Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 19:20 Óskar Hrafn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. „Hún er bara mjög öflug, ég verð að segja það. Erfitt að færa það í orð hvernig manni líður núna. Ég sagði að þegar við urðum Íslandsmeistarar í fyrra að það væri öflug tilfinning, öflugri en ég hefði kynnst áður í íþróttum. Þetta er samt enn öflugra, kannski af því við gerðum þetta í sófanum undir stúkunni í fyrra en núna vorum við á vellinum með fólkinu okkar, var aðeins raunverulegra,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Tilfinningin að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert í íslenskum fótbolta er gríðarlega öflug. Stoltið sem býr í brjósti manns, að fá að þjálfa þetta lið og þessa leikmenn. Allt fólkið í kringum liðið, að við séum að upplifa þetta – að fara inn í sex leiki sem taka enda í fyrsta lagi 14. desember. Bara að hafa stigið þetta skref, töluðum um það fyrir leikinn að við værum fyrir utan þröskuldinn og það væri undir okkur komið hvort við myndum stíga inn fyrir dyrnar. Við gerðum það svo sannarlega.“ Mikið af leikmönnum Breiðabliks hafa verið með liðinu síðan Óskar Hrafn tók við árið 2020. Hann var spurður út í vegferðina. „Spiluðum við Norrköping í byrjun febrúar 2020, fyrir Covid-19. Töpuðum 4-2, gerðum fjögur klaufamistök. Fylgdum því svo eftir í Þrándheimi þar sem var pínulítið gert grín að okkur fyrir að reyna spila fótbolta, vorum 4-0 undir í hálfleik og allt í skrúfunni. Leit ekkert sérstaklega vel út en einhvern veginn töldum við að þetta væri fyrsta skrefið á einhverri ferð, þessi ferð er allavega komin hingað.“ Óskar Hrafn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Margir af þessum leikmönnum búnir að leggja gríðarlega mikið á sig og líka bara að vera klárir í að umvefja og þora að stíga út fyrir þægindarammann, þora að gera mistök, þora að líta illa út. Kannski má segja, ef ég má vera ljóðrænn, að þessi árangur er óður til hugrekkisins. Óður til þess að þegar þú gerir mistök þá skipta þau þannig séð engu máli. Það skiptir máli hvernig þú stígur upp eftir þau og að þú þorir að fara út fyrir þægindarammann. Ef þú stígur ekki út fyrir hann eru engar líkur á að þú takir neinum framförum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu. Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sjá meira
„Hún er bara mjög öflug, ég verð að segja það. Erfitt að færa það í orð hvernig manni líður núna. Ég sagði að þegar við urðum Íslandsmeistarar í fyrra að það væri öflug tilfinning, öflugri en ég hefði kynnst áður í íþróttum. Þetta er samt enn öflugra, kannski af því við gerðum þetta í sófanum undir stúkunni í fyrra en núna vorum við á vellinum með fólkinu okkar, var aðeins raunverulegra,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Tilfinningin að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert í íslenskum fótbolta er gríðarlega öflug. Stoltið sem býr í brjósti manns, að fá að þjálfa þetta lið og þessa leikmenn. Allt fólkið í kringum liðið, að við séum að upplifa þetta – að fara inn í sex leiki sem taka enda í fyrsta lagi 14. desember. Bara að hafa stigið þetta skref, töluðum um það fyrir leikinn að við værum fyrir utan þröskuldinn og það væri undir okkur komið hvort við myndum stíga inn fyrir dyrnar. Við gerðum það svo sannarlega.“ Mikið af leikmönnum Breiðabliks hafa verið með liðinu síðan Óskar Hrafn tók við árið 2020. Hann var spurður út í vegferðina. „Spiluðum við Norrköping í byrjun febrúar 2020, fyrir Covid-19. Töpuðum 4-2, gerðum fjögur klaufamistök. Fylgdum því svo eftir í Þrándheimi þar sem var pínulítið gert grín að okkur fyrir að reyna spila fótbolta, vorum 4-0 undir í hálfleik og allt í skrúfunni. Leit ekkert sérstaklega vel út en einhvern veginn töldum við að þetta væri fyrsta skrefið á einhverri ferð, þessi ferð er allavega komin hingað.“ Óskar Hrafn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Margir af þessum leikmönnum búnir að leggja gríðarlega mikið á sig og líka bara að vera klárir í að umvefja og þora að stíga út fyrir þægindarammann, þora að gera mistök, þora að líta illa út. Kannski má segja, ef ég má vera ljóðrænn, að þessi árangur er óður til hugrekkisins. Óður til þess að þegar þú gerir mistök þá skipta þau þannig séð engu máli. Það skiptir máli hvernig þú stígur upp eftir þau og að þú þorir að fara út fyrir þægindarammann. Ef þú stígur ekki út fyrir hann eru engar líkur á að þú takir neinum framförum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu.
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sjá meira