Tunglkönnunarbrautarfar NASA (LRO) náði myndum af nýjum gíg nærri suðurpól tunglsins sem stofnunin telur að sé líklega brotlendingarstaður Luna-25 miðað við þær upplýsingar sem rússneska geimstofnunin Roscosmos gerði opinberar 21. ágúst, tveimur dögum eftir brotlendinguna.
Gígurinn er um fjögur hundruð kílómetrum frá ætluðum lendingarstað geimfarsins í suðvesturbrún Pntécoulant G-gígsins
Sérstök rannsóknarnefnd fer nú yfir hvað fór úrskeiðis í Luna-25-leiðangrinum sem varð til þess að geimfarið hrapaði stjórnlaust til yfirborðs tunglsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Brotlendingin er sögð til marks um hnignun rússnesku geimáætlunarinnar sem státaði áður af sögulegum afrekum. Sovétríkin voru þannig fyrsta ríki heims til þess að senda gervihnött á braut um jörðu og senda fyrsta karlinn og konuna út í geim. Þau eru jafnframt ennþá eina ríkið sem hefur lent geimfari á yfirborði Venusar.