Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 19:35 Óskar Hrafn Þorvaldsson Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. „Við ákváðum bara að undirbúa okkur á Kópavogsvelli. Það er stutt síðan við komum heim frá Norður-Makedóníu og okkur fannst bara mikilvægt að eyða tíma þar,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson fyrir leik um þá ákvörðun að mæta í Víkina svona stuttu fyrir leik. Breiðablik vildi að leiknum yrði frestað eins og frægt er orðið en fengu neitun frá KSÍ. Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu og því var erfitt að finna dagsetningu sem hentaði. „Já, auðvitað,“ sagði Óskar Hrafn þegar Gunnlaugur spurði hvort hann væri ósáttur við að leiknum skyldi ekki vera frestað. „Við reyndum að fá þessum leik frestað. Við höfum ekki beðið um mikið í þessari törn sem hefur verið. Við mættum ekki skilningi frá KSÍ og þeir báru fyrir sig óþægindi fyrir önnur lið með því að það þyrfti að færa og lengja mótið.“ „Síðan að Víkingur myndi ekki vilja spila í landsleikahléi, jafnvel þó það liggi fyrir að bæði lið missi leikmenn í sömu landslið. Við og Víkingur í færeyska A-landsliðið og við og Víkingur í U-21 árs landsliðið. Þá vildu þeir ekki spila og bara ekkert mál. Ég verð að bera virðingu fyrir því og það er ákvörðun Víkinga. Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í, þeir hafa unnið eitt einvígi á síðustu þremur árum í Evrópu. Þannig að ég hef fullan skilning á því.“ Breiðablik stillir upp mikið breyttu liði og í byrjunarliðinu er að finna leikmenn sem lítið hafa spilað í sumar. „Ég stilli kannski upp þar sem eru nokkrir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og nokkrir leikmenn sem hafa spilað minna en aðrir. Auðvitað þurfum við bara að hugsa um það að við vorum í löngu ferðalagi á föstudaginn og þetta var mjög erfiður leikur á fimmtudag. Menn eru orðnir mjög laskaðir og sumir meiddir.“ „Okkur var nauðugur einn sá kostur að breyta miklu en við erum með orkumikið og ungt lið og lið sem á að geta hlaupið með Víkingunum. Það er það sem við þurfum að gera í kvöld.“ Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
„Við ákváðum bara að undirbúa okkur á Kópavogsvelli. Það er stutt síðan við komum heim frá Norður-Makedóníu og okkur fannst bara mikilvægt að eyða tíma þar,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson fyrir leik um þá ákvörðun að mæta í Víkina svona stuttu fyrir leik. Breiðablik vildi að leiknum yrði frestað eins og frægt er orðið en fengu neitun frá KSÍ. Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu og því var erfitt að finna dagsetningu sem hentaði. „Já, auðvitað,“ sagði Óskar Hrafn þegar Gunnlaugur spurði hvort hann væri ósáttur við að leiknum skyldi ekki vera frestað. „Við reyndum að fá þessum leik frestað. Við höfum ekki beðið um mikið í þessari törn sem hefur verið. Við mættum ekki skilningi frá KSÍ og þeir báru fyrir sig óþægindi fyrir önnur lið með því að það þyrfti að færa og lengja mótið.“ „Síðan að Víkingur myndi ekki vilja spila í landsleikahléi, jafnvel þó það liggi fyrir að bæði lið missi leikmenn í sömu landslið. Við og Víkingur í færeyska A-landsliðið og við og Víkingur í U-21 árs landsliðið. Þá vildu þeir ekki spila og bara ekkert mál. Ég verð að bera virðingu fyrir því og það er ákvörðun Víkinga. Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í, þeir hafa unnið eitt einvígi á síðustu þremur árum í Evrópu. Þannig að ég hef fullan skilning á því.“ Breiðablik stillir upp mikið breyttu liði og í byrjunarliðinu er að finna leikmenn sem lítið hafa spilað í sumar. „Ég stilli kannski upp þar sem eru nokkrir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og nokkrir leikmenn sem hafa spilað minna en aðrir. Auðvitað þurfum við bara að hugsa um það að við vorum í löngu ferðalagi á föstudaginn og þetta var mjög erfiður leikur á fimmtudag. Menn eru orðnir mjög laskaðir og sumir meiddir.“ „Okkur var nauðugur einn sá kostur að breyta miklu en við erum með orkumikið og ungt lið og lið sem á að geta hlaupið með Víkingunum. Það er það sem við þurfum að gera í kvöld.“
Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira