Íslandsbanki tilkynnti um yfirvofandi vaxtahækkanir í upphafi mánaðar, en áður höfðu bæði Arion banki og Landsbankinn tilkynnt um vaxtahækkanir.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í síðustu viku að hækka stýrivexti um 0,50 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fóru því úr 8,75 prósentum í 9,25.
Á vef Íslandsbanka segir að vextirnir hjá bankanum hafi breyst í gær, 4. september, en hjá Ergo þann 8. september næstkomandi.
„Vaxtabreytingarnar eru eftirfarandi:
- Vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum hækka um 0,50 prósentustig.
- Vextir á verðtryggðum innlánsreikningum einstaklinga og fyrirtækja hækka um allt að 0,50 prósentustig.
- Vextir á almennum veltureikningum hækka um 0,35 prósentustig.
- Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,50 prósentustig.
- Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka um 0,40 prósentustig.
- Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,50 prósentustig.
- Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána til 5 ára hækka um 0,50 prósentustig.
- Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,50 prósentustig.
- Breytilegir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,30 prósentustig.
- Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,50 prósentustig.
- Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,50 prósentustig.
Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi,“ segir á vef bankans.