Grindavík skoraði sjö og felldi Ægi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 22:46 Njarðvík og Grindavík unnu örugga sigra í kvöld. Njarðvík Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna. Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Í Grindavík voru Ægismenn í heimsókn og snemma var ljóst að heimamenn myndu hirða öll þrjú stigin. Kristófer Konráðsson skoraði eftir stundarfjórðung og tíu mínútum síðar bætti Dagur Ingi Hammer Gunnarsson við marki, staðan 2-0 í hálfleik. Dagur Ingi bætti við þriðja marki Grindavíkur í upphafi síðari hálfleiks og Óskar Örn Hauksson því fjórða aðeins mínútu síðar. Brynjólfur Þór Eyþórsson minnkaði muninn fyrir gestina en Edi Horvat kom Grindavík í 5-1. Dimitrije Cokic minnkaði muninn í 5-2 áður en Dagur Austman og Edi Horvat skoraðu tvö fyrir Grindavík, lokatölur 7-2. Hlynur Sævar Jónsson skoraði eina mark ÍA í 1-0 sigri á Selfyssingum. Arnleifur Hjörleifsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Skagamanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en gestunum tókst ekki að nýta liðsmuninn. Njarðvík sótti þrjú stig á Akureyri. Rafael Victor, Gísli Maritn Sigurðsson og Oliver Keelart með mörkin. Þá gerðu Grótta og Þróttur R. jafntefli í leik þar sem gestirnir enduðu í raun á að nota þrjá markverði þar sem aðalmarkvörður liðsins meiddist í upphitun. Markvörður Þróttar meiðist í upphitun og varamarkvörðurinn meiðist eftir 7 mínútur og er borinn af velli. Markvörður 2. flokks kallaður til, nýmættur á Nesið og beint í markið #fotboltinet— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) August 25, 2023 Kristófer Orri Pétursson skoraði bæði mörk Gróttu á meðan Hlynur Þórhallsson og Jörgen Pettersen skoruðu mörk Þróttar. ÍA er nú jafnt toppliði Aftureldingar með 40 stig en Mosfellingar eiga leik til góða. Grindavík er í 6. sæti með 25 stig, Þór Ak. er sæti neðar með 24 stig, þar á eftir kemur Grótta með 23 líkt og Njarðvík sem er með verri markatölu. Þróttur er í 10. sæti með 20 stig, Selfoss þar fyrir neðan með jafn mörg stig en verri markatölu á meðan Ægir er með 9 stig á botninum. Í Lengjudeild kvenna nældi Fylkir í mikilvæg þrjú stig með 3-2 útisigri á Fram. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir og Tinna Harðardóttir með mörk Fylkis á meðan Þórey Björk Eyþórsdóttir og Breukelen Woodard skoruðu fyrir Fram. Fylkir er í 2. sæti með 32 stig, líkt og HK en betri markatölu. Fram er í 7. sæti með 18 stig. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Í Grindavík voru Ægismenn í heimsókn og snemma var ljóst að heimamenn myndu hirða öll þrjú stigin. Kristófer Konráðsson skoraði eftir stundarfjórðung og tíu mínútum síðar bætti Dagur Ingi Hammer Gunnarsson við marki, staðan 2-0 í hálfleik. Dagur Ingi bætti við þriðja marki Grindavíkur í upphafi síðari hálfleiks og Óskar Örn Hauksson því fjórða aðeins mínútu síðar. Brynjólfur Þór Eyþórsson minnkaði muninn fyrir gestina en Edi Horvat kom Grindavík í 5-1. Dimitrije Cokic minnkaði muninn í 5-2 áður en Dagur Austman og Edi Horvat skoraðu tvö fyrir Grindavík, lokatölur 7-2. Hlynur Sævar Jónsson skoraði eina mark ÍA í 1-0 sigri á Selfyssingum. Arnleifur Hjörleifsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Skagamanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en gestunum tókst ekki að nýta liðsmuninn. Njarðvík sótti þrjú stig á Akureyri. Rafael Victor, Gísli Maritn Sigurðsson og Oliver Keelart með mörkin. Þá gerðu Grótta og Þróttur R. jafntefli í leik þar sem gestirnir enduðu í raun á að nota þrjá markverði þar sem aðalmarkvörður liðsins meiddist í upphitun. Markvörður Þróttar meiðist í upphitun og varamarkvörðurinn meiðist eftir 7 mínútur og er borinn af velli. Markvörður 2. flokks kallaður til, nýmættur á Nesið og beint í markið #fotboltinet— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) August 25, 2023 Kristófer Orri Pétursson skoraði bæði mörk Gróttu á meðan Hlynur Þórhallsson og Jörgen Pettersen skoruðu mörk Þróttar. ÍA er nú jafnt toppliði Aftureldingar með 40 stig en Mosfellingar eiga leik til góða. Grindavík er í 6. sæti með 25 stig, Þór Ak. er sæti neðar með 24 stig, þar á eftir kemur Grótta með 23 líkt og Njarðvík sem er með verri markatölu. Þróttur er í 10. sæti með 20 stig, Selfoss þar fyrir neðan með jafn mörg stig en verri markatölu á meðan Ægir er með 9 stig á botninum. Í Lengjudeild kvenna nældi Fylkir í mikilvæg þrjú stig með 3-2 útisigri á Fram. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir og Tinna Harðardóttir með mörk Fylkis á meðan Þórey Björk Eyþórsdóttir og Breukelen Woodard skoruðu fyrir Fram. Fylkir er í 2. sæti með 32 stig, líkt og HK en betri markatölu. Fram er í 7. sæti með 18 stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira