Fékk ekki fyrirliðabandið og fór í fýlu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 20:31 Karim Benzema er ósáttur hjá Al-Ittihad. Vísir/Getty Karim Benzema gekk til liðs við sádíarabíska félagið Al-Ittihad í byrjun júní. Hann virtist þá hinn ánægðasti en nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn. Karim Benzema er ein af allra stærstu stjörnunum sem hefur fært sig til Sádi Arabíu á síðustu mánuðum en hann gekk til liðs við Al-Ittihad í sumar frá Real Madrid. Hann skoraði 354 mörk í 648 leikjum fyrir Real Madrid og er næstmarkahæsti leikmaður félagsins í sögunni. Aðeins Cristiano Ronaldo hefur skorað meira. Benzema hefur verið í byrjunarliði Al-Ittihad í tveimur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Leikirnir hafa báðir unnist en Benzema þó ekki náð að skora. Samkvæmt fjölmiðlinum Asharq Al-Aswat, sem staðsettur er í London, er samband Benzema og þjálfarans Nuno Espirito Santo alls ekki gott. Samkvæmt fjölmiðlinum á Santo að hafa sagt yfirmönnum félagsins að Benzema passi ekki í leikkerfi hans. Santo hefur meðal annars stýrt Tottenham, Wolves og Porto á sínum ferli. Nuno Espirito Santo og Karim Benzema virðast vera komnir í hár saman.Vísir/Getty Þá á Benzema sjálfur að hafa lýst yfir óánægju með að hann hafi fengið ófaglega meðferð af hálfu þjálfarans. Benzema var neitað um fyrirliðaband Al-Ittihad þegar hann óskaði eftir því við komuna til félagsins. Brasilíumaðurinn Romarinho var skipaður fyrirliði, Benzema til mikillar gremju. Samkvæmt Asharq Al-Aswat er gjáin á milli Benzema og Santo orðin svo djúp að Frakkinn tók ekki þátt í síðustu æfingu liðsins. Þá fylgir sögunni að Benzema íhugi að yfirgefa félagið ef Santo verður áfram knattspyrnustjóri. Ólíklegt verður þó að teljast að félagið velji Santo fram yfir Benzema sem vann Ballon D´or árið 2022. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Karim Benzema er ein af allra stærstu stjörnunum sem hefur fært sig til Sádi Arabíu á síðustu mánuðum en hann gekk til liðs við Al-Ittihad í sumar frá Real Madrid. Hann skoraði 354 mörk í 648 leikjum fyrir Real Madrid og er næstmarkahæsti leikmaður félagsins í sögunni. Aðeins Cristiano Ronaldo hefur skorað meira. Benzema hefur verið í byrjunarliði Al-Ittihad í tveimur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Leikirnir hafa báðir unnist en Benzema þó ekki náð að skora. Samkvæmt fjölmiðlinum Asharq Al-Aswat, sem staðsettur er í London, er samband Benzema og þjálfarans Nuno Espirito Santo alls ekki gott. Samkvæmt fjölmiðlinum á Santo að hafa sagt yfirmönnum félagsins að Benzema passi ekki í leikkerfi hans. Santo hefur meðal annars stýrt Tottenham, Wolves og Porto á sínum ferli. Nuno Espirito Santo og Karim Benzema virðast vera komnir í hár saman.Vísir/Getty Þá á Benzema sjálfur að hafa lýst yfir óánægju með að hann hafi fengið ófaglega meðferð af hálfu þjálfarans. Benzema var neitað um fyrirliðaband Al-Ittihad þegar hann óskaði eftir því við komuna til félagsins. Brasilíumaðurinn Romarinho var skipaður fyrirliði, Benzema til mikillar gremju. Samkvæmt Asharq Al-Aswat er gjáin á milli Benzema og Santo orðin svo djúp að Frakkinn tók ekki þátt í síðustu æfingu liðsins. Þá fylgir sögunni að Benzema íhugi að yfirgefa félagið ef Santo verður áfram knattspyrnustjóri. Ólíklegt verður þó að teljast að félagið velji Santo fram yfir Benzema sem vann Ballon D´or árið 2022.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira