Í nefndinni sátu áður Lárus Blöndal stjórnarformaður, Margrét Kristmannsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.
Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í nefndina í dag en skipunartími fyrri stjórnar Bankasýslunnar rann út 15. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Þá segir einnig að til standi að leggja Bankasýsluna niður í núverandi mynd með nýju frumvarpi ráðherra. Til standi að breyta umgjörð í tengslum við eignarhald ríkisins á hlutum í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í ríkiseigu. Gert er ráð fyrir því að fjármálaráðherra leggi fram frumvarpið í janúar á næsta ári.