Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2023 15:56 Lögreglumaður fjarlægir bakpoka annaras mótmælandans. Vísir Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. Það var á þriðja tímanum í dag sem Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou komu niður úr tunnunum og voru færðar á brott í lögreglubíl. Þá höfðu mótmælaaðgerðir þeirra staðið yfir í einn og hálfan sólarhring. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann okkar á vettvangi, að Hvalur hf. hafi kært konurnar fyrir húsbrot. Þær hafi verið fluttar á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem heilbrigðisstarfsfólk hafi skoðað ástand þeirra. Anahita hafði verið án vatns og matar í vel á annan sólarhring en bakpoki hennar með vistum var fjarlægður af lögreglu. Þeim stóð til boða að koma niður úr tunnunum og fá mat og drykk. Lögregla hafnaði hins vegar að færa aðgerðarsinnunum mat. „Ef þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi þá hefðum við farið með þær á sjúkrahús,“ segir Ásgeir. Hann segir að bakpokinn hafi verið tekinn af Anahitu til þess að stytta mótmælin, auka líkurnar á að þeim lyki fyrr en ella. Sú aðgerð hefur verið gagnrýnd, meðal annars af framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ef þú kæmir að einhverjum í stofunni þinni með bakpoka og nesti, þá myndir þú ekki telja það mannréttindi þess einstaklings að fá að vera með töskuna og nesti,“ segir Ásgeir. Það hafi ekki verið mistök að taka töskuna af þeim. Hann tekur fram að konurnar hafi verið samstarfsfúsar allan tímann og að samskipti þeirra og lögreglu hafi verið mjög kurteisisleg. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er efins um þessa aðgerð lögreglu. Hann ræddi hana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Lögreglumál Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12 Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Það var á þriðja tímanum í dag sem Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou komu niður úr tunnunum og voru færðar á brott í lögreglubíl. Þá höfðu mótmælaaðgerðir þeirra staðið yfir í einn og hálfan sólarhring. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann okkar á vettvangi, að Hvalur hf. hafi kært konurnar fyrir húsbrot. Þær hafi verið fluttar á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem heilbrigðisstarfsfólk hafi skoðað ástand þeirra. Anahita hafði verið án vatns og matar í vel á annan sólarhring en bakpoki hennar með vistum var fjarlægður af lögreglu. Þeim stóð til boða að koma niður úr tunnunum og fá mat og drykk. Lögregla hafnaði hins vegar að færa aðgerðarsinnunum mat. „Ef þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi þá hefðum við farið með þær á sjúkrahús,“ segir Ásgeir. Hann segir að bakpokinn hafi verið tekinn af Anahitu til þess að stytta mótmælin, auka líkurnar á að þeim lyki fyrr en ella. Sú aðgerð hefur verið gagnrýnd, meðal annars af framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ef þú kæmir að einhverjum í stofunni þinni með bakpoka og nesti, þá myndir þú ekki telja það mannréttindi þess einstaklings að fá að vera með töskuna og nesti,“ segir Ásgeir. Það hafi ekki verið mistök að taka töskuna af þeim. Hann tekur fram að konurnar hafi verið samstarfsfúsar allan tímann og að samskipti þeirra og lögreglu hafi verið mjög kurteisisleg. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er efins um þessa aðgerð lögreglu. Hann ræddi hana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Lögreglumál Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12 Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12
Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35