Lögreglumenn vilja nafnleynd vegna hótana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 14:06 Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Stöð 2 Lögreglumenn kalla eftir nafnleynd við skýrslutökur og hafa áhyggjur því að meiri alvara sé á bak við hótanir við handtökur og yfirheyrslur. Stungið er á dekk, bílar rispaðir og nýlega var kveikt í bíl lögreglukonu fyrir utan heimili hennar. Bílnum var lagt fyrir utan fjölbýlishús þar sem lögreglukonan býr ásamt fjölskyldu sinni. Málið er á borði héraðssaksóknara og er meðal annars rannsakað sem brot gegn valdstjórninni sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir málið nær fordæmalaust en þó til marks um aukna hörku í störfum þeirra. Í þessu tiltekna máli hafi þótt nokkuð augljóst hver framkvæmdi verknaðinn. Samhliða auknum vopnaburði upplifi lögreglumenn að meiri alvara sé á bak við hótanir sem komi yfirleitt fram við handtöku eða yfirheyrslur. „Lögreglumenn hafa alveg lent í því í gegnum tíðina að það hefur verið stungið á dekkin á bílum og þeir rispaðir eða lyklaðir. Svo er þessi hótun „Ég veit hvar börnin þín fara í skóla eða hvar konan þín vinnur.“ Svo er alveg þekkt að það sé verið að keyra með áberandi hætti fram hjá húsi lögreglumanna,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn reyni almennt að fela heimilisföng sín og persónuupplýsingar en kalli eftir frekari nafnleynd. „Það er mikil krafa um að fá að vera nafnlaus. Í lögregluskýrslum stendur hver yfirheyrir, og svo skrifar maður undir með nafni en það er krafa um það að fá að koma bara fram undir lögreglunúmeri. Það er misræmi í þessu og þegar við komum fyrir dóm erum við bara spurðir um lögreglunúmer en svo liggja fyrir allar skýrslur með nafni,“ segir Fjölnir og bendir á að til þess að svo megi verða þurfi reglugerðarbreytingu. Það sé sérstaklega brýnt í tilviki þeirra sem sinna rannsókn mála sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Aukin harka eigi að miklu leyti rætur í meiri umsvifum þeirra. „Ég held að það þurfi ekkert að fara í felur með það. Þeir sem eru að flytja inn allt þetta magn af fíkniefnum eru skipulagðir hópar og við vitum að það eru tengsl við Spán, Brasilíu og Eystrasaltslöndin meðal annars.“ Vegna þessa leggi lögreglumenn nú einnig mikla áherslu á svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir sem kveðið var á um í umdeildu frumvarpi til lögreglulaga sem náði ekki að ganga fram á síðasta þingi. „Við viljum fá auknar heimildir til að geta fylgst með fólki, sjá hvaða fólk er að koma til landsins og hvað þau hafa gert af sér í öðrum löndum. Til að geta unnið þetta betur og skipst á upplýsingum við erlend lögregluyfirvöld,“ segir Fjölnir. Lögreglan Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bílnum var lagt fyrir utan fjölbýlishús þar sem lögreglukonan býr ásamt fjölskyldu sinni. Málið er á borði héraðssaksóknara og er meðal annars rannsakað sem brot gegn valdstjórninni sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir málið nær fordæmalaust en þó til marks um aukna hörku í störfum þeirra. Í þessu tiltekna máli hafi þótt nokkuð augljóst hver framkvæmdi verknaðinn. Samhliða auknum vopnaburði upplifi lögreglumenn að meiri alvara sé á bak við hótanir sem komi yfirleitt fram við handtöku eða yfirheyrslur. „Lögreglumenn hafa alveg lent í því í gegnum tíðina að það hefur verið stungið á dekkin á bílum og þeir rispaðir eða lyklaðir. Svo er þessi hótun „Ég veit hvar börnin þín fara í skóla eða hvar konan þín vinnur.“ Svo er alveg þekkt að það sé verið að keyra með áberandi hætti fram hjá húsi lögreglumanna,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn reyni almennt að fela heimilisföng sín og persónuupplýsingar en kalli eftir frekari nafnleynd. „Það er mikil krafa um að fá að vera nafnlaus. Í lögregluskýrslum stendur hver yfirheyrir, og svo skrifar maður undir með nafni en það er krafa um það að fá að koma bara fram undir lögreglunúmeri. Það er misræmi í þessu og þegar við komum fyrir dóm erum við bara spurðir um lögreglunúmer en svo liggja fyrir allar skýrslur með nafni,“ segir Fjölnir og bendir á að til þess að svo megi verða þurfi reglugerðarbreytingu. Það sé sérstaklega brýnt í tilviki þeirra sem sinna rannsókn mála sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Aukin harka eigi að miklu leyti rætur í meiri umsvifum þeirra. „Ég held að það þurfi ekkert að fara í felur með það. Þeir sem eru að flytja inn allt þetta magn af fíkniefnum eru skipulagðir hópar og við vitum að það eru tengsl við Spán, Brasilíu og Eystrasaltslöndin meðal annars.“ Vegna þessa leggi lögreglumenn nú einnig mikla áherslu á svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir sem kveðið var á um í umdeildu frumvarpi til lögreglulaga sem náði ekki að ganga fram á síðasta þingi. „Við viljum fá auknar heimildir til að geta fylgst með fólki, sjá hvaða fólk er að koma til landsins og hvað þau hafa gert af sér í öðrum löndum. Til að geta unnið þetta betur og skipst á upplýsingum við erlend lögregluyfirvöld,“ segir Fjölnir.
Lögreglan Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira