Nú þegar Samkeppniseftirlitið ske hefur fjallað um eitt stærsta og mesta samráð í íslenskri sögu á milli Eimskipa og Samskipa undrast fólk yfir vinnubrögðunum, ásetningnum og útsjónarseminni. Vonandi verður hægt að krefja skipafélögin bæði um bætur en þær upphæðir eru eingöngu bætur og verða aldrei greiddar að fullu, sér í lagi munu ekki nærri allir viðskiptavinir skipafélaganna tveggja sækja bætur.
Þarf ekki að stofna nýtt skipafélag?
Í dag eru þessi tvö fyrirtæki þau einu sem sjá um landflutninga og ætli þessi skipafélög eigi um 80-90% af öllum innflutningi og útflutningi. Í þokkabót eru þau hlið við hlið í Sundahöfn og deila með sér tækjum og tólum svo sem krönum og fleira og er því ógjörningur fyrir annað skipafélag að koma með gám nema að semja við annaðhvort Samskip eða Eimskip. Er því ekki úr vegi að atvinnulífið stóru fyrirtækin sem t.d fjallað er um í skýrslu ske má þar nefna Ölgerðina, Alkoa Fjarðarál, Innes og fleiri félög að taka sig saman og stofna nýtt skipafélag sem gæti heitið Almenningur Skipafélag og stuðlað að aukinni samkeppni á þessum markaði sem og að þurfa ekki lengur að versla við þessi tvö einu félög á markaðnum. Til alls eru orð fyrst.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.