Vassilis Kikilias, almannavarnaráðherra Grikklands segir að nokkrar tilraunir til íkveikja elda hafi verið gerðar, í samtali við BBC. Síðast á Parintha-fjalli, norðvestan Aþenu.
Kikilas segir að eldarnir ógni skógum, landsvæði og umfram allt mannslífum. „Þið eruð að fremja glæp gegn landinu okkar,“ segir Kikilas. „Þið komist ekki upp með það, þið verðið dregin til ábyrgðar.“
Gróðureldar loga enn á yfir hundrað stöðum í Grikklandi en tuttugu manns hið minnsta hafa hafa látið lífið í eldunum.
Talið er að um 380 ekrur hafi orðið eldunum að bráð í Evros-héraði en eldar loga víðar í landinu og tugþúsundir hafa meðal annars verið hvattir til að yfirgefa úthverfið Ano Liosia, norðvestur af Aþenu.
Íkveikjurnar eru í rannsókn hjá lögreglunni í Grikklandi. Talsmaður gríska ríkisins segir að 140 handtökur hafi átt sér stað í tengslum við eldana, þar af 79 tengdar íkveikjum.