Viltu flytja á hjúkrunarheimili? Anna Björg Jónsdóttir, Helga Hansdóttir og Hildur Þórarinsdóttir skrifa 1. september 2023 07:31 Þessa spurningu höfum við margoft lagt fyrir okkar skjólstæðinga í gegnum tíðina. Langflestir svara því til að „nei þeir vilji það ekki en að eins og staðan sé þá sé það nauðsynlegt“. Einstaklingar flytja á hjúkrunarheimili þegar þeir geta ekki lengur bjargað sér með athafnir daglegs lífs, með öruggum hætti einir heima. Flestir vilja búa heima eins lengi og hægt er og það hefur líka verið stefna stjórnvalda í langan tíma. Sem fagmenn innan kerfisins þá höfum við líka verið talsmenn þessarar nálgunnar og það hefur ekki breyst enda viljum við styðja við óskir skjólstæðinga okkar. Vandinn er bara að aðgerðir hafa ekki fylgt þessari hugmyndafræði og heimaþjónustan á Íslandi hefur því engan veginn getað staðið undir nafni eða sinnt sínu hlutverki svo vel sé. Ein af afleiðingum þessa er að einstaklingar sem að öllu óbreyttu væru heima með þjónustu við hæfi eru á leiðinni á eða komnir á hjúkrunarheimili. Úrræðin heimafyrir eru nefnilega ekki í boði. Þessir einstaklingar eru því í bið víðsvegar í kerfinu. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis frá öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 483 einstaklingar á landsvísu með samþykkta dvöl á hjúkrunarheimili en eru að bíða. Á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 252 einstaklingar sem bíða. Á Landspítala bíða hátt í 80 einstaklingar eftir varanlegu rými á hjúkrunarheimili þegar þetta er skrifað. Til samanburðar eru 575 rúm virk á Landspítala (fyrir utan barna- og kvennasvið) sem þýðir að á hverjum tíma eru ca 14% rúma á Landspítala nýtt af einstaklingum sem eru að bíða. Og einstaklingar bíða ekki bara á Landspítala heldur er umtalsverður fjöldi svokallaðra biðrýma víðsvegar á hjúkrunarheimilum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Biðtíminn eftir varanlegu rými er mislangur og á einstaka hjúkrunarheimili er biðtíminn margir mánuðir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa beðið lengur en 1 ár á Landspítala. Það er líka vert að taka fram að næsta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu mun að öllu óbreyttu verða tekið í notkun árið 2026. Eins og sést af tölunum þá er þörfin veruleg núna og vandséð hvernig hægt er að bíða í næstum því 3 ár eftir úrlausn. Allir þeir sem hafa einhvern tíma þurft að upplifa bið vita hversu erfið hún er og hversu mikil vanlíðan getur fylgt henni. Einstaklingar sem eru að bíða eru í einskonar millibilsástandi, það er ekki hægt að taka ákvörðun um neitt og það er erfitt að gera einhverjar skuldbindingar. Það vill enginn vera þarna. „Flestir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall“ segjum við oft í öldrunarþjónustunni og það verður að segjast eins og er að úrræðaleysið í þjónustunni við þennan hóp endurspeglar þetta. Það virðist líka vera að fáir beri hag þessa hóps fyrir brjósti og þó fallega sé talað á hátíðisdögum þá hefur lítið sem ekkert raunverulega gerst í málaflokknum í þónokkurn tíma annað en að óviðeigandi úrræði fyllast og vanlíðan einstaklinga eykst. Það er hægt að leysa málin ef vilji er fyrir hendi. Það er stjórnmálamanna að sýna þann vilja í verki og embættismanna að framkvæma. Við leyfum okkur að fullyrða að fagfólkið er tilbúið í þetta verkefni en við spyrjum stjórnvöld: Hvað finnst ykkur eðlilegt að einstaklingur bíði lengi eftir að fá varanlegt rými á hjúkrunarheimili? Við vitum hvert okkar svar er og kannski er kominn tími á að breyta upphaflegu spurningunni og spyrja frekar: „Hvað ertu tilbúinn að bíða lengi eftir að komast á hjúkrunarheimili??“ Stjórn félags íslenskra öldrunarlækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þessa spurningu höfum við margoft lagt fyrir okkar skjólstæðinga í gegnum tíðina. Langflestir svara því til að „nei þeir vilji það ekki en að eins og staðan sé þá sé það nauðsynlegt“. Einstaklingar flytja á hjúkrunarheimili þegar þeir geta ekki lengur bjargað sér með athafnir daglegs lífs, með öruggum hætti einir heima. Flestir vilja búa heima eins lengi og hægt er og það hefur líka verið stefna stjórnvalda í langan tíma. Sem fagmenn innan kerfisins þá höfum við líka verið talsmenn þessarar nálgunnar og það hefur ekki breyst enda viljum við styðja við óskir skjólstæðinga okkar. Vandinn er bara að aðgerðir hafa ekki fylgt þessari hugmyndafræði og heimaþjónustan á Íslandi hefur því engan veginn getað staðið undir nafni eða sinnt sínu hlutverki svo vel sé. Ein af afleiðingum þessa er að einstaklingar sem að öllu óbreyttu væru heima með þjónustu við hæfi eru á leiðinni á eða komnir á hjúkrunarheimili. Úrræðin heimafyrir eru nefnilega ekki í boði. Þessir einstaklingar eru því í bið víðsvegar í kerfinu. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis frá öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 483 einstaklingar á landsvísu með samþykkta dvöl á hjúkrunarheimili en eru að bíða. Á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 252 einstaklingar sem bíða. Á Landspítala bíða hátt í 80 einstaklingar eftir varanlegu rými á hjúkrunarheimili þegar þetta er skrifað. Til samanburðar eru 575 rúm virk á Landspítala (fyrir utan barna- og kvennasvið) sem þýðir að á hverjum tíma eru ca 14% rúma á Landspítala nýtt af einstaklingum sem eru að bíða. Og einstaklingar bíða ekki bara á Landspítala heldur er umtalsverður fjöldi svokallaðra biðrýma víðsvegar á hjúkrunarheimilum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Biðtíminn eftir varanlegu rými er mislangur og á einstaka hjúkrunarheimili er biðtíminn margir mánuðir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa beðið lengur en 1 ár á Landspítala. Það er líka vert að taka fram að næsta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu mun að öllu óbreyttu verða tekið í notkun árið 2026. Eins og sést af tölunum þá er þörfin veruleg núna og vandséð hvernig hægt er að bíða í næstum því 3 ár eftir úrlausn. Allir þeir sem hafa einhvern tíma þurft að upplifa bið vita hversu erfið hún er og hversu mikil vanlíðan getur fylgt henni. Einstaklingar sem eru að bíða eru í einskonar millibilsástandi, það er ekki hægt að taka ákvörðun um neitt og það er erfitt að gera einhverjar skuldbindingar. Það vill enginn vera þarna. „Flestir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall“ segjum við oft í öldrunarþjónustunni og það verður að segjast eins og er að úrræðaleysið í þjónustunni við þennan hóp endurspeglar þetta. Það virðist líka vera að fáir beri hag þessa hóps fyrir brjósti og þó fallega sé talað á hátíðisdögum þá hefur lítið sem ekkert raunverulega gerst í málaflokknum í þónokkurn tíma annað en að óviðeigandi úrræði fyllast og vanlíðan einstaklinga eykst. Það er hægt að leysa málin ef vilji er fyrir hendi. Það er stjórnmálamanna að sýna þann vilja í verki og embættismanna að framkvæma. Við leyfum okkur að fullyrða að fagfólkið er tilbúið í þetta verkefni en við spyrjum stjórnvöld: Hvað finnst ykkur eðlilegt að einstaklingur bíði lengi eftir að fá varanlegt rými á hjúkrunarheimili? Við vitum hvert okkar svar er og kannski er kominn tími á að breyta upphaflegu spurningunni og spyrja frekar: „Hvað ertu tilbúinn að bíða lengi eftir að komast á hjúkrunarheimili??“ Stjórn félags íslenskra öldrunarlækna
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun