„Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. september 2023 12:01 Fjallað var um umfang stjórnarráðsins á Íslandi í fjölmiðlum á dögunum og ekki sízt þá staðreynd að samanlagt störfuðu rúmlega 700 manns í ráðuneytum landsins. Full ástæða er til slíkrar umfjöllunar og um leið er vert að hafa í huga þá staðreynd að kæmi til inngöngu í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni myndi það fyrir utan annað hafa í för með sér umfangsmikla útþenslu stjórnsýslunnar hér á landi svo hún gæti staðið undir þeim kröfum sem fylgdu veru í sambandinu – samkvæmt gögnum þess sjálfs. Forystumenn Viðreisnar hafa annað slagið á liðnum árum átt það til að berja sér á brjóst og gagnrýna umfang stjórnsýslunnar hér á landi harðlega. Meðal annars og ekki sízt ráðuneytanna. Hins vegar er ljóst að hljóð og mynd hefur á engan hátt farið saman í þeim málflutningi enda á sama tíma helzta, og í raun eina, stefnumál flokksins að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið sem myndi, eins og áður segir, þýða mikla útþenslu hins opinbera hér á landi sem næg er fyrir. Þetta tvennt getur því á engan hátt farið saman. Telur íslenzku ráðuneytin vera of lítil Fjallað er til að mynda um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 sem unnið var af framkvæmdastjórn sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ í tengslum við umsókn þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Fullkomlega ótrúverðugur málflutningur Með öðrum orðum er ljóst að farið yrði úr öskunni í eldinn þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Eins er ljóst að málflutningur þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og þeir tala fyrir inngöngu í sambandið, eins og forystumanna Viðreisnar, er fullkomlega ótrúverðugur. Þannig liggur fyrir að Evrópusambandið telur það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja telja kjósendum trú um að þeir telji allt of stórt. Hitt er svo annað mál að ekkert af þessu þarf vitanlega að koma á óvart enda taka kröfur Evrópusambandsins um stjórnsýslu eðli málsins samkvæmt mið af milljóna- og tugmilljónaþjóðum. Stjórnsýsla sambandsins bætist síðan allajafna við sem yfirbygging ofan á þá yfirbyggingu sem fyrir er í ríkjum þess og kostnaðinn af henni er greiddur af skattgreiðendum þeirra. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar getur á engan hátt átt samleið með þeirri stefnu að gengið skuli í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Evrópusambandið Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fjallað var um umfang stjórnarráðsins á Íslandi í fjölmiðlum á dögunum og ekki sízt þá staðreynd að samanlagt störfuðu rúmlega 700 manns í ráðuneytum landsins. Full ástæða er til slíkrar umfjöllunar og um leið er vert að hafa í huga þá staðreynd að kæmi til inngöngu í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni myndi það fyrir utan annað hafa í för með sér umfangsmikla útþenslu stjórnsýslunnar hér á landi svo hún gæti staðið undir þeim kröfum sem fylgdu veru í sambandinu – samkvæmt gögnum þess sjálfs. Forystumenn Viðreisnar hafa annað slagið á liðnum árum átt það til að berja sér á brjóst og gagnrýna umfang stjórnsýslunnar hér á landi harðlega. Meðal annars og ekki sízt ráðuneytanna. Hins vegar er ljóst að hljóð og mynd hefur á engan hátt farið saman í þeim málflutningi enda á sama tíma helzta, og í raun eina, stefnumál flokksins að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið sem myndi, eins og áður segir, þýða mikla útþenslu hins opinbera hér á landi sem næg er fyrir. Þetta tvennt getur því á engan hátt farið saman. Telur íslenzku ráðuneytin vera of lítil Fjallað er til að mynda um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 sem unnið var af framkvæmdastjórn sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ í tengslum við umsókn þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Fullkomlega ótrúverðugur málflutningur Með öðrum orðum er ljóst að farið yrði úr öskunni í eldinn þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Eins er ljóst að málflutningur þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og þeir tala fyrir inngöngu í sambandið, eins og forystumanna Viðreisnar, er fullkomlega ótrúverðugur. Þannig liggur fyrir að Evrópusambandið telur það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja telja kjósendum trú um að þeir telji allt of stórt. Hitt er svo annað mál að ekkert af þessu þarf vitanlega að koma á óvart enda taka kröfur Evrópusambandsins um stjórnsýslu eðli málsins samkvæmt mið af milljóna- og tugmilljónaþjóðum. Stjórnsýsla sambandsins bætist síðan allajafna við sem yfirbygging ofan á þá yfirbyggingu sem fyrir er í ríkjum þess og kostnaðinn af henni er greiddur af skattgreiðendum þeirra. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar getur á engan hátt átt samleið með þeirri stefnu að gengið skuli í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun