Ofurmáni blátt á himni skín Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 20:01 Tunglið verður í sínum hefðbundna lit á aðfararnótt fimmtudags þó að það sé nefnt blátt tungl. Nafngiftin stafar af því að það verður annað fulla tungl mánaðarins. Vísir/Vilhelm Fullt tungl sem verður síðustu nótt ágústmánaðar verður svokallaður blár ofurmáni. Þrátt fyrir nafnið verður tunglið þó hvorki blátt á lit né búið neins konar ofurkröftum. Tunglið verður fullt klukkan 1:35 aðfararnótt fimmtudagsins 31. ágúst. Það verður svokallaður ofurmáni vegna þess að tunglið verður í jarðnánd. Ofurmáni er það kallað þegar tunglið er innan við níutíu prósent af minnstu fjarlægð þess frá jörðinni. Fjarlægðin á milli hnattanna tveggja er ekki stöðug vegna þess að braut tunglsins um jörðina er sporöskjulaga. Tunglið þarf að vera innan við 367.607 kílómetra fjarlægð frá miðju jarðarinnar til þess að teljast ofurmáni, að því er kemur fram í grein á Stjörnufræðivefnum. Ofurmánar eru ekki sérlega óvanalegir viðburðir. Þeir endurtaka sig á rétt rúmlega árs fresti en þá koma þrír til fjórar ofurmánar í röð af 12-13 mögulegum fullum tunglum. Fulla tunglið 31. ágúst verður þriðji ofurmáni ársins af fjórðum. Það gerðist 2. júlí og 1. ágúst og gerist aftur 28. september. Ekkert er sérstaklega „ofur“ við mánann. Þó að ofurmáni sé sjö prósent breiðari og fimmtán prósent bjartari en fullt tungl er að meðaltali er munurinn varla sjáanlegur. Nú vill svo til að ofurmáninn í vikunni er annað fulla tungl mánaðarins. Þegar tvö full tungl ber upp í sama mánuði er það seinna stundum nefnt blátt tungl. Það hefur þó ekkert með litbrigði tunglsins að gera. Tunglið verður fullt á 29,5 daga fresti. Á um það bil tveggja og hálfs árs fresti verða þrettán full tungl á sama ári. Tunglið Geimurinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Tunglið verður fullt klukkan 1:35 aðfararnótt fimmtudagsins 31. ágúst. Það verður svokallaður ofurmáni vegna þess að tunglið verður í jarðnánd. Ofurmáni er það kallað þegar tunglið er innan við níutíu prósent af minnstu fjarlægð þess frá jörðinni. Fjarlægðin á milli hnattanna tveggja er ekki stöðug vegna þess að braut tunglsins um jörðina er sporöskjulaga. Tunglið þarf að vera innan við 367.607 kílómetra fjarlægð frá miðju jarðarinnar til þess að teljast ofurmáni, að því er kemur fram í grein á Stjörnufræðivefnum. Ofurmánar eru ekki sérlega óvanalegir viðburðir. Þeir endurtaka sig á rétt rúmlega árs fresti en þá koma þrír til fjórar ofurmánar í röð af 12-13 mögulegum fullum tunglum. Fulla tunglið 31. ágúst verður þriðji ofurmáni ársins af fjórðum. Það gerðist 2. júlí og 1. ágúst og gerist aftur 28. september. Ekkert er sérstaklega „ofur“ við mánann. Þó að ofurmáni sé sjö prósent breiðari og fimmtán prósent bjartari en fullt tungl er að meðaltali er munurinn varla sjáanlegur. Nú vill svo til að ofurmáninn í vikunni er annað fulla tungl mánaðarins. Þegar tvö full tungl ber upp í sama mánuði er það seinna stundum nefnt blátt tungl. Það hefur þó ekkert með litbrigði tunglsins að gera. Tunglið verður fullt á 29,5 daga fresti. Á um það bil tveggja og hálfs árs fresti verða þrettán full tungl á sama ári.
Tunglið Geimurinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira