Fljúgandi trampólín og hefðbundin fokverkefni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 09:57 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið vel undirbúnar fyrir fyrstu haustlægð landsins sem gekk yfir í gærkvöldi. Landsbjörg Verkefnum björgunarsveita fækkaði eftir því sem leið á gærkvöldið. Upplýsingafulltrúa Landsbjargar er ekki kunnugt um að nein stórtjón hafi orðið í hefðbundnum skilningi. Á meðal verkefna voru fljúgandi trampólín og ferðavagnar sem fóru á hliðina. „Verkefnin voru fyrst og fremst veðurtengd fram eftir kvöldi. Veðrið gekk inn á landið og við urðum fyrst vör við þetta á Suðurnesjunum. Og síðan gekk þetta hérna yfir Höfuðborgarsvæðið og inn á Vesturland, Akranes, Borgarnes og svo framvegis,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar aðspurður um helstu verkefni björgunarsveita þegar fyrsta haustlægð landsins gekk yfir í gærkvöldi. „Á öllum þessum þéttbýlisstöðum þurfti okkar fólk að fást við foktjón og fokverkefni af einhverju tagi, fljúgandi trampólín, ferðavagna sem fóru að færast til eða leggjast á hliðina og svo framvegis.“ Honum er ekki kunnugt um neitt stórtjón enn sem komið er. „En auðvitað er það í augum hvers og eins. Það féllu gömul tré í Vesturbænum, í hugum einhverra er það væntanlega stórtjón. En þessi hefðbundna skilgreining kannski ekki.“ Þegar farið hafi að lægja hafi ekki þótt ástæða til að björgunarsveitir væru áfram með viðveru og fólk farið heim. Núna er bara leiðindaveður. Fréttir bárust af því að tívolítæki hefði tekist á loft á Suðurnesjum á hátíð í tengslum við Ljósanótt. Jón Þór hafði ekki frekari upplýsingar um það atvik en segir að björgunarsveitir hafi farið á svæðið og tryggt að ekki yrði meira tjón en þegar var orðið. Verkefnum fór að fækka eftir því sem leið á kvöldið nema hjá hálendishóp sem sinnti útkalli vegna örmagna göngumanns í Jökultungum. Maðurinn, sem er á stjötugsaldri, var hluti af gönguhóp sem hafði verið á nokkurra daga göngu. Sveitir á Suðurlandi voru boðaðar út til aðstoðar og var sá liðsauki kominn á vettvang skömmu fyrir klukkan 2 í nótt og þá var hafist handa við að koma manninum niður. Björgunarsveitir Slysavarnir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Verkefnin voru fyrst og fremst veðurtengd fram eftir kvöldi. Veðrið gekk inn á landið og við urðum fyrst vör við þetta á Suðurnesjunum. Og síðan gekk þetta hérna yfir Höfuðborgarsvæðið og inn á Vesturland, Akranes, Borgarnes og svo framvegis,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar aðspurður um helstu verkefni björgunarsveita þegar fyrsta haustlægð landsins gekk yfir í gærkvöldi. „Á öllum þessum þéttbýlisstöðum þurfti okkar fólk að fást við foktjón og fokverkefni af einhverju tagi, fljúgandi trampólín, ferðavagna sem fóru að færast til eða leggjast á hliðina og svo framvegis.“ Honum er ekki kunnugt um neitt stórtjón enn sem komið er. „En auðvitað er það í augum hvers og eins. Það féllu gömul tré í Vesturbænum, í hugum einhverra er það væntanlega stórtjón. En þessi hefðbundna skilgreining kannski ekki.“ Þegar farið hafi að lægja hafi ekki þótt ástæða til að björgunarsveitir væru áfram með viðveru og fólk farið heim. Núna er bara leiðindaveður. Fréttir bárust af því að tívolítæki hefði tekist á loft á Suðurnesjum á hátíð í tengslum við Ljósanótt. Jón Þór hafði ekki frekari upplýsingar um það atvik en segir að björgunarsveitir hafi farið á svæðið og tryggt að ekki yrði meira tjón en þegar var orðið. Verkefnum fór að fækka eftir því sem leið á kvöldið nema hjá hálendishóp sem sinnti útkalli vegna örmagna göngumanns í Jökultungum. Maðurinn, sem er á stjötugsaldri, var hluti af gönguhóp sem hafði verið á nokkurra daga göngu. Sveitir á Suðurlandi voru boðaðar út til aðstoðar og var sá liðsauki kominn á vettvang skömmu fyrir klukkan 2 í nótt og þá var hafist handa við að koma manninum niður.
Björgunarsveitir Slysavarnir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira