Gylfi Þór með munnlegt samkomulag við Lyngby Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 13:05 Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags Vísir/Getty Íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Gylfi Þór Sigurðsson, hefur gert munnlegt samkomulag við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Frá þessu er greint á heimasíðu danska úrvalsdeildarfélagsins í dag og er þar sagt að ef allt gangi vel muni Gylfi Þór verða leikmaður félagsins í nánustu framtíð. Gylfi er mættur til Danmerkur þar sem að hann æfir nú þessa dagana. „Við höfum átt virkt samtal við Gylfa undanfarnar tvær vikur og í gegnum það samtal höfum við fundið vilja hjá Gylfa til þess að verða leikmaður Lyngby,“ segir Nicklas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby. STATUS PÅ LYNGBY BOLDKLUBS DIALOG MED GYLFI SIGURDSSON Historierne om Lyngby Boldklub og Gylfi Sigurdsson har efterhånden floreret længe i medierne, hvorfor vi her giver en status på hele situationen.Læs mere her https://t.co/MQWfAClFCzFoto: https://t.co/Gp99VaNUMP pic.twitter.com/BWwb2JQdEP— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 25, 2023 Kjeldsen segir óvanalegt fyrir félagið að tjá sig svona um málefni leikmanns þegar félagsskipti hafa ekki gengið í gegn. „En við finnum fyrir miklum jákvæðum áhuga. Bæði frá fjölmiðlum, stuðningsmönnum og styrktaraðilum og erum ánægð með það.“ Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og hann greindi frá því í viðtali á dögunum að það væru helmingslíkur á því að Gylfi myndi semja við félagið. „Ég myndi segja að líkurnar væru 50/50,“ sagði Freyr sem vildi ekki fara nánar út í viðræðurnar. „Ég get ekki farið í nein smáatriði en við höfum sett saman plan og ef það gengur upp er raunhæft að Gylfi Þór verði leikmaður Lyngby.“ Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Danski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu danska úrvalsdeildarfélagsins í dag og er þar sagt að ef allt gangi vel muni Gylfi Þór verða leikmaður félagsins í nánustu framtíð. Gylfi er mættur til Danmerkur þar sem að hann æfir nú þessa dagana. „Við höfum átt virkt samtal við Gylfa undanfarnar tvær vikur og í gegnum það samtal höfum við fundið vilja hjá Gylfa til þess að verða leikmaður Lyngby,“ segir Nicklas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby. STATUS PÅ LYNGBY BOLDKLUBS DIALOG MED GYLFI SIGURDSSON Historierne om Lyngby Boldklub og Gylfi Sigurdsson har efterhånden floreret længe i medierne, hvorfor vi her giver en status på hele situationen.Læs mere her https://t.co/MQWfAClFCzFoto: https://t.co/Gp99VaNUMP pic.twitter.com/BWwb2JQdEP— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 25, 2023 Kjeldsen segir óvanalegt fyrir félagið að tjá sig svona um málefni leikmanns þegar félagsskipti hafa ekki gengið í gegn. „En við finnum fyrir miklum jákvæðum áhuga. Bæði frá fjölmiðlum, stuðningsmönnum og styrktaraðilum og erum ánægð með það.“ Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og hann greindi frá því í viðtali á dögunum að það væru helmingslíkur á því að Gylfi myndi semja við félagið. „Ég myndi segja að líkurnar væru 50/50,“ sagði Freyr sem vildi ekki fara nánar út í viðræðurnar. „Ég get ekki farið í nein smáatriði en við höfum sett saman plan og ef það gengur upp er raunhæft að Gylfi Þór verði leikmaður Lyngby.“ Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála.
Danski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira