Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða enda bæði lið í bullandi fallbaráttu þegar það styttist óðfluga í tvískiptingu deildarinnar. Leikurinn bar þess merki að það væri mikið undir og lögðu leikmenn allt sem þeir áttu í leikinn.
Það tók þó sinn tíma að fá mark í leikinn en það kom ekki fyrr en á 85. mínútu. Orri Sveinn stangaði þá aukaspyrnu Arnórs Breka Ásþórssonar í netið. Reyndist það eina mark leiksins, lokatölur í 0-1 í Eyjum.
Sigurinn lyftir Fylki upp í 9. sæti með 20 stig að loknum 20 umferðum á meðan ÍBV er í 11. sæti með 17 stig.
Markarskori fenginn frá Fótbolti.net.