Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 10:32 Nær yfirfullt flóðvarnarrými í Pálmaeyðimörkinni í Kaliforníu vegna úrkomu sem fylgdi Hilary í gær. AP/Mark J. Terrill Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Hilary er fyrsta hitabeltislægðin sem nær til Kaliforníu í meira en áttatíu ár. Hún var upphaflega fjórða stigs fellibylur í Mexíkóflóa. Vindstyrkur hennar hefur minnkað og er hún því nú skilgreind sem leifar af hitabeltislægð. Það er þó ekki vindstyrkurinn sem veðurfræðingar óttast heldur úrkoman sem hún ausir nú yfir ríkið. Í eyðimerkurborginni Palm Springs var úrkomumet slegið þegar nærri því 7,6 sentímetrar féllu á sex tímum í gærkvöldi. Það er meira en helmingur ársúrkomu þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði að í sumum hlutum Palm Springs hafi fallið meira regn á einni klukkustund en í allri sögu borgarinnar. Veðurfræðingar segja að í fjöllum og í eyðimörkinni geti fallið allt frá tólf til 25 sentímetrar regns, meira en ársúrkoma. Fjallabæir í San Bernardino-sýslu austur af Los Angeles voru rýmdir vegna hættunnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Auk flóða og skriða er varað við því að einstaka hvirfilbyljir gætu myndast í suðvestanverðri Kaliforníu, norðvestanverðu Arizona, sunnanverðu Nevada og suðvestanverðu Utah, að sögn Washington Post. Erfitt er að spá fyrir um myndun slíkra bylja með nokkrum fyrirvara. Úrhelli ofan á skraufþurran jarðveg Úrhellið þykir sérstaklega hættulegt vegna þess hversu þurrt svæðið er. Jarðvegurinn er skraufþurr og hefur litla getu til þess að drekka í sig vatnið. Hættan á skyndiflóðum er því meiri en ella. Varað er við hættulegum skyndiflóðum í Los Angeles- og Ventura-sýslum fram á mánudagsmorgun að staðartíma. Skólahaldi í Los Angeles og San Diego var frestað vegna veðursins í dag. Vatn flæddi yfir tjaldbúðir heimilislausra við þjóðveg í Palmdale.AP/Richard Vogel Heimilislaust fólk er sagt í sérstakri hættu í hamförunum en áætlað er að það sé um 75.000 talsins í Los Angeles-sýslu. Slökkviliðsmenn þurftu meðal annars að bjarga fólki úr hnéháu flóðvatni í búðum heimilislaustra við San Diego-ána, að sögn AP-fréttastofunnar. Hilary á að veikjast eftir því sem hún þokast norður yfir Kaliforníu og til Nevada. Storminum getur þó enn fylgt töluverð úrkoma þar. Úrhellið gæti jafnvel náð alla leið til Oregon og Idaho. Að minnsta kosti einn fórst í bíl sem hreifst með flóði þegar Hilary fór yfir Kaliforníuskaga í norðvestanverðu Mexíkó og olli skyndiflóðum sem skoluðu burt vegum í gær. Mexíkóski herinn segist hafa flutt um 2.500 manns af hættusvæðum þar. Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hilary er fyrsta hitabeltislægðin sem nær til Kaliforníu í meira en áttatíu ár. Hún var upphaflega fjórða stigs fellibylur í Mexíkóflóa. Vindstyrkur hennar hefur minnkað og er hún því nú skilgreind sem leifar af hitabeltislægð. Það er þó ekki vindstyrkurinn sem veðurfræðingar óttast heldur úrkoman sem hún ausir nú yfir ríkið. Í eyðimerkurborginni Palm Springs var úrkomumet slegið þegar nærri því 7,6 sentímetrar féllu á sex tímum í gærkvöldi. Það er meira en helmingur ársúrkomu þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði að í sumum hlutum Palm Springs hafi fallið meira regn á einni klukkustund en í allri sögu borgarinnar. Veðurfræðingar segja að í fjöllum og í eyðimörkinni geti fallið allt frá tólf til 25 sentímetrar regns, meira en ársúrkoma. Fjallabæir í San Bernardino-sýslu austur af Los Angeles voru rýmdir vegna hættunnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Auk flóða og skriða er varað við því að einstaka hvirfilbyljir gætu myndast í suðvestanverðri Kaliforníu, norðvestanverðu Arizona, sunnanverðu Nevada og suðvestanverðu Utah, að sögn Washington Post. Erfitt er að spá fyrir um myndun slíkra bylja með nokkrum fyrirvara. Úrhelli ofan á skraufþurran jarðveg Úrhellið þykir sérstaklega hættulegt vegna þess hversu þurrt svæðið er. Jarðvegurinn er skraufþurr og hefur litla getu til þess að drekka í sig vatnið. Hættan á skyndiflóðum er því meiri en ella. Varað er við hættulegum skyndiflóðum í Los Angeles- og Ventura-sýslum fram á mánudagsmorgun að staðartíma. Skólahaldi í Los Angeles og San Diego var frestað vegna veðursins í dag. Vatn flæddi yfir tjaldbúðir heimilislausra við þjóðveg í Palmdale.AP/Richard Vogel Heimilislaust fólk er sagt í sérstakri hættu í hamförunum en áætlað er að það sé um 75.000 talsins í Los Angeles-sýslu. Slökkviliðsmenn þurftu meðal annars að bjarga fólki úr hnéháu flóðvatni í búðum heimilislaustra við San Diego-ána, að sögn AP-fréttastofunnar. Hilary á að veikjast eftir því sem hún þokast norður yfir Kaliforníu og til Nevada. Storminum getur þó enn fylgt töluverð úrkoma þar. Úrhellið gæti jafnvel náð alla leið til Oregon og Idaho. Að minnsta kosti einn fórst í bíl sem hreifst með flóði þegar Hilary fór yfir Kaliforníuskaga í norðvestanverðu Mexíkó og olli skyndiflóðum sem skoluðu burt vegum í gær. Mexíkóski herinn segist hafa flutt um 2.500 manns af hættusvæðum þar.
Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31