Portúgalir og Skotar í góðri stöðu eftir leiki kvöldsins Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 21:05 Bruno Fernandes fagnar sigurmarki sínum í Slóvakíu í kvöld. Vísir/Getty Sex leikir fóru fram í kvöld í undankeppni EM í Þýskalandi á næsta ári. Skotar unnu öruggan sigur á Kýpur og þá vann Portúgal útisigur gegn Slóvakíu í riðli Íslands. Auk martraðarleiks Íslands og Lúxemborg í kvöld voru spilaðir fimm aðrir leikir í undankeppni Evrópumótsins. Mótið fer fram í Þýskalandi á næsta ári og er mikil eftirvænting enda Þjóðverjar öllu vanir þegar kemur að stórmótaskipulagi. Skotar eru komnir langleiðina til Þýskalands eftir öruggan 3-0 sigur á Kýpur í kvöld. Scott McTominay, Ryan Porteous og John McGinn skoruðu mörk Skota sem eru með fullt hús stiga í A-riðli eftir fimm leiki. Spánn er í öðru sæti með sex stig en á tvo leiki til góða. Ryan Porteous's first international goal #EURO2024 pic.twitter.com/muPP1NvmlF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Króatía vann 5-0 stórsigur á Lettum á heimavelli sínum í Zagreb. Bruno Petkovic skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Luka Ivanusec eitt en Andrej Kramaric og Marko Pasalic bættu tveimur mörkum við í síðari hálfleiknum. Armenar voru grátlega nálægt því að næla sér í þrjú stig af erfiðum útivelli í Tyrklandi. Artak Dashyan kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bertug Yildrim jafnaði á 88. mínútu. Tyrkir eru í efsta sæti D-riðils með tíu stig eftir fimm leiki, en Króatar í öðru sæti með sjö stig eftir þrjá leiki. Birthday boy Bruno Fernandes gives Portugal the lead #EURO2024 pic.twitter.com/mDoQ0VTkyp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Í riðli Íslendinga vann Portúgal góðan 1-0 sigur í Slóvakíu. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks en Portúgal er með fullt hús stiga í riðlinum þegar öll lið hafa leikið fimm leiki og leiðin til Þýskalands greið. Bosnía og Hersegóvína, sem mætir á Laugardalsvöll á mánudagskvöldið, vann 2-1 sigur gegn Lichtenstein á heimavelli sínum. Mark frá Edin Dzeko og sjálfsmark Simon Luchinger komu Bosníu og Hersegóvínu í 2-0 áður en Sandro Wolfinger minnkaði muninn. Lokatölur 2-1 en en þetta var aðeins annar sigur heimamanna í riðlinum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira
Auk martraðarleiks Íslands og Lúxemborg í kvöld voru spilaðir fimm aðrir leikir í undankeppni Evrópumótsins. Mótið fer fram í Þýskalandi á næsta ári og er mikil eftirvænting enda Þjóðverjar öllu vanir þegar kemur að stórmótaskipulagi. Skotar eru komnir langleiðina til Þýskalands eftir öruggan 3-0 sigur á Kýpur í kvöld. Scott McTominay, Ryan Porteous og John McGinn skoruðu mörk Skota sem eru með fullt hús stiga í A-riðli eftir fimm leiki. Spánn er í öðru sæti með sex stig en á tvo leiki til góða. Ryan Porteous's first international goal #EURO2024 pic.twitter.com/muPP1NvmlF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Króatía vann 5-0 stórsigur á Lettum á heimavelli sínum í Zagreb. Bruno Petkovic skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Luka Ivanusec eitt en Andrej Kramaric og Marko Pasalic bættu tveimur mörkum við í síðari hálfleiknum. Armenar voru grátlega nálægt því að næla sér í þrjú stig af erfiðum útivelli í Tyrklandi. Artak Dashyan kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bertug Yildrim jafnaði á 88. mínútu. Tyrkir eru í efsta sæti D-riðils með tíu stig eftir fimm leiki, en Króatar í öðru sæti með sjö stig eftir þrjá leiki. Birthday boy Bruno Fernandes gives Portugal the lead #EURO2024 pic.twitter.com/mDoQ0VTkyp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Í riðli Íslendinga vann Portúgal góðan 1-0 sigur í Slóvakíu. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks en Portúgal er með fullt hús stiga í riðlinum þegar öll lið hafa leikið fimm leiki og leiðin til Þýskalands greið. Bosnía og Hersegóvína, sem mætir á Laugardalsvöll á mánudagskvöldið, vann 2-1 sigur gegn Lichtenstein á heimavelli sínum. Mark frá Edin Dzeko og sjálfsmark Simon Luchinger komu Bosníu og Hersegóvínu í 2-0 áður en Sandro Wolfinger minnkaði muninn. Lokatölur 2-1 en en þetta var aðeins annar sigur heimamanna í riðlinum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira