Þræðir lands og þjóðar Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 3. september 2023 07:01 Gott munstur einkennist ekki einungis af útliti og áferð heldur einnig hversu vel það þolir áreynslu, hnjask og hversu vel það prjónast saman. Munstur er enn fremur vandmeðfarið eftir gerð þráða því grófir þræðir magna upp og einfalda munstur á meðan fínir þræðir bjóða upp á flóknari útfærslur og gætu verið viðkvæmari. Íslenska ullin er til að mynda einstök því munstur í ullarpeysum læsast saman eftir nokkur votveður, sem þéttir brjóstbekkinn og ullarpeysan nær hámarks ætlaðri virkni – að veita vörn og halda hlýju og yl á eigandanum. Sama má segja um þræði lands og þjóðar. Við náum ekki góðu samfélagsmunstri nema taka tillit til þeirra þráða sem þjóðin spinnur hverju sinni. Við þurfum að ganga saman áveðurs bæði í raun veðrum sem öðrum áskorunum samtímans og þá skiptir undirbúningur ekki einungis máli heldur einnig viðhorf. Það þýðir lítið að státa sig af áferðarfögrum þjóðarbrag ef hann markast einvörðungu af útliti og áferð – innihaldið er það sem skiptir máli. Hvað þarf til að þétta brjóstbekkinn, þjappa þjóðarsálinni saman og mynda góða vörn fyrir eðlilegum taktföstum váveðrum? Prjónfesta er hér lykilhugtak. Það er hversu fast er prjónað – eða styrkleika iðkunar. Munstur verður aldrei endingargott né áferðarfagurt sé það þvingað eða losaralegt. Sé undirbúningur aftur á móti góður, skilningur á eðli þráða, rými gefið til mátunar, þolinmæði, natni, mýkt, þolinmæði og þrautseigja – má ætla að niðurstaðan verði með ágætum og helst framúrskarandi. Gefum okkur rými til að hlusta á ólík sjónarmið því þannig gerum við okkur betur grein fyrir hvaða þráðum samfélagið er gert úr. Framúrskarandi góð samfélagsleg ullarpeysa með einstöku endingargóðu munstri mun læsa þráðum saman, þola áreynslu, hnjask og hvers konar votviðri því við gáfum okkur rými til að móta flíkina saman í sátt og samlyndi. Höfundur er fjárfestir, prjónakona og fyrrverandi formaður FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Gott munstur einkennist ekki einungis af útliti og áferð heldur einnig hversu vel það þolir áreynslu, hnjask og hversu vel það prjónast saman. Munstur er enn fremur vandmeðfarið eftir gerð þráða því grófir þræðir magna upp og einfalda munstur á meðan fínir þræðir bjóða upp á flóknari útfærslur og gætu verið viðkvæmari. Íslenska ullin er til að mynda einstök því munstur í ullarpeysum læsast saman eftir nokkur votveður, sem þéttir brjóstbekkinn og ullarpeysan nær hámarks ætlaðri virkni – að veita vörn og halda hlýju og yl á eigandanum. Sama má segja um þræði lands og þjóðar. Við náum ekki góðu samfélagsmunstri nema taka tillit til þeirra þráða sem þjóðin spinnur hverju sinni. Við þurfum að ganga saman áveðurs bæði í raun veðrum sem öðrum áskorunum samtímans og þá skiptir undirbúningur ekki einungis máli heldur einnig viðhorf. Það þýðir lítið að státa sig af áferðarfögrum þjóðarbrag ef hann markast einvörðungu af útliti og áferð – innihaldið er það sem skiptir máli. Hvað þarf til að þétta brjóstbekkinn, þjappa þjóðarsálinni saman og mynda góða vörn fyrir eðlilegum taktföstum váveðrum? Prjónfesta er hér lykilhugtak. Það er hversu fast er prjónað – eða styrkleika iðkunar. Munstur verður aldrei endingargott né áferðarfagurt sé það þvingað eða losaralegt. Sé undirbúningur aftur á móti góður, skilningur á eðli þráða, rými gefið til mátunar, þolinmæði, natni, mýkt, þolinmæði og þrautseigja – má ætla að niðurstaðan verði með ágætum og helst framúrskarandi. Gefum okkur rými til að hlusta á ólík sjónarmið því þannig gerum við okkur betur grein fyrir hvaða þráðum samfélagið er gert úr. Framúrskarandi góð samfélagsleg ullarpeysa með einstöku endingargóðu munstri mun læsa þráðum saman, þola áreynslu, hnjask og hvers konar votviðri því við gáfum okkur rými til að móta flíkina saman í sátt og samlyndi. Höfundur er fjárfestir, prjónakona og fyrrverandi formaður FKA.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun