Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Jón Þór Stefánsson skrifar 1. september 2023 11:08 Sumir eru ósáttir með ákvörðun Svandísar en aðrir segja hana nauðsynlegt skref. Vísir/Vilhelm Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. Umfjöllun margra miðlanna byggir á frétt AP-fréttastofunnar. Þar er greint frá ákvörðun Svandísar, að leyfa veiðar á ný með strangari skilyrðum og eftirliti. Þá segir að dýraverndunarsamtök hafi sagt ákvörðunina skammarlega. Um sé að ræða glatað tækifæri til að gera það rétta varðandi hvalveiðar. Vísað er til baráttumannsins og kvikmyndagerðarmannsins Micah Garen, sem nú vinnur að heimildarmynd um hvalveiðar. „Varla nokkur maður borðar hvalkjöt á Íslandi. Fólkið vill þetta ekki. Fólk vill ekki að þessi dýr séu drepin,“ er haft eftir honum. Greinar í miðlum á borð við Fox News, Metro, og Times of India byggja á þessari umfjöllun AP. Í The Guardian er mikið fjallað um mismunandi viðhorf til ákvörðunarinnar. Vísað er til tilkynningar frá Svandísi sem segir að óháð eigin viðhorfi til málsins, þá séu hvalveiðar enn þá til skoðunar. Til að mynda er bent á að ákvörðun um veiðar eftir næstu áramót liggi ekki fyrir. Þá er haft eftir baráttufólki gegn hvalveiðum að þau telji ákvörðunina slæma. Hins vegar segir Patrick Ramage, hjá alþjóðlega dýraverndunarsjóðnum, að um sé að ræða skref í átt að hvalveiðibanni á Íslandi. „Þetta er leiðinlegt en nauðsynlegt skref í átt að því að hætta hvalveiðum fyrir fullt og allt á Íslandi,“ segir hann og bætir við að allt bendi til þess að Svandís ætli sér að binda endi á hvalveiðar hér á landi. Möguleg sniðganga Hollywood á Íslandi vegna hvalveiðanna er lítið áberandi í umfjöllun heimspressunnar. Þó er minnst á hana í frétt BBC. Þar er haft eftir Katrínu Oddsdóttur, lögmanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þessi sniðganga sé raunhæfur möguleiki. Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Umfjöllun margra miðlanna byggir á frétt AP-fréttastofunnar. Þar er greint frá ákvörðun Svandísar, að leyfa veiðar á ný með strangari skilyrðum og eftirliti. Þá segir að dýraverndunarsamtök hafi sagt ákvörðunina skammarlega. Um sé að ræða glatað tækifæri til að gera það rétta varðandi hvalveiðar. Vísað er til baráttumannsins og kvikmyndagerðarmannsins Micah Garen, sem nú vinnur að heimildarmynd um hvalveiðar. „Varla nokkur maður borðar hvalkjöt á Íslandi. Fólkið vill þetta ekki. Fólk vill ekki að þessi dýr séu drepin,“ er haft eftir honum. Greinar í miðlum á borð við Fox News, Metro, og Times of India byggja á þessari umfjöllun AP. Í The Guardian er mikið fjallað um mismunandi viðhorf til ákvörðunarinnar. Vísað er til tilkynningar frá Svandísi sem segir að óháð eigin viðhorfi til málsins, þá séu hvalveiðar enn þá til skoðunar. Til að mynda er bent á að ákvörðun um veiðar eftir næstu áramót liggi ekki fyrir. Þá er haft eftir baráttufólki gegn hvalveiðum að þau telji ákvörðunina slæma. Hins vegar segir Patrick Ramage, hjá alþjóðlega dýraverndunarsjóðnum, að um sé að ræða skref í átt að hvalveiðibanni á Íslandi. „Þetta er leiðinlegt en nauðsynlegt skref í átt að því að hætta hvalveiðum fyrir fullt og allt á Íslandi,“ segir hann og bætir við að allt bendi til þess að Svandís ætli sér að binda endi á hvalveiðar hér á landi. Möguleg sniðganga Hollywood á Íslandi vegna hvalveiðanna er lítið áberandi í umfjöllun heimspressunnar. Þó er minnst á hana í frétt BBC. Þar er haft eftir Katrínu Oddsdóttur, lögmanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þessi sniðganga sé raunhæfur möguleiki.
Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira