Fjórir látnir eftir skotárás í Flórída Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2023 23:02 Íbúar í nágrenninu standa saman í hring og biðja fyrir fórnarlömbum árásarinnar. AP/John Raoux Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina. Donna Deegan, bæjarstjóri Jacksonville, greindi frá árásinni, sem átti sér stað inni í verslun Dollar General í bænum, í viðtali við fréttastofu WJXT. „Ein skotárás er of mikið en það er virkilega erfitt að takast á við þessar fjöldaskotárásir,“ sagði Deegan í viðtali. Ju'Coby Pittman, borgarstjórnarmeðlimur í Jacksonville, sagði við WJXT að skotmaðurinn væri dáinn en gat ekki gefið frekari upplýsingar. Borgaryfirvöld hafa greint frá því að blaðamannafundur hennar og sýslumanns verði haldinn á næstunni til að greina frá frekari upplýsingum um málið. Lögregluþjónar í Jacksonville girða af svæðið í grinum Dollar General-verslunina þar sem skotárásin átti sér stað.AP/John Raoux Grunsamlegur maður við bókasafnið Fjöldi lögregluþjóna er á svæðinu í nágrenni við Edward Waters háskóla (EWU) en að sögn sjónarvotta sást til grunsamlegs manns við skólann í kringum 12:45 að staðartíma. Maðurinn á að hafa farið bak við bókasafn skólans þar sem hann setti á sig skothelt vesti. Öryggisverðir skólans reyndu að hafa upp á manninum en tókst það ekki. Hann hafi síðan farið í verslunina. Heimildarmenn WJXT herma að foreldrar skotmannsins hafi tilkynnt sýslumanni Clay-sýslu um áætlanir hans eftir að þau fundu stefnuyfirlýsingu hans. Skólastjórnendur EWU hafa sagt nemendum skólans að halda sig inni í herbergjum sínum á meðan verið er að tryggja svæðið. Enginn tengdur skólanum hafi verið viðriðinn árásina, hvorki nemendur né starfsmenn. EWU CAMPUS SAFETY ALERT Stay Informed. Sign-up for Tiger Alerts at: https://t.co/qwxNPDu5II pic.twitter.com/OTgB29UaNA— Edward Waters University (@ewctigers) August 26, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Donna Deegan, bæjarstjóri Jacksonville, greindi frá árásinni, sem átti sér stað inni í verslun Dollar General í bænum, í viðtali við fréttastofu WJXT. „Ein skotárás er of mikið en það er virkilega erfitt að takast á við þessar fjöldaskotárásir,“ sagði Deegan í viðtali. Ju'Coby Pittman, borgarstjórnarmeðlimur í Jacksonville, sagði við WJXT að skotmaðurinn væri dáinn en gat ekki gefið frekari upplýsingar. Borgaryfirvöld hafa greint frá því að blaðamannafundur hennar og sýslumanns verði haldinn á næstunni til að greina frá frekari upplýsingum um málið. Lögregluþjónar í Jacksonville girða af svæðið í grinum Dollar General-verslunina þar sem skotárásin átti sér stað.AP/John Raoux Grunsamlegur maður við bókasafnið Fjöldi lögregluþjóna er á svæðinu í nágrenni við Edward Waters háskóla (EWU) en að sögn sjónarvotta sást til grunsamlegs manns við skólann í kringum 12:45 að staðartíma. Maðurinn á að hafa farið bak við bókasafn skólans þar sem hann setti á sig skothelt vesti. Öryggisverðir skólans reyndu að hafa upp á manninum en tókst það ekki. Hann hafi síðan farið í verslunina. Heimildarmenn WJXT herma að foreldrar skotmannsins hafi tilkynnt sýslumanni Clay-sýslu um áætlanir hans eftir að þau fundu stefnuyfirlýsingu hans. Skólastjórnendur EWU hafa sagt nemendum skólans að halda sig inni í herbergjum sínum á meðan verið er að tryggja svæðið. Enginn tengdur skólanum hafi verið viðriðinn árásina, hvorki nemendur né starfsmenn. EWU CAMPUS SAFETY ALERT Stay Informed. Sign-up for Tiger Alerts at: https://t.co/qwxNPDu5II pic.twitter.com/OTgB29UaNA— Edward Waters University (@ewctigers) August 26, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira