Hvetur eldra fólk og áhættuhópa til að þiggja bólusetningu í haust Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. ágúst 2023 12:33 Guðrún segir að mikil fjölgun hafi orðið Covid-smituðum einstaklingum undanfarnar vikur. Vísir/Arnar Undanfarnar vikur hefur orðið mikil fjölgun Covid smitaðra hér á landi. Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að grípa þurfi til aðgerða en hvetur eldra fólk og áhættuhópa til að þiggja bólusetningu vegna Covid í haust Ísland er ekki sér á báti hvað varðar fjölgun Covid-smitaðra undanfarið því sama er að gerast í löndunum í kring að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis. Einkenni veikindanna séu svipuð og áður. „Við höfum ekki séð nein merki um meiri veikindi, það er að segja, fleiri innlagnir eða alvarleika,“ segir Guðrún. Litlar líkur á aðgerðum Ekki séu miklar líkur á því að grípa þurfi til aðgerða. „Við ætlum að hvetja til að eldra fólk og áhættuhópar þiggi bólusetningu núna í haust en annars finnst mér ekki líklegt að það verði neinar aðrar aðgerðir.“ Fólk smitist nú af mismunandi afbrigðum Ómíkron sem séu fjölmörg. Innlögnum á sjúkrahúsum hafi þó ekki fjölgað vegna Covid. Sýkingar auki álag „Því miður hafa komið upp sýkingar á spítalanum bæði hjá sjúklingum og starfsfólki og það auðvitað eykur álagið og getur valdið fólki meiri erfiðleikum að fá slíkt ofan á aðra sjúkdóma sem það er með fyrir,“ segir Guðrún og bætir við að eldra fólk og áhættuhópar séu mestri hættu á að verða alvarlega veik af völdum Covid. „Það er þannig að því eldri sem þú ert því meiri er hættan á að verða alvarlega veikur og síðan er það fólk með undirliggjandi sjúkdóma yfirleitt langvinna sjúkdóma sérstaklega ónæmisbælingu, hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og fleira,“ segir hún jafnframt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Bólusetningar Tengdar fréttir Fjölgun Covid-19 smitaðra Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. 15. ágúst 2023 11:51 Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð. 11. júlí 2023 08:20 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Ísland er ekki sér á báti hvað varðar fjölgun Covid-smitaðra undanfarið því sama er að gerast í löndunum í kring að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis. Einkenni veikindanna séu svipuð og áður. „Við höfum ekki séð nein merki um meiri veikindi, það er að segja, fleiri innlagnir eða alvarleika,“ segir Guðrún. Litlar líkur á aðgerðum Ekki séu miklar líkur á því að grípa þurfi til aðgerða. „Við ætlum að hvetja til að eldra fólk og áhættuhópar þiggi bólusetningu núna í haust en annars finnst mér ekki líklegt að það verði neinar aðrar aðgerðir.“ Fólk smitist nú af mismunandi afbrigðum Ómíkron sem séu fjölmörg. Innlögnum á sjúkrahúsum hafi þó ekki fjölgað vegna Covid. Sýkingar auki álag „Því miður hafa komið upp sýkingar á spítalanum bæði hjá sjúklingum og starfsfólki og það auðvitað eykur álagið og getur valdið fólki meiri erfiðleikum að fá slíkt ofan á aðra sjúkdóma sem það er með fyrir,“ segir Guðrún og bætir við að eldra fólk og áhættuhópar séu mestri hættu á að verða alvarlega veik af völdum Covid. „Það er þannig að því eldri sem þú ert því meiri er hættan á að verða alvarlega veikur og síðan er það fólk með undirliggjandi sjúkdóma yfirleitt langvinna sjúkdóma sérstaklega ónæmisbælingu, hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og fleira,“ segir hún jafnframt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Bólusetningar Tengdar fréttir Fjölgun Covid-19 smitaðra Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. 15. ágúst 2023 11:51 Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð. 11. júlí 2023 08:20 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Fjölgun Covid-19 smitaðra Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. 15. ágúst 2023 11:51
Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð. 11. júlí 2023 08:20