Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt.
United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leikmannahóp félagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir.
Nú segir Daily Mail frá því að áhugi sé frá öðrum félögum að fá Greenwood til liðs við sig.
Miðillinn býr þó ekki yfir þeim upplýsingum um hvaða félög sé að ræða, hins vegar sé það ólíklegt að þar séu á meðal ensk knattspyrnufélög. Áhugi sé á Greenwood frá Tyrklandi og Ítalíu meðal annars.
Næstu skref hjá Manchester United og leikmanninum séu að komast að samkomulagi hvernig brotthvarfi hans frá félaginu verði háttað. Hvort hann muni fara á endanlegri sölu frá félaginu, á láni eða hvort að samningi hans sem gildir til sumarsins 2025 verði einfaldlega rift.