1,5 trillion dollara vellíðunarmarkaður Martha Árnadóttir skrifar 22. ágúst 2023 14:30 Vinkona mín, sem er mikill fagmaður, segir það alveg skothelt að vitna í McKinsey vilji maður færa góð rök fyrir máli sínu. Þannig að ef McKinsey segir að við notum 1,5 trilljón dollara á hverju ári, með árlegum vexti upp á 5 til 10 prósent næstu árin, í kaup á vellíðan (wellness) þá hlýtur að vera eitthvað til í því. Og það sem meira er - allt að 42% svarenda í stórri rannsókn, sem McKinsey gerði í sex löndum, telja vellíðan vera forgangsverkefni í lífi sínu og einmitt sá hópur hefur vaxið hvað mest á síðastliðnum þremur árum. Hugtakið vellíðan og jafnvel vellíðunarvörur hefur verið til í langan tíma. Alla vega munum við, sem aðeins eldri erum, eftir Jane Fonda vídeóspólunum, neonlituðum legghlífum og ennisbandi í stíl ásamt erobikktímunum hjá Jónínu og Ágústu og jafnvel viktunarþjónustu í kaupbæti, þetta voru dæmigerðar vellíðunarvörur á 9. áratugnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar McKinsey má segja að neytendur eru bókstaflega með vellíðan á heilanum og áhugi okkar á að setja betri líðan í forgang, þegar kemur að neyslu og innkaupum, fer stöðugt vaxandi. Það er ekki ætlunin hér að reyna að svara því af hverju þessi mikla sókn eftir betri líðan er til staðar, líður kannski mörgum svona illa og þá af hverju? Heldur miklu frekar að skoða hvaða vörur og þjónusta það eru sem við teljum gefa okkur vellíðan. Hvað telja svarendur að gefi betri líðan? Margt bendir til að í nútímanum sé vellíðan skoðuð í gegnum afar breiða og flókna linsu, sem nær ekki einungis yfir líkamsrækt og næringu heldur alla líkamlega og andlega heilsu ásamt útliti, framkomu, líkamsburði og það hvernig við komum fyrir. Ef við skoðum betur hvað niðurstöður McKinsey rannsóknarinnar segja um það hvað það er sem vekur hvað mestan áhuga svarenda, þegar kemur að vellíðan og vellíðunarvörum, þá má skipta niðurstöðunum í eftirfarandi flokka: Betri heilsa Betri heilsa er án efa stærsti flokkurinn sem tengist vellíðan. Neytendur eru í auknum mæli að taka heilsuna í eigin hendur. Við sjáum vöxt í markvissri og gagnastýrðri sjálfsumönnun, öppum og tækjum, sem mæla ýmsa heilsutengda þætti, sem hjálpa okkur að fylgjast með eigin heilsu milli læknisheimsókna. Betra form Betra líkamlegt form hefur verið fyrirferðarmikið undanfarin ár og jafnvel áratugi og mun verða það áfram. Ræktin hefur stundum verið kölluð “þriðji staðurinn”, þá er átt við heimilið, vinnustaðinn og svo ræktina. Eftir Covid hefur ræktin verið að færast meira inn á heimilið með auknu framboði á allskyns æfingabúnaði til heimabúks, sem þýðir líka aukin sveigjanleika sem hvetur fólk enn frekar í sókninni. Betri næring Betri næring hefur alltaf verið stór hluti af eftirsókn fólks eftir vellíðan og mun halda stöðu sinni þar. Nú vilja neytendur að matur sé ekki aðeins góður heldur einnig að hann hjálpi þeim að ná vellíðunar markmiðum sínum. Meira en þriðjungur neytenda um allan heim greinir frá því að þeir munu „sennilega“ eða „örugglega“ auka útgjöld til næringar- og þyngdarstjórnunarappa og sértækrar matarþjónustu í áskrift á næsta ári. Betra útlit Betra útlitfelur fyrst og fremst í sér fatnað og snyrtivörur eins og margvíslegar húðvörur, kollagen og önnur fæðubótarefni sem eiga að vinna með húðinni. Einnig er spáð aukinni eftirsókn í allskyns fegrunaraðgerðir án skurðaðgerða, má þar nefna fylliefni sem sprautað er undir húð í andliti, húðslípun og súrefnismeðferðir. Betri svefn Betri svefn er tiltölulega nýr flokkur í vellíðunarmarkmiðum fólks. Svefnmælingar eru innbyggðar í allskyns öpp og notkun á svefnbætandi vörum eins og myrkvunargluggatjöldum, blue light gleraugum og þyngdarteppum fer vaxandi. Helmingur neytenda í löndunum sex, segist vilja fá fleiri vörur og þjónustu til að ná hágæða svefni. Betri núvitund Betri núvitund verður stöðugt eftirsóknarverðari og birtist meðal annars í formi einfaldra hugleiðsluappa eins og Headspace og Calm. Meira en helmingur neytenda í rannsókn McKinsey sagðist vilja setja núvitund í aukinn forgang. Mismunandi áherslur eftir löndum Eins og áður sagði var rannsóknin gerð i sex löndum og völdu svarendur í öllum löndunum heilsuna sem mikilvægasta vellíðunarflokkurinn og þann flokk sem þeir voru tilbúnir að nota mesta fjarmuni í. Varðandi hina vellíðunarflokkana voru svörin mismunandi. Til dæmis má nefna að neytendur í Japan setja útlitið í forgang á eftir heilsunni meðan Þjóðverjar leggja áherslu á formið. Svarendur í Brasilíu og Bandaríkjunum hafa mestan áhuga á núvitund og í Kína og Bretlandi er það næringin sem er í fókus. Varðandi Íslendinga myndi ég veðja á heilsuna í fyrsta sæti, næringu í annað, formið í þriðja síðan kæmu útlitið, svefninn og núvitundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Vinkona mín, sem er mikill fagmaður, segir það alveg skothelt að vitna í McKinsey vilji maður færa góð rök fyrir máli sínu. Þannig að ef McKinsey segir að við notum 1,5 trilljón dollara á hverju ári, með árlegum vexti upp á 5 til 10 prósent næstu árin, í kaup á vellíðan (wellness) þá hlýtur að vera eitthvað til í því. Og það sem meira er - allt að 42% svarenda í stórri rannsókn, sem McKinsey gerði í sex löndum, telja vellíðan vera forgangsverkefni í lífi sínu og einmitt sá hópur hefur vaxið hvað mest á síðastliðnum þremur árum. Hugtakið vellíðan og jafnvel vellíðunarvörur hefur verið til í langan tíma. Alla vega munum við, sem aðeins eldri erum, eftir Jane Fonda vídeóspólunum, neonlituðum legghlífum og ennisbandi í stíl ásamt erobikktímunum hjá Jónínu og Ágústu og jafnvel viktunarþjónustu í kaupbæti, þetta voru dæmigerðar vellíðunarvörur á 9. áratugnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar McKinsey má segja að neytendur eru bókstaflega með vellíðan á heilanum og áhugi okkar á að setja betri líðan í forgang, þegar kemur að neyslu og innkaupum, fer stöðugt vaxandi. Það er ekki ætlunin hér að reyna að svara því af hverju þessi mikla sókn eftir betri líðan er til staðar, líður kannski mörgum svona illa og þá af hverju? Heldur miklu frekar að skoða hvaða vörur og þjónusta það eru sem við teljum gefa okkur vellíðan. Hvað telja svarendur að gefi betri líðan? Margt bendir til að í nútímanum sé vellíðan skoðuð í gegnum afar breiða og flókna linsu, sem nær ekki einungis yfir líkamsrækt og næringu heldur alla líkamlega og andlega heilsu ásamt útliti, framkomu, líkamsburði og það hvernig við komum fyrir. Ef við skoðum betur hvað niðurstöður McKinsey rannsóknarinnar segja um það hvað það er sem vekur hvað mestan áhuga svarenda, þegar kemur að vellíðan og vellíðunarvörum, þá má skipta niðurstöðunum í eftirfarandi flokka: Betri heilsa Betri heilsa er án efa stærsti flokkurinn sem tengist vellíðan. Neytendur eru í auknum mæli að taka heilsuna í eigin hendur. Við sjáum vöxt í markvissri og gagnastýrðri sjálfsumönnun, öppum og tækjum, sem mæla ýmsa heilsutengda þætti, sem hjálpa okkur að fylgjast með eigin heilsu milli læknisheimsókna. Betra form Betra líkamlegt form hefur verið fyrirferðarmikið undanfarin ár og jafnvel áratugi og mun verða það áfram. Ræktin hefur stundum verið kölluð “þriðji staðurinn”, þá er átt við heimilið, vinnustaðinn og svo ræktina. Eftir Covid hefur ræktin verið að færast meira inn á heimilið með auknu framboði á allskyns æfingabúnaði til heimabúks, sem þýðir líka aukin sveigjanleika sem hvetur fólk enn frekar í sókninni. Betri næring Betri næring hefur alltaf verið stór hluti af eftirsókn fólks eftir vellíðan og mun halda stöðu sinni þar. Nú vilja neytendur að matur sé ekki aðeins góður heldur einnig að hann hjálpi þeim að ná vellíðunar markmiðum sínum. Meira en þriðjungur neytenda um allan heim greinir frá því að þeir munu „sennilega“ eða „örugglega“ auka útgjöld til næringar- og þyngdarstjórnunarappa og sértækrar matarþjónustu í áskrift á næsta ári. Betra útlit Betra útlitfelur fyrst og fremst í sér fatnað og snyrtivörur eins og margvíslegar húðvörur, kollagen og önnur fæðubótarefni sem eiga að vinna með húðinni. Einnig er spáð aukinni eftirsókn í allskyns fegrunaraðgerðir án skurðaðgerða, má þar nefna fylliefni sem sprautað er undir húð í andliti, húðslípun og súrefnismeðferðir. Betri svefn Betri svefn er tiltölulega nýr flokkur í vellíðunarmarkmiðum fólks. Svefnmælingar eru innbyggðar í allskyns öpp og notkun á svefnbætandi vörum eins og myrkvunargluggatjöldum, blue light gleraugum og þyngdarteppum fer vaxandi. Helmingur neytenda í löndunum sex, segist vilja fá fleiri vörur og þjónustu til að ná hágæða svefni. Betri núvitund Betri núvitund verður stöðugt eftirsóknarverðari og birtist meðal annars í formi einfaldra hugleiðsluappa eins og Headspace og Calm. Meira en helmingur neytenda í rannsókn McKinsey sagðist vilja setja núvitund í aukinn forgang. Mismunandi áherslur eftir löndum Eins og áður sagði var rannsóknin gerð i sex löndum og völdu svarendur í öllum löndunum heilsuna sem mikilvægasta vellíðunarflokkurinn og þann flokk sem þeir voru tilbúnir að nota mesta fjarmuni í. Varðandi hina vellíðunarflokkana voru svörin mismunandi. Til dæmis má nefna að neytendur í Japan setja útlitið í forgang á eftir heilsunni meðan Þjóðverjar leggja áherslu á formið. Svarendur í Brasilíu og Bandaríkjunum hafa mestan áhuga á núvitund og í Kína og Bretlandi er það næringin sem er í fókus. Varðandi Íslendinga myndi ég veðja á heilsuna í fyrsta sæti, næringu í annað, formið í þriðja síðan kæmu útlitið, svefninn og núvitundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun