Staðreyndir um Reynisfjöru Íris Guðnadóttir skrifar 4. september 2023 14:00 Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona: Drukknanir: Árið 2007 lést bandarísk kona á áttræðisaldri þegar hafalda dró hana með sér út á sjó. Árið 2021 lést kínversk kona á þrítugsaldri þegar hafaldan dró hana með sér út á sjó. Árið 2022 lést kanadískur maður þegar hafalda dró hann með sér út á sjó. Önnur slys: Árið 2016 lést kínverskur maður á fertugsaldri eftir að hafa fallið á stein í flæðarmálinu. Árið 2018 lést bandarísk kona eftir að hafa dottið á stein við göngustíginn. Til samanburðar segir talning Ferðamálastofu; 248.638 gestir í Reynisfjöru árið 2021, 482.612 gestir 2022 og 401.689 gestir það sem af er 2023. Aðeins Gullfoss og Geysir fá fleiri gesti árlega þegar við tölum um ferðamannastaði. Það sem aðgreinir Reynisfjöru hins vegar frá flestum ferðamannastöðum landsins er það hversu breytilegar aðstæður geta verið í fjörunni. Þú getur heimsótt Reynisfjöru þrisvar í sama mánuðinum og fengið algjörlega þrjár mismunandi upplifanir, dæmi: Heimsókn 1: Það er fjara sem nær 50 m niður fyrir Hálsanefshelli, þú getur spókað þig í fjörunni, tekið myndir, skoðað lunda og jafnvel gengið austurmeð Reynisfjalli og séð glitta í Vík. Heimsókn 2: Sjórin sleikir stuðlabergið 2x á sólarhring þegar það er flóð, þess á milli er mögulegt að skoða Hálsanefshelli. Heimsókn 3: Það er hæsta flóð, stormur nýafstaðinn og gríðarlegur öldugangur, öldurnar lemja stuðlabergið og löðrið flæðir jafnvel upp á fjörukambinn. Við allar ofangreindar aðstæður er Atlantshafið hættulegt, það er snarbrattur marbakki úti í sjó, sterkir straumar og mikið útsog. Mesta hættan í fjörunni er alltaf við stuðlabergið. Frákast öldunnar frá stuðlaberginu er þannig að ef þú lendir í því áttu ekki ekki afturkvæmt. Frá árinu 2016 hefur öryggi í Reynisfjöru verið mikið í umræðunni og margt verið gert; Fyrstu öryggisskiltin voru sett upp árið 2016, göngustígar markaðir og gerðir þannig úr garði að gestir þurfa að ganga framhjá skiltum á leið sinni í fjöruna. Frá árinu 2016 hafa samtals 18 öryggisskilti verið sett upp í Reynisfjöru og eru í dag 12 öryggisskilti í Reynisfjöru. Á nýjustu öryggisskiltunum er leitast við að lýsa hættunni miðað við aðstæðurnar sem nefndar voru hér fyrir ofan. Sett hafa verið upp viðvörunarljós tengd ölduspárkerfi Vegagarðarinnar. Á mastri í fjörukambinum er löggæslumyndavél sem er undir stjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Það er vissulega hægt að gera meira í þessum passívu vörnum, dæmi um það er að bæta við afmörkuðum útsýnisstað á fjörukambinum og loka göngustígnum við fjörukabinn með keðju þegar það er rautt ljós. Dæmi um aktívar varnir sem mætti bæta er upplýsingagjöf á netinu, mönnuð fræðsla á staðnum og jafnvel mönnuð öryggisgæsla þegar ljósið er rautt. Málið er nefninlega að fólk hagar sér eins og sauðkindin, um leið og fyrsta rollan fer af stað þá rennur safnið á eftir. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer inn á lokað svæði til að aðrir fylgi á eftir. Þá væri gott að vera með góðan smala á staðnum. Staðreyndin er hins vegar sú að gestir í Reynisfjöru eru alltaf á eigin ábyrgð. Alvarleg slys hafa átt sér stað á fleiri ferðamannastöðum en í Reynisfjöru, sem m.a. má rekja til veðurs og náttúruvár. Það er brýnt fyrir íslenskt samfélag að leggja mat á það hvað telst ásættanleg áhætta á ferðamannastöðum. Upplýsingarmiðlun til ferðafólks er varðar hættur á ferð um landið er afar mikilvæg og þyrfti að samræma bæði varðandi útlit öryggismerkinga og upplýsingagjöf á netinu. Greinarhöfundur er uppalinn í Þórisholti í Reynishverfi, einn af landeigendum í Reynisfjöru og starfar sem brunaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona: Drukknanir: Árið 2007 lést bandarísk kona á áttræðisaldri þegar hafalda dró hana með sér út á sjó. Árið 2021 lést kínversk kona á þrítugsaldri þegar hafaldan dró hana með sér út á sjó. Árið 2022 lést kanadískur maður þegar hafalda dró hann með sér út á sjó. Önnur slys: Árið 2016 lést kínverskur maður á fertugsaldri eftir að hafa fallið á stein í flæðarmálinu. Árið 2018 lést bandarísk kona eftir að hafa dottið á stein við göngustíginn. Til samanburðar segir talning Ferðamálastofu; 248.638 gestir í Reynisfjöru árið 2021, 482.612 gestir 2022 og 401.689 gestir það sem af er 2023. Aðeins Gullfoss og Geysir fá fleiri gesti árlega þegar við tölum um ferðamannastaði. Það sem aðgreinir Reynisfjöru hins vegar frá flestum ferðamannastöðum landsins er það hversu breytilegar aðstæður geta verið í fjörunni. Þú getur heimsótt Reynisfjöru þrisvar í sama mánuðinum og fengið algjörlega þrjár mismunandi upplifanir, dæmi: Heimsókn 1: Það er fjara sem nær 50 m niður fyrir Hálsanefshelli, þú getur spókað þig í fjörunni, tekið myndir, skoðað lunda og jafnvel gengið austurmeð Reynisfjalli og séð glitta í Vík. Heimsókn 2: Sjórin sleikir stuðlabergið 2x á sólarhring þegar það er flóð, þess á milli er mögulegt að skoða Hálsanefshelli. Heimsókn 3: Það er hæsta flóð, stormur nýafstaðinn og gríðarlegur öldugangur, öldurnar lemja stuðlabergið og löðrið flæðir jafnvel upp á fjörukambinn. Við allar ofangreindar aðstæður er Atlantshafið hættulegt, það er snarbrattur marbakki úti í sjó, sterkir straumar og mikið útsog. Mesta hættan í fjörunni er alltaf við stuðlabergið. Frákast öldunnar frá stuðlaberginu er þannig að ef þú lendir í því áttu ekki ekki afturkvæmt. Frá árinu 2016 hefur öryggi í Reynisfjöru verið mikið í umræðunni og margt verið gert; Fyrstu öryggisskiltin voru sett upp árið 2016, göngustígar markaðir og gerðir þannig úr garði að gestir þurfa að ganga framhjá skiltum á leið sinni í fjöruna. Frá árinu 2016 hafa samtals 18 öryggisskilti verið sett upp í Reynisfjöru og eru í dag 12 öryggisskilti í Reynisfjöru. Á nýjustu öryggisskiltunum er leitast við að lýsa hættunni miðað við aðstæðurnar sem nefndar voru hér fyrir ofan. Sett hafa verið upp viðvörunarljós tengd ölduspárkerfi Vegagarðarinnar. Á mastri í fjörukambinum er löggæslumyndavél sem er undir stjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Það er vissulega hægt að gera meira í þessum passívu vörnum, dæmi um það er að bæta við afmörkuðum útsýnisstað á fjörukambinum og loka göngustígnum við fjörukabinn með keðju þegar það er rautt ljós. Dæmi um aktívar varnir sem mætti bæta er upplýsingagjöf á netinu, mönnuð fræðsla á staðnum og jafnvel mönnuð öryggisgæsla þegar ljósið er rautt. Málið er nefninlega að fólk hagar sér eins og sauðkindin, um leið og fyrsta rollan fer af stað þá rennur safnið á eftir. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer inn á lokað svæði til að aðrir fylgi á eftir. Þá væri gott að vera með góðan smala á staðnum. Staðreyndin er hins vegar sú að gestir í Reynisfjöru eru alltaf á eigin ábyrgð. Alvarleg slys hafa átt sér stað á fleiri ferðamannastöðum en í Reynisfjöru, sem m.a. má rekja til veðurs og náttúruvár. Það er brýnt fyrir íslenskt samfélag að leggja mat á það hvað telst ásættanleg áhætta á ferðamannastöðum. Upplýsingarmiðlun til ferðafólks er varðar hættur á ferð um landið er afar mikilvæg og þyrfti að samræma bæði varðandi útlit öryggismerkinga og upplýsingagjöf á netinu. Greinarhöfundur er uppalinn í Þórisholti í Reynishverfi, einn af landeigendum í Reynisfjöru og starfar sem brunaverkfræðingur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun