman um skýrari niðurstöðu heldur einungis óljósa lagasetningu sem þau gátu síðan túlkað hvert fyrir sig í kjölfarið,“ segir Eiríkur. Hvaða augum líturðu stjórnarsamstarfið eins og er? „Þetta eru þrír bátar sem leggja úr höfn en stefna hver í sína áttina. Það er engin heildstæð stefna sem heitið getur í þessum stóru málum núna. Við fórum að sjá þetta í vor og svo eftir sumri, hversu erfitt stjórnin á með að ná saman. Þetta eru eins og þrjár ríkisstjórnir í landinu sem hver um sig fer með sinn hlut ríkisins.“ Hann telur stöðuna viðkvæma. „Þá er spurning hvort menn nái að hökta út kjörtímabilið. Það er í sjálfu sér ekkert sem segir að það eigi ekki að geta tekist. En staðan er orðin það viðkvæm að það þarf ekki stór mál til að velta þessu hlassi. Þúfan gæti þess vegna verið pínulítil sem fer með ríkisstjórnina á hliðina,“ segir Eiríkur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira