Fólk á sjötugsaldri í skuldavanda vegna smálána Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2023 19:17 Formaður Neytendasamtakanna segir að borið hafi á því undanfarið að fólk á sextugs- og sjötugsaldri hafi leitað aðstoðar vegna smálánaskulda. Í einhverjum tilfellum sjái fólkið fram á að þurfa selja eignir sínar og fara á leigumarkað. Vísir/Sigurjón Talsvert hefur borið á því að fólk á sextugs og sjötugsaldri leiti til Neytendasamtakanna vegna smálánaskulda sem það hefur neyðst til að taka. Formaður telur að ferðaþjónustan ætti að axla ábyrgð á verðbólgunni en ekki neytendur. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu stýrivexti í gær um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð en Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hækkunina í gær þó hafa komið á óvart. „Við erum að sjá það að verðbólgan er að fara niður og spennan er vegna ákveðinna atvinnugreina. Það hefði verið hægt að nota önnur tól og tæki frekar en endalausar stýrivaxtahækkanir til að ná niður verðbólgunni.“ Eins og hvað, hvaða leiðir sérð þú? „Ef það er rétt sem Seðlabankinn heldur fram, að þetta sé vegna þess að ferðaþjónusta sé í einhverri yfirspennu þá þarf að ráðast að henni með gjaldtöku eða einhverjum takmörkunum svo spennan verð ekki of mikil þar. Ekki þannig að við neytendur þurfum að bera þær byrðar nánast ein og sér.“ Dæmi um fólk á „besta aldri“ í skuldavanda vegna smálána Breki segir hækkunina koma harðast niður á þeim sem síst skyldi, og að nýr hópur leiti nú í síauknum mæli til Neytendasamtakanna. „Það er hópur fólks á besta aldri, á aldrinum 60 til 70 ára. Fólk sem á eignir en hefur komið sér í miklar skammtímaskuldir vegna þess að það er að reyna brúa bilið. Það nær ekki að borga af lánunum sínum og tekur smálán til þess að brúa það bil,“ segir Breki. Smám saman fari boltinn að rúlla og mjög erfitt geti reynst að vinda ofan af vandanum. „Þetta eru allt upp í átta milljóna króna smálánaskuldir sem fólk hefur safnað hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og er í verulegum vanda. Það sér jafnvel fram á að þurfa selja ofan af sér og fara á leigumarkað.“ Hann hvetur fólk til að leita sér aðstoðar fyrr en síðar. „Ekki bíða ef þú telur að þú þurfir á hjálp að halda. Það er hægt að leita til okkar hjá Neytendasamtökunum, Umboðsmanns skuldara eða annarra samtaka sem hjálpa fólki í vandræðum,“ segir Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna.“ Verðlag Seðlabankinn Neytendur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu stýrivexti í gær um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð en Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hækkunina í gær þó hafa komið á óvart. „Við erum að sjá það að verðbólgan er að fara niður og spennan er vegna ákveðinna atvinnugreina. Það hefði verið hægt að nota önnur tól og tæki frekar en endalausar stýrivaxtahækkanir til að ná niður verðbólgunni.“ Eins og hvað, hvaða leiðir sérð þú? „Ef það er rétt sem Seðlabankinn heldur fram, að þetta sé vegna þess að ferðaþjónusta sé í einhverri yfirspennu þá þarf að ráðast að henni með gjaldtöku eða einhverjum takmörkunum svo spennan verð ekki of mikil þar. Ekki þannig að við neytendur þurfum að bera þær byrðar nánast ein og sér.“ Dæmi um fólk á „besta aldri“ í skuldavanda vegna smálána Breki segir hækkunina koma harðast niður á þeim sem síst skyldi, og að nýr hópur leiti nú í síauknum mæli til Neytendasamtakanna. „Það er hópur fólks á besta aldri, á aldrinum 60 til 70 ára. Fólk sem á eignir en hefur komið sér í miklar skammtímaskuldir vegna þess að það er að reyna brúa bilið. Það nær ekki að borga af lánunum sínum og tekur smálán til þess að brúa það bil,“ segir Breki. Smám saman fari boltinn að rúlla og mjög erfitt geti reynst að vinda ofan af vandanum. „Þetta eru allt upp í átta milljóna króna smálánaskuldir sem fólk hefur safnað hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og er í verulegum vanda. Það sér jafnvel fram á að þurfa selja ofan af sér og fara á leigumarkað.“ Hann hvetur fólk til að leita sér aðstoðar fyrr en síðar. „Ekki bíða ef þú telur að þú þurfir á hjálp að halda. Það er hægt að leita til okkar hjá Neytendasamtökunum, Umboðsmanns skuldara eða annarra samtaka sem hjálpa fólki í vandræðum,“ segir Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna.“
Verðlag Seðlabankinn Neytendur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira