„Það sem gerist er að ef hitamælirinn bilar á staðnum þá getur spáin orðið svona skrítin,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni, aðspurð út í snjókomuspánna.

Þannig þetta er ósennilega rétt?
„Jájá, það er verið að spá átta til fimmtán stiga hita þó það kólni eitthvað,“ sagði Elín.
„Við erum með það sem heitir filtering á hitastiginu vegna þess að hitastigið er aðeins of lágt í líkaninu. Þannig við filterum það miðað við athuganir síðustu daga og ef að þær detta út verður spáin mjög oft skrautleg.“
„Þetta lagast örugglega á morgun þegar tæknimennirnir koma í vinnuna og geta græjað mælinn,“ sagði hún.
Það er því ósennilegt að það snjói í Skagafirðinum á morgun en maður veit aldrei, það hljómar margt fáránlegra en ágústsnjór. Að öllum líkindum verður rigning eins og víða annars staðar á Norðurlandi.