Staðreyndir um Reynisfjöru Íris Guðnadóttir skrifar 4. september 2023 14:00 Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona: Drukknanir: Árið 2007 lést bandarísk kona á áttræðisaldri þegar hafalda dró hana með sér út á sjó. Árið 2021 lést kínversk kona á þrítugsaldri þegar hafaldan dró hana með sér út á sjó. Árið 2022 lést kanadískur maður þegar hafalda dró hann með sér út á sjó. Önnur slys: Árið 2016 lést kínverskur maður á fertugsaldri eftir að hafa fallið á stein í flæðarmálinu. Árið 2018 lést bandarísk kona eftir að hafa dottið á stein við göngustíginn. Til samanburðar segir talning Ferðamálastofu; 248.638 gestir í Reynisfjöru árið 2021, 482.612 gestir 2022 og 401.689 gestir það sem af er 2023. Aðeins Gullfoss og Geysir fá fleiri gesti árlega þegar við tölum um ferðamannastaði. Það sem aðgreinir Reynisfjöru hins vegar frá flestum ferðamannastöðum landsins er það hversu breytilegar aðstæður geta verið í fjörunni. Þú getur heimsótt Reynisfjöru þrisvar í sama mánuðinum og fengið algjörlega þrjár mismunandi upplifanir, dæmi: Heimsókn 1: Það er fjara sem nær 50 m niður fyrir Hálsanefshelli, þú getur spókað þig í fjörunni, tekið myndir, skoðað lunda og jafnvel gengið austurmeð Reynisfjalli og séð glitta í Vík. Heimsókn 2: Sjórin sleikir stuðlabergið 2x á sólarhring þegar það er flóð, þess á milli er mögulegt að skoða Hálsanefshelli. Heimsókn 3: Það er hæsta flóð, stormur nýafstaðinn og gríðarlegur öldugangur, öldurnar lemja stuðlabergið og löðrið flæðir jafnvel upp á fjörukambinn. Við allar ofangreindar aðstæður er Atlantshafið hættulegt, það er snarbrattur marbakki úti í sjó, sterkir straumar og mikið útsog. Mesta hættan í fjörunni er alltaf við stuðlabergið. Frákast öldunnar frá stuðlaberginu er þannig að ef þú lendir í því áttu ekki ekki afturkvæmt. Frá árinu 2016 hefur öryggi í Reynisfjöru verið mikið í umræðunni og margt verið gert; Fyrstu öryggisskiltin voru sett upp árið 2016, göngustígar markaðir og gerðir þannig úr garði að gestir þurfa að ganga framhjá skiltum á leið sinni í fjöruna. Frá árinu 2016 hafa samtals 18 öryggisskilti verið sett upp í Reynisfjöru og eru í dag 12 öryggisskilti í Reynisfjöru. Á nýjustu öryggisskiltunum er leitast við að lýsa hættunni miðað við aðstæðurnar sem nefndar voru hér fyrir ofan. Sett hafa verið upp viðvörunarljós tengd ölduspárkerfi Vegagarðarinnar. Á mastri í fjörukambinum er löggæslumyndavél sem er undir stjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Það er vissulega hægt að gera meira í þessum passívu vörnum, dæmi um það er að bæta við afmörkuðum útsýnisstað á fjörukambinum og loka göngustígnum við fjörukabinn með keðju þegar það er rautt ljós. Dæmi um aktívar varnir sem mætti bæta er upplýsingagjöf á netinu, mönnuð fræðsla á staðnum og jafnvel mönnuð öryggisgæsla þegar ljósið er rautt. Málið er nefninlega að fólk hagar sér eins og sauðkindin, um leið og fyrsta rollan fer af stað þá rennur safnið á eftir. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer inn á lokað svæði til að aðrir fylgi á eftir. Þá væri gott að vera með góðan smala á staðnum. Staðreyndin er hins vegar sú að gestir í Reynisfjöru eru alltaf á eigin ábyrgð. Alvarleg slys hafa átt sér stað á fleiri ferðamannastöðum en í Reynisfjöru, sem m.a. má rekja til veðurs og náttúruvár. Það er brýnt fyrir íslenskt samfélag að leggja mat á það hvað telst ásættanleg áhætta á ferðamannastöðum. Upplýsingarmiðlun til ferðafólks er varðar hættur á ferð um landið er afar mikilvæg og þyrfti að samræma bæði varðandi útlit öryggismerkinga og upplýsingagjöf á netinu. Greinarhöfundur er uppalinn í Þórisholti í Reynishverfi, einn af landeigendum í Reynisfjöru og starfar sem brunaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona: Drukknanir: Árið 2007 lést bandarísk kona á áttræðisaldri þegar hafalda dró hana með sér út á sjó. Árið 2021 lést kínversk kona á þrítugsaldri þegar hafaldan dró hana með sér út á sjó. Árið 2022 lést kanadískur maður þegar hafalda dró hann með sér út á sjó. Önnur slys: Árið 2016 lést kínverskur maður á fertugsaldri eftir að hafa fallið á stein í flæðarmálinu. Árið 2018 lést bandarísk kona eftir að hafa dottið á stein við göngustíginn. Til samanburðar segir talning Ferðamálastofu; 248.638 gestir í Reynisfjöru árið 2021, 482.612 gestir 2022 og 401.689 gestir það sem af er 2023. Aðeins Gullfoss og Geysir fá fleiri gesti árlega þegar við tölum um ferðamannastaði. Það sem aðgreinir Reynisfjöru hins vegar frá flestum ferðamannastöðum landsins er það hversu breytilegar aðstæður geta verið í fjörunni. Þú getur heimsótt Reynisfjöru þrisvar í sama mánuðinum og fengið algjörlega þrjár mismunandi upplifanir, dæmi: Heimsókn 1: Það er fjara sem nær 50 m niður fyrir Hálsanefshelli, þú getur spókað þig í fjörunni, tekið myndir, skoðað lunda og jafnvel gengið austurmeð Reynisfjalli og séð glitta í Vík. Heimsókn 2: Sjórin sleikir stuðlabergið 2x á sólarhring þegar það er flóð, þess á milli er mögulegt að skoða Hálsanefshelli. Heimsókn 3: Það er hæsta flóð, stormur nýafstaðinn og gríðarlegur öldugangur, öldurnar lemja stuðlabergið og löðrið flæðir jafnvel upp á fjörukambinn. Við allar ofangreindar aðstæður er Atlantshafið hættulegt, það er snarbrattur marbakki úti í sjó, sterkir straumar og mikið útsog. Mesta hættan í fjörunni er alltaf við stuðlabergið. Frákast öldunnar frá stuðlaberginu er þannig að ef þú lendir í því áttu ekki ekki afturkvæmt. Frá árinu 2016 hefur öryggi í Reynisfjöru verið mikið í umræðunni og margt verið gert; Fyrstu öryggisskiltin voru sett upp árið 2016, göngustígar markaðir og gerðir þannig úr garði að gestir þurfa að ganga framhjá skiltum á leið sinni í fjöruna. Frá árinu 2016 hafa samtals 18 öryggisskilti verið sett upp í Reynisfjöru og eru í dag 12 öryggisskilti í Reynisfjöru. Á nýjustu öryggisskiltunum er leitast við að lýsa hættunni miðað við aðstæðurnar sem nefndar voru hér fyrir ofan. Sett hafa verið upp viðvörunarljós tengd ölduspárkerfi Vegagarðarinnar. Á mastri í fjörukambinum er löggæslumyndavél sem er undir stjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Það er vissulega hægt að gera meira í þessum passívu vörnum, dæmi um það er að bæta við afmörkuðum útsýnisstað á fjörukambinum og loka göngustígnum við fjörukabinn með keðju þegar það er rautt ljós. Dæmi um aktívar varnir sem mætti bæta er upplýsingagjöf á netinu, mönnuð fræðsla á staðnum og jafnvel mönnuð öryggisgæsla þegar ljósið er rautt. Málið er nefninlega að fólk hagar sér eins og sauðkindin, um leið og fyrsta rollan fer af stað þá rennur safnið á eftir. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer inn á lokað svæði til að aðrir fylgi á eftir. Þá væri gott að vera með góðan smala á staðnum. Staðreyndin er hins vegar sú að gestir í Reynisfjöru eru alltaf á eigin ábyrgð. Alvarleg slys hafa átt sér stað á fleiri ferðamannastöðum en í Reynisfjöru, sem m.a. má rekja til veðurs og náttúruvár. Það er brýnt fyrir íslenskt samfélag að leggja mat á það hvað telst ásættanleg áhætta á ferðamannastöðum. Upplýsingarmiðlun til ferðafólks er varðar hættur á ferð um landið er afar mikilvæg og þyrfti að samræma bæði varðandi útlit öryggismerkinga og upplýsingagjöf á netinu. Greinarhöfundur er uppalinn í Þórisholti í Reynishverfi, einn af landeigendum í Reynisfjöru og starfar sem brunaverkfræðingur.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar