Dauðar kindur rekur á land: „Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. ágúst 2023 13:53 Hræ dýranna reka á land við fiskeldið. Sveinn Viðarsson Eigandi fiskeldis í Vatnsfirði segir að fimm kindur hafi drepist og rekið á land á einni viku. Þá sé mikill ágangur af fé frá nágrannabæ. Eigandi kindanna segir slæmt að ekki sé látið vita af kindum í hættu og að eiganda fiskeldisins sé frjálst að girða sig af. „Þetta er hérna fyrir framan hjá okkur þar sem krakkarnir eru að leika sér. Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni,“ segir Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði, á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann rekur fiskeldi en heldur engar kindur á bænum. Sveinn segist hafa séð um fimm kindur reka á land, sumar reki aftur út á sjó en aðrar liggi og úldni í fjörunni. „Í svona hita úldnar þetta alveg um leið og það verður ægileg pest af þessu,“ segir hann. Að sögn Sveins eru sker sem teygja sig langt út á sjó, fjaran sé löng með þarabeltum. Hvergi sé sjávarfallahæð, það er munurinn á flóði og fjöru, meiri en á þessu svæði. „Þetta er kannski hálfur kílómetri eða lengra og það fellur hratt að. Þetta er svo flatt. Þær lenda í sjálfheldu þarna. Þær stökkva út í og svo þegar það flæðir inn í eyrun á þeim missa þær áttirnar,“ segir Sveinn. Sveinn segist ekki ætla að fara leggja sig í hættu til að reyna að bjarga þessum kindum. Hann telji það heldur ekki vera í sínum verkahring. Ágangsfé étur blómin Ofan á þetta þá hafi verið mikill ágangur af sauðfé í sumar. Heitt og vatnslaust hafi verið og féð hafi því sótt í tjarnir við fiskeldið og í garða og étið öll blóm. Bað hann sveitarfélagið Vesturbyggð um að smala fénu en því var hafnað og bendir á að eigandi kindanna sitji í nefndum sveitarfélagsins. Einnig hefur hann tilkynnt málið til Matvælastofnunar en ekki fengið svör. Slæmt ef fólk tilkynni ekki dýr í háska Jóhann Pétur Ágústsson, á Brjánslæk, segist eiga féð sem Sveinn sá reka í fjöruna. Eða að minnsta kosti það sem hann hefur séð ljósmyndir af. Hann segist ekki vita hversu margar kindur hann hafi misst í sjóinn undanfarið. Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975.Vísir/Vilhelm „Féð gengur í úthaga allt sumarið og í innfjörðum Breiðafjarðar er flæðihætta víða,“ segir Jóhann Pétur. „Það er farið að stækka straum núna og þá eykst sá möguleiki að það geti verið flæðihætta. Ég veit ekki af hverju þetta er svona áberandi á þessum eina stað.“ Hann segir slæmt að fólk láti ekki vita þegar það verði vart við dýr í háska, heldur fylgist með þeim drepast. „Við fáum oft hringingar frá fólki sem sér eitthvað svona og við getum þá brugðist við. En ef fólk fylgist með þessu til að geta tekið af þessu myndir þá er það svolítið slæmt,“ segir Jóhann. Fólki frjálst að girða sig af Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975. Jóhann segir að þótt hluti Brjánslækjarjarðarinnar hafi farið undir friðland hafi allar nytjar jarðarinnar haldist óbreyttar. Þar á meðal öll beit. Hann segir að fiskeldið sé staðsett á tveggja hektara lóð sem hægt sé að girða af. „Þetta er lóð sem er sett í miðju landbúnaðarlandi. Fólki er frjálst að girða sig af,“ segir hann. Landbúnaður Vesturbyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. 21. júlí 2023 07:45 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Þetta er hérna fyrir framan hjá okkur þar sem krakkarnir eru að leika sér. Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni,“ segir Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði, á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann rekur fiskeldi en heldur engar kindur á bænum. Sveinn segist hafa séð um fimm kindur reka á land, sumar reki aftur út á sjó en aðrar liggi og úldni í fjörunni. „Í svona hita úldnar þetta alveg um leið og það verður ægileg pest af þessu,“ segir hann. Að sögn Sveins eru sker sem teygja sig langt út á sjó, fjaran sé löng með þarabeltum. Hvergi sé sjávarfallahæð, það er munurinn á flóði og fjöru, meiri en á þessu svæði. „Þetta er kannski hálfur kílómetri eða lengra og það fellur hratt að. Þetta er svo flatt. Þær lenda í sjálfheldu þarna. Þær stökkva út í og svo þegar það flæðir inn í eyrun á þeim missa þær áttirnar,“ segir Sveinn. Sveinn segist ekki ætla að fara leggja sig í hættu til að reyna að bjarga þessum kindum. Hann telji það heldur ekki vera í sínum verkahring. Ágangsfé étur blómin Ofan á þetta þá hafi verið mikill ágangur af sauðfé í sumar. Heitt og vatnslaust hafi verið og féð hafi því sótt í tjarnir við fiskeldið og í garða og étið öll blóm. Bað hann sveitarfélagið Vesturbyggð um að smala fénu en því var hafnað og bendir á að eigandi kindanna sitji í nefndum sveitarfélagsins. Einnig hefur hann tilkynnt málið til Matvælastofnunar en ekki fengið svör. Slæmt ef fólk tilkynni ekki dýr í háska Jóhann Pétur Ágústsson, á Brjánslæk, segist eiga féð sem Sveinn sá reka í fjöruna. Eða að minnsta kosti það sem hann hefur séð ljósmyndir af. Hann segist ekki vita hversu margar kindur hann hafi misst í sjóinn undanfarið. Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975.Vísir/Vilhelm „Féð gengur í úthaga allt sumarið og í innfjörðum Breiðafjarðar er flæðihætta víða,“ segir Jóhann Pétur. „Það er farið að stækka straum núna og þá eykst sá möguleiki að það geti verið flæðihætta. Ég veit ekki af hverju þetta er svona áberandi á þessum eina stað.“ Hann segir slæmt að fólk láti ekki vita þegar það verði vart við dýr í háska, heldur fylgist með þeim drepast. „Við fáum oft hringingar frá fólki sem sér eitthvað svona og við getum þá brugðist við. En ef fólk fylgist með þessu til að geta tekið af þessu myndir þá er það svolítið slæmt,“ segir Jóhann. Fólki frjálst að girða sig af Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975. Jóhann segir að þótt hluti Brjánslækjarjarðarinnar hafi farið undir friðland hafi allar nytjar jarðarinnar haldist óbreyttar. Þar á meðal öll beit. Hann segir að fiskeldið sé staðsett á tveggja hektara lóð sem hægt sé að girða af. „Þetta er lóð sem er sett í miðju landbúnaðarlandi. Fólki er frjálst að girða sig af,“ segir hann.
Landbúnaður Vesturbyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. 21. júlí 2023 07:45 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. 21. júlí 2023 07:45
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50