Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen skrifar 31. ágúst 2023 13:30 Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið. Íþróttaiðkun getur þó verið kostnaðarsöm. Foreldrar og forráðamenn greiða æfingagjöld auk þess sem annar kostnaður fellur til líkt og kaup á viðeigandi búnaði, keppnis- og/eða æfingaferðir til að tryggja að börn þeirra eflist áfram í þeirri íþrótt sem það kýs. Af augljósum ástæðum hafa ríkið og sveitarfélög reynt að styrkja áframhaldandi iðkun barna og ungmenna, en kostnaður fjölskyldna er þó alltaf til staðar. Öll viljum við að börn og ungmenni geti stundað sína íþrótt eða tómstund óháð efnahag eða búsetu. Íþróttaferðir um landið Staðsetning íþróttamóta barna og ungmenna dreifist um allt land. Hlutfallslega eiga þau þó flest sér stað innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta á við um flestar íþróttir hvort sem um er að ræða fótbolta, handbolta, sund, körfubolta o.s.frv. Margar þessar íþróttaferðir kosta sitt, og aðstæður fjölskyldna eru mismunandi. Þá á það sérstaklega við um fjölskyldur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem ungmenni ferðast reglulega vegna íþróttaiðkunar sinnar. Þessi kostnaður vindur oft upp á sig og getur reynst íþyngjandi. Sem dæmi kostar keppnisferð ungrar stúlku frá Akureyri til Reykjavíkur um 30.000 kr. og geta ferðirnar verið allt að 5-7 yfir keppnistímabilið, jafnvel fleiri. Rannsóknir á íþróttastarfi víða um heim hafa sýnt að íslensk lið keppa sjaldnar miðað við það sem tíðkast í öðrum löndum. Til að tryggja samkeppnishæfni á alþjóðarskala er stefna sérsambandanna nú orðin sú að fjölga leikjum og lengja keppnistímabil í samræmi við það sem tíðkast erlendis. Þetta er ánægjuleg þróun og mun efla ungmennin okkar enn frekar í sinni iðkun. Hins vegar fylgir þessu gríðarlegur kostnaður en sem dæmi hafa KSÍ og HSÍ fjölgað leikjum um allt að sjö á hverju tímabili. Frekari útvíkkun Loftbrúarinnar Með tilkomu Loftbrúarinnar var fólki sem býr á landsbyggðinni gert kleift að sækja höfuðborgarsvæðið heim á lægri fluggjöldum en ella með veitingu 40% afsláttar af fargjaldi fyrir áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Með því bættist aðgengi landsbyggðar að miðlægri þjónustu í höfuðborginni til muna. En eru fleiri tækifæri falin í Loftbrúnni? Undirrituð vill sjá úrræðið útvíkkað frekar á þann veg að Loftbrúin verði nýtt til handa íþróttafólki til að lækka þann kostnað sem felst í íþróttaferðum barna og ungmenna sem skilar sér í lægri ferða- og keppniskostnaði barnsins, fjölskyldunni í hag, ásamt styttri ferðatíma og auknu öryggi iðkenda. Þannig stuðlum við að því að fleiri geti sótt slíkar ferðir og náð frekari árangri á sínu sviði. Styrkjum jákvæð áhrif Við í Framsókn höfum ávallt talað fyrir mikilvægi þess að íþrótta- og tómstundariðkun sé aðgengileg öllum börnum og ungmennum óháð búsetu, fjárhag eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, enda er hún mikilvægur þáttur í þroska og uppvexti þeirra. Með frekari útvíkkun Loftbrúar í þágu barna og ungmenna sem ferðast um landið til að keppa höldum við áfram að styðja við það frábæra starf sem á sér stað innan íþróttafélaganna okkar. Fjárfesting í íþróttastarfi barna og ungmenna er fjárfesting í forvörnum, heilsueflingu og félagslegum þroska þeirra. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Íþróttir barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið. Íþróttaiðkun getur þó verið kostnaðarsöm. Foreldrar og forráðamenn greiða æfingagjöld auk þess sem annar kostnaður fellur til líkt og kaup á viðeigandi búnaði, keppnis- og/eða æfingaferðir til að tryggja að börn þeirra eflist áfram í þeirri íþrótt sem það kýs. Af augljósum ástæðum hafa ríkið og sveitarfélög reynt að styrkja áframhaldandi iðkun barna og ungmenna, en kostnaður fjölskyldna er þó alltaf til staðar. Öll viljum við að börn og ungmenni geti stundað sína íþrótt eða tómstund óháð efnahag eða búsetu. Íþróttaferðir um landið Staðsetning íþróttamóta barna og ungmenna dreifist um allt land. Hlutfallslega eiga þau þó flest sér stað innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta á við um flestar íþróttir hvort sem um er að ræða fótbolta, handbolta, sund, körfubolta o.s.frv. Margar þessar íþróttaferðir kosta sitt, og aðstæður fjölskyldna eru mismunandi. Þá á það sérstaklega við um fjölskyldur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem ungmenni ferðast reglulega vegna íþróttaiðkunar sinnar. Þessi kostnaður vindur oft upp á sig og getur reynst íþyngjandi. Sem dæmi kostar keppnisferð ungrar stúlku frá Akureyri til Reykjavíkur um 30.000 kr. og geta ferðirnar verið allt að 5-7 yfir keppnistímabilið, jafnvel fleiri. Rannsóknir á íþróttastarfi víða um heim hafa sýnt að íslensk lið keppa sjaldnar miðað við það sem tíðkast í öðrum löndum. Til að tryggja samkeppnishæfni á alþjóðarskala er stefna sérsambandanna nú orðin sú að fjölga leikjum og lengja keppnistímabil í samræmi við það sem tíðkast erlendis. Þetta er ánægjuleg þróun og mun efla ungmennin okkar enn frekar í sinni iðkun. Hins vegar fylgir þessu gríðarlegur kostnaður en sem dæmi hafa KSÍ og HSÍ fjölgað leikjum um allt að sjö á hverju tímabili. Frekari útvíkkun Loftbrúarinnar Með tilkomu Loftbrúarinnar var fólki sem býr á landsbyggðinni gert kleift að sækja höfuðborgarsvæðið heim á lægri fluggjöldum en ella með veitingu 40% afsláttar af fargjaldi fyrir áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Með því bættist aðgengi landsbyggðar að miðlægri þjónustu í höfuðborginni til muna. En eru fleiri tækifæri falin í Loftbrúnni? Undirrituð vill sjá úrræðið útvíkkað frekar á þann veg að Loftbrúin verði nýtt til handa íþróttafólki til að lækka þann kostnað sem felst í íþróttaferðum barna og ungmenna sem skilar sér í lægri ferða- og keppniskostnaði barnsins, fjölskyldunni í hag, ásamt styttri ferðatíma og auknu öryggi iðkenda. Þannig stuðlum við að því að fleiri geti sótt slíkar ferðir og náð frekari árangri á sínu sviði. Styrkjum jákvæð áhrif Við í Framsókn höfum ávallt talað fyrir mikilvægi þess að íþrótta- og tómstundariðkun sé aðgengileg öllum börnum og ungmennum óháð búsetu, fjárhag eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, enda er hún mikilvægur þáttur í þroska og uppvexti þeirra. Með frekari útvíkkun Loftbrúar í þágu barna og ungmenna sem ferðast um landið til að keppa höldum við áfram að styðja við það frábæra starf sem á sér stað innan íþróttafélaganna okkar. Fjárfesting í íþróttastarfi barna og ungmenna er fjárfesting í forvörnum, heilsueflingu og félagslegum þroska þeirra. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun