Manneskjumiðuð stjórnun – Vegferð að farsælu vinnuumhverfi Unnur Magnúsdóttir skrifar 1. september 2023 14:31 Í leitinni að tryggð og skuldbindingu starfsfólks benda niðurstöður rannsókna til þess að sveigjanlegir, manneskjumiðaðir stjórnunarhættir séu nauðsynlegir til að endurspegla breytt gildismat fólks á vinnumarkaði í dag. Fyrirtæki verða að leggja jafnvel enn meiri áherslu á að byggja upp virk tengsl; setja saman teymi sem byggja á trausti, efla frumkvæði starfsfólks og gæta vel að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Fyrirtæki ættu að endurskilgreina gildi á vinnustaðnum með því að leggja áherslu á bæði skipulagslega og tilfinningalega þenkjandi stjórnendur sem bregðast við þörfum starfsfólks í nútímanum; sem felur í sér að þau skilji virði síns vinnuframlags, upplifi vinnustaðamenningu sem tilfinningalega örugga og finnist þau hafa hlutverki að gegna varðandi framtíðaráform og velgengni félagsins. Manneskjumiðaðir stjórnendur stuðla að því að starfsfólk læri að meta sjálft sig að verðleikum sem starfsmenn, þeir sjá til þess að vinnustaðamenningin sé tilfinningalega traust og hjálpa starfsfólkinu að sjá hvernig þau leggja sitt af mörkum í vegferð og velgengni félagsins. Millistjórnendur gegna núorðið veigameira hlutverki þegar kemur að andlegri líðan starfsfólks. Starfsfólk sem er skuldbundið og virkt, vill hafa tilfinningalega hagsmuni sína í forgangi. Hér getur hluttekningarsamur stjórnandi, sem er til staðar jafnt fyrir alla, gert gæfumuninn varðandi það hvort starfsmanni finnist hann metinn að verðleikum. Framkvæmdastjórar setja ekki einungis fram markmið heldur útskýra hvað þau þýða fyrir einstaklingana. Þeir bregðast við vandamálum, hlusta á áhyggjuraddir og miðla viðbrögðum til yfirstjórnar. Þeir leiða starfsfólk gegnum breytingar, auðvelda teymis- og samvinnu og styðja við þörf starfsmanna fyrir faglega og persónulega þróun. Á móti kemur að starfsfólk sem er undir stjórn manneskjumiðaðra stjórnenda er líklegra til að „gera hlutina óumbeðið, endast lengur hjá fyrirtækinu og mæla með þvi sem frábærum vinnustað. Þegar allt kemur til alls þá eru manneskjumiðaðir stjórnunarhættir nauðsynlegir til að knýja áfram og efla tryggð og virkni. Öflugir stjórnendur og skuldbundið, virkt starfsfólk fara saman – en rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningatengsl skipta máli. Félög með frumkvæði og stjórnendateymi þeirra geta laðað að og haldið í hæfileikaríka einstaklinga með því að gera eftirfarandi: Æðstu stjórnendurr þurfa að innleiða manneskjumiðuð kerfi og fyrirkomulag sem samræmist þörfum starfsfólks, eins og sveigjanlegan vinnutíma, þróun í starfi og menningu sem byggir á gagnsæi og tilfinningalegum stuðningi. Millistjórnendur þurfa að hafa aðgang að þeim úrræðum og stuðningi sem þeir þurfa til að geta sinnt starfi sínu vel og byggt upp öflug samstarfsteymi og ekki síðst þurfa þeir að líta á það sem hlutverk sitt að sýna fólki áhuga. Þegar allt kemur til alls þá eru það ekki flóknar aðferðir sem hjálpa stjórnendum skapa manneskjumiðað umhverfi. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir sem hjálpa stjórnenum að byggja upp traust og jákvæða samvinnu. Byrjaðu á hrósi og einlægu þakklæti. Vektu óbeint athygli á mistökum fólks. Talaðu um eigin mistök áður en þú gagnrýnir hinn aðilann. Spyrðu spurninga í stað þess að gefa bein fyrirmæli. Leyfðu hinum aðilanum að halda andlitinu. Hrósaðu smávægilegri framför og lofaðu allar framfarir. Vertu leiðtoginn sem setur manneskjuna í fyrsta sæti og þú uppskerð öfluga liðsheild sem skapar árangur fyrir fyrirtækið. Höfundur er þjálfari og ráðgjafi hjá Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Í leitinni að tryggð og skuldbindingu starfsfólks benda niðurstöður rannsókna til þess að sveigjanlegir, manneskjumiðaðir stjórnunarhættir séu nauðsynlegir til að endurspegla breytt gildismat fólks á vinnumarkaði í dag. Fyrirtæki verða að leggja jafnvel enn meiri áherslu á að byggja upp virk tengsl; setja saman teymi sem byggja á trausti, efla frumkvæði starfsfólks og gæta vel að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Fyrirtæki ættu að endurskilgreina gildi á vinnustaðnum með því að leggja áherslu á bæði skipulagslega og tilfinningalega þenkjandi stjórnendur sem bregðast við þörfum starfsfólks í nútímanum; sem felur í sér að þau skilji virði síns vinnuframlags, upplifi vinnustaðamenningu sem tilfinningalega örugga og finnist þau hafa hlutverki að gegna varðandi framtíðaráform og velgengni félagsins. Manneskjumiðaðir stjórnendur stuðla að því að starfsfólk læri að meta sjálft sig að verðleikum sem starfsmenn, þeir sjá til þess að vinnustaðamenningin sé tilfinningalega traust og hjálpa starfsfólkinu að sjá hvernig þau leggja sitt af mörkum í vegferð og velgengni félagsins. Millistjórnendur gegna núorðið veigameira hlutverki þegar kemur að andlegri líðan starfsfólks. Starfsfólk sem er skuldbundið og virkt, vill hafa tilfinningalega hagsmuni sína í forgangi. Hér getur hluttekningarsamur stjórnandi, sem er til staðar jafnt fyrir alla, gert gæfumuninn varðandi það hvort starfsmanni finnist hann metinn að verðleikum. Framkvæmdastjórar setja ekki einungis fram markmið heldur útskýra hvað þau þýða fyrir einstaklingana. Þeir bregðast við vandamálum, hlusta á áhyggjuraddir og miðla viðbrögðum til yfirstjórnar. Þeir leiða starfsfólk gegnum breytingar, auðvelda teymis- og samvinnu og styðja við þörf starfsmanna fyrir faglega og persónulega þróun. Á móti kemur að starfsfólk sem er undir stjórn manneskjumiðaðra stjórnenda er líklegra til að „gera hlutina óumbeðið, endast lengur hjá fyrirtækinu og mæla með þvi sem frábærum vinnustað. Þegar allt kemur til alls þá eru manneskjumiðaðir stjórnunarhættir nauðsynlegir til að knýja áfram og efla tryggð og virkni. Öflugir stjórnendur og skuldbundið, virkt starfsfólk fara saman – en rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningatengsl skipta máli. Félög með frumkvæði og stjórnendateymi þeirra geta laðað að og haldið í hæfileikaríka einstaklinga með því að gera eftirfarandi: Æðstu stjórnendurr þurfa að innleiða manneskjumiðuð kerfi og fyrirkomulag sem samræmist þörfum starfsfólks, eins og sveigjanlegan vinnutíma, þróun í starfi og menningu sem byggir á gagnsæi og tilfinningalegum stuðningi. Millistjórnendur þurfa að hafa aðgang að þeim úrræðum og stuðningi sem þeir þurfa til að geta sinnt starfi sínu vel og byggt upp öflug samstarfsteymi og ekki síðst þurfa þeir að líta á það sem hlutverk sitt að sýna fólki áhuga. Þegar allt kemur til alls þá eru það ekki flóknar aðferðir sem hjálpa stjórnendum skapa manneskjumiðað umhverfi. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir sem hjálpa stjórnenum að byggja upp traust og jákvæða samvinnu. Byrjaðu á hrósi og einlægu þakklæti. Vektu óbeint athygli á mistökum fólks. Talaðu um eigin mistök áður en þú gagnrýnir hinn aðilann. Spyrðu spurninga í stað þess að gefa bein fyrirmæli. Leyfðu hinum aðilanum að halda andlitinu. Hrósaðu smávægilegri framför og lofaðu allar framfarir. Vertu leiðtoginn sem setur manneskjuna í fyrsta sæti og þú uppskerð öfluga liðsheild sem skapar árangur fyrir fyrirtækið. Höfundur er þjálfari og ráðgjafi hjá Dale Carnegie.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun