Hinata Miyazawa skoraði fimm mörk á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þar sem Japan komst í átta liða úrslit. Hún fékk gullskóinn sem er veittur markahæsta leikmanni mótsins.
Hin 23 ára Miyazawa leikur með MyNavi Sendai í heimalandinu en samkvæmt nikkansports er hún á leið til Liverpool.
World Cup Golden Boot winner Hinata Miyazawa is set to sign for Liverpool, per @nikkansports pic.twitter.com/GeDBBVSPLa
— Women s Transfer News (@womenstransfer) August 29, 2023
Liverpool endaði í 7. sæti ensku deildarinnar á síðasta tímabili. Rauði herinn fékk 23 stig í 22 leikjum.
Miyazawa hefur leikið 28 landsleiki fyrir Japan og skorað níu mörk.