Hleypa geislavirku vatni út í sjó Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2023 06:58 Fumio Kishida tilkynnti í morgun að áætlunin hefjist á fimmtudag. Rodrigo Reyes Marin/AP Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Þar sagði hann að hann hefði skipað Tepco, fyrirtækinu sem rak kjarnorkuverið, að hefja undibúning til þess að hleypa vatninu út í sjó sem fyrst. Áætlun um það var samþykktar fyrir tveimur árum en var afar umdeild, sér í lagi meðal fiskveiðimanna í Japan. Í frétt Reuters um málið segir að yfirvöld í Japan hafi tilkynnt í gær að þau hefðu náð samkomulagi við sjávarútveginn í landinu um að gera áætlunina að veruleika. „Hleypið ekki menguðu vatni út í sjó.“ Japanir mótmæltu nokkuð margir fyrir framan ráðherrabústaðinn í Tókýó í morgun. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON „Ég lofa að við munum taka á okkur alla ábyrgð á því að tryggja framtíð sjávarútvegsins, jafnvel þó það muni taka okkur áratugi,“ sagði Kishida í gær. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin samþykkir Ákvörðun um að hleypa vatninu út í sjó var tekin fyrir meira en tveimur árum en unnið hefur verið að því að hreinsa mestu mengunina úr vatninu. Það mun þó enn innihalda þrívetni, sem er geislavirkt en tæknilega erfitt að aðskilja frá vatni. Japanir hafa sagt öruggt að hleypa vatninu út í sjó þrátt fyrir að það sé enn geislavirkt. Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna samþykkti áætlun Japana, sem talin er munu taka allt að fjóra áratugi, í júlí síðastliðnum. Þá sagði stofnunin hún samræmdist alþjóðlegum stöðlum um magn þrívetnis sem má hleypa út í sjó og að áhrif hennar á umhverfi og fólk yrðu smávægileg. Kjarnorka Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51 Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Þar sagði hann að hann hefði skipað Tepco, fyrirtækinu sem rak kjarnorkuverið, að hefja undibúning til þess að hleypa vatninu út í sjó sem fyrst. Áætlun um það var samþykktar fyrir tveimur árum en var afar umdeild, sér í lagi meðal fiskveiðimanna í Japan. Í frétt Reuters um málið segir að yfirvöld í Japan hafi tilkynnt í gær að þau hefðu náð samkomulagi við sjávarútveginn í landinu um að gera áætlunina að veruleika. „Hleypið ekki menguðu vatni út í sjó.“ Japanir mótmæltu nokkuð margir fyrir framan ráðherrabústaðinn í Tókýó í morgun. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON „Ég lofa að við munum taka á okkur alla ábyrgð á því að tryggja framtíð sjávarútvegsins, jafnvel þó það muni taka okkur áratugi,“ sagði Kishida í gær. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin samþykkir Ákvörðun um að hleypa vatninu út í sjó var tekin fyrir meira en tveimur árum en unnið hefur verið að því að hreinsa mestu mengunina úr vatninu. Það mun þó enn innihalda þrívetni, sem er geislavirkt en tæknilega erfitt að aðskilja frá vatni. Japanir hafa sagt öruggt að hleypa vatninu út í sjó þrátt fyrir að það sé enn geislavirkt. Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna samþykkti áætlun Japana, sem talin er munu taka allt að fjóra áratugi, í júlí síðastliðnum. Þá sagði stofnunin hún samræmdist alþjóðlegum stöðlum um magn þrívetnis sem má hleypa út í sjó og að áhrif hennar á umhverfi og fólk yrðu smávægileg.
Kjarnorka Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51 Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51
Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03
Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35
Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44