Sóttu eldisstjóra til Færeyja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2023 10:18 Heðin N. Joensen er á leiðinni til Íslands. Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa. Heðin, sem hefur störf á föstudag, hefur undanfarin átta ár starfað sem framleiðslustjóri Hiddenfjord í Færeyjum. Á árunum 2004 til 2015 var hann vinnslustjóri Kaldbaks í Færeyjum og hafði þar umsjón með vörumerkinu Viking Seafood, sem síðar varð Bakkafrost, og framleiðslu silungs og lax. Þar á undan starfaði Heðin fyrir Smoltstöðina í Svínoy þar sem hann hafði umsjón með ferskvatnseldi um sex ára skeið. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, segist í tilkynningu gríðarlega ánægður með ráðningu Heðins. „Það er stórt skref fyrir okkur að fá jafn reynslumikinn aðila og hann til starfa. Við bindum miklar vonir við að hann muni leggja mikið til í þeim vexti sem félagið stefnir að á næstu árum. Hann hefur átt stóran þátt í þeim góða árangri sem Hiddenfjord í Færeyjum hefur náð, en það er eitt frambærilegasta laxeldisfyrirtækið í Færeyjum að okkar mati. Við hjá First Water gerum okkur grein fyrir því að mannauðurinn er eitt það allra verðmætasta sem félag eins og okkar getur átt og Heðin verður lykilþáttur í þeirri þekkingu sem við erum að byggja upp innan félagsins,“ segir Eggert. First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. „Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Félagið hefur lokið umhverfismati og hefur öðlast öll leyfi til að ala árlega um 8 þúsund tonn af laxi,“ segir í tilkynningunni. Markmið félagsins sé að framleiðslugeta þess verði á endanum um 43 þúsund tonn á ári. Meðal hluthafa First Water eru frumkvöðlar, stjórnendur og starfsmenn, auk fjárfesta. Stærsti hluthafi First Water er fjárfestingafélagið Stoðir hf. með 40% hlut. Fiskeldi Vistaskipti Færeyjar Hveragerði Ölfus Landeldi Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Heðin, sem hefur störf á föstudag, hefur undanfarin átta ár starfað sem framleiðslustjóri Hiddenfjord í Færeyjum. Á árunum 2004 til 2015 var hann vinnslustjóri Kaldbaks í Færeyjum og hafði þar umsjón með vörumerkinu Viking Seafood, sem síðar varð Bakkafrost, og framleiðslu silungs og lax. Þar á undan starfaði Heðin fyrir Smoltstöðina í Svínoy þar sem hann hafði umsjón með ferskvatnseldi um sex ára skeið. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, segist í tilkynningu gríðarlega ánægður með ráðningu Heðins. „Það er stórt skref fyrir okkur að fá jafn reynslumikinn aðila og hann til starfa. Við bindum miklar vonir við að hann muni leggja mikið til í þeim vexti sem félagið stefnir að á næstu árum. Hann hefur átt stóran þátt í þeim góða árangri sem Hiddenfjord í Færeyjum hefur náð, en það er eitt frambærilegasta laxeldisfyrirtækið í Færeyjum að okkar mati. Við hjá First Water gerum okkur grein fyrir því að mannauðurinn er eitt það allra verðmætasta sem félag eins og okkar getur átt og Heðin verður lykilþáttur í þeirri þekkingu sem við erum að byggja upp innan félagsins,“ segir Eggert. First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. „Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Félagið hefur lokið umhverfismati og hefur öðlast öll leyfi til að ala árlega um 8 þúsund tonn af laxi,“ segir í tilkynningunni. Markmið félagsins sé að framleiðslugeta þess verði á endanum um 43 þúsund tonn á ári. Meðal hluthafa First Water eru frumkvöðlar, stjórnendur og starfsmenn, auk fjárfesta. Stærsti hluthafi First Water er fjárfestingafélagið Stoðir hf. með 40% hlut.
Fiskeldi Vistaskipti Færeyjar Hveragerði Ölfus Landeldi Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira