Rógur eða rannsókn? Bryndís Schram skrifar 11. september 2023 11:30 Páll Magnússon, frændi minn – þjóðkunnur fjölmiðlamaður – var um daginn í „sómaviðtali“ við Sölva Tryggvason. DV tínir svo það sem fréttnæmt þykir upp úr viðtalinu undir fyrirsögninni: „Segir, að fréttir af veislu Jóns Baldvins og Bryndísar hafi markað ákveðin tímamót“. Ég trúi varla mínum eigin augum. Í viðtalinu er Páll að hæla sjálfum sér fyrir að hafa staðið dyggan vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt gagnvart eigendum/útgefendum. Gott, ef hann er ekki að lýsa sjálfum sér sem brautryðjanda í rannsóknarblaðamennsku. En dæmið sem hann tekur, rennir ekki beinlínis stoðum undir sjálfshólið: Síendurteknar lygafréttir hans um, að Jón Baldvin – þá fjármálaráðherra – hafi látið skattgreiðendur borga veislu í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós, að þetta var og er tilhæfulaust með öllu. Bara rógur. Staðreyndirnar eru þessar: Eftirmaður Jóns Baldvins á stóli fjármálaráðherra, komst á snoðir um tvær nótur um áfengisúttektir í tíð Jóns Baldvins, þar sem tilefnis var ekki getið. Ráðherrann laumaði nótunum í hendur talhlýðins fréttamanns með þeirri kurteislegu ábendinu, að nóturnar væru tímasettar um líkt leyti og mín fjölsótta afmælisveisla. Þetta byrjaði sem sé sem venjulegt pólitískt baktjaldamakk til að koma höggi á andstæðing. Um leið var þetta rakið tilefni til rannsóknarblaðamennsku - til að gegna í verki hlutverki fjölmiðla um að veita valdhöfum viðeigandi aðhald. Hvernig? Með því að bera saman úttektarnótur ráðuneytisins og tiltæk gögn um kostun veislunnar. En ekkert slíkt gerðist. Það var engin rannsókn. Það var látið nægja að tönnlast á því í sífellu, vikum og mánuðum saman, að „grunur léki á“ o.s.frv.. Þar fór fremstur í flokki Páll Magnússon. Svo var spurt í skoðanakönnun, hver væri spilltasti stjórnmálamaður Íslands. Jón Baldvin vann þá keppni með yfirburðum. Þá var honum loks nóg boðið. Hann krafðsit þess, að þáverandi forseti Alþingis fæli Ríkisendurskoðun - sem heyrir undir Alþingi – að rannsaka málið - leiða hið sanna í ljós. Undir hótun. Forsetinn hafnaði því með þeim orðum, að þetta væri einkamál Jóns Baldvins. Það var ekki fyrr en Jón Baldvin hótaði því að leggja fram fyrirspurninr um ráðstöfun risnufjár ráðherra í ríkisstjórn Íslands allan lýðveldistímann – þannig að Alþingi hefði um fátt annað að ræða – sem hann lét undan síga. Tæpu ári eftir að rógsherferðin byrjaði barst að lokum fréttatilkynning frá Ríkisendurskoðun um niðurstöðu rannsóknarinnar. Þetta var 12.okt. 1989. Það var stutt og laggott: „Athugunin hefur ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman – úttektarnótur ráðuneytisins og framlögð gögn um kostun veislunnar - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um, að greiðsla veislufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Af tilviljun horfði ég á sjónvarpsfréttir umrætt kvöld. Þar blasti Páll Magnússon við á skjánum eins og venjulega. Allt í einu segir hann: „Hér var að berast ný frétt: Þar segir, að athugun Ríkisendurskoðunar hafi ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman (úttektarnóturráðuneytisins og framlögð gögn um kostnað vegna afmælisveislu Bryndísar Schram) - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veilsufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Það var ekki laust við, að það vottaði fyrir skömmustulegum svip á andliti Páls. Alla vega var brosið svolítið kindarlegt. En afsökunarbeiðnin hefur ekki borist enn – 35 árum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Páll Magnússon, frændi minn – þjóðkunnur fjölmiðlamaður – var um daginn í „sómaviðtali“ við Sölva Tryggvason. DV tínir svo það sem fréttnæmt þykir upp úr viðtalinu undir fyrirsögninni: „Segir, að fréttir af veislu Jóns Baldvins og Bryndísar hafi markað ákveðin tímamót“. Ég trúi varla mínum eigin augum. Í viðtalinu er Páll að hæla sjálfum sér fyrir að hafa staðið dyggan vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt gagnvart eigendum/útgefendum. Gott, ef hann er ekki að lýsa sjálfum sér sem brautryðjanda í rannsóknarblaðamennsku. En dæmið sem hann tekur, rennir ekki beinlínis stoðum undir sjálfshólið: Síendurteknar lygafréttir hans um, að Jón Baldvin – þá fjármálaráðherra – hafi látið skattgreiðendur borga veislu í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós, að þetta var og er tilhæfulaust með öllu. Bara rógur. Staðreyndirnar eru þessar: Eftirmaður Jóns Baldvins á stóli fjármálaráðherra, komst á snoðir um tvær nótur um áfengisúttektir í tíð Jóns Baldvins, þar sem tilefnis var ekki getið. Ráðherrann laumaði nótunum í hendur talhlýðins fréttamanns með þeirri kurteislegu ábendinu, að nóturnar væru tímasettar um líkt leyti og mín fjölsótta afmælisveisla. Þetta byrjaði sem sé sem venjulegt pólitískt baktjaldamakk til að koma höggi á andstæðing. Um leið var þetta rakið tilefni til rannsóknarblaðamennsku - til að gegna í verki hlutverki fjölmiðla um að veita valdhöfum viðeigandi aðhald. Hvernig? Með því að bera saman úttektarnótur ráðuneytisins og tiltæk gögn um kostun veislunnar. En ekkert slíkt gerðist. Það var engin rannsókn. Það var látið nægja að tönnlast á því í sífellu, vikum og mánuðum saman, að „grunur léki á“ o.s.frv.. Þar fór fremstur í flokki Páll Magnússon. Svo var spurt í skoðanakönnun, hver væri spilltasti stjórnmálamaður Íslands. Jón Baldvin vann þá keppni með yfirburðum. Þá var honum loks nóg boðið. Hann krafðsit þess, að þáverandi forseti Alþingis fæli Ríkisendurskoðun - sem heyrir undir Alþingi – að rannsaka málið - leiða hið sanna í ljós. Undir hótun. Forsetinn hafnaði því með þeim orðum, að þetta væri einkamál Jóns Baldvins. Það var ekki fyrr en Jón Baldvin hótaði því að leggja fram fyrirspurninr um ráðstöfun risnufjár ráðherra í ríkisstjórn Íslands allan lýðveldistímann – þannig að Alþingi hefði um fátt annað að ræða – sem hann lét undan síga. Tæpu ári eftir að rógsherferðin byrjaði barst að lokum fréttatilkynning frá Ríkisendurskoðun um niðurstöðu rannsóknarinnar. Þetta var 12.okt. 1989. Það var stutt og laggott: „Athugunin hefur ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman – úttektarnótur ráðuneytisins og framlögð gögn um kostun veislunnar - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um, að greiðsla veislufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Af tilviljun horfði ég á sjónvarpsfréttir umrætt kvöld. Þar blasti Páll Magnússon við á skjánum eins og venjulega. Allt í einu segir hann: „Hér var að berast ný frétt: Þar segir, að athugun Ríkisendurskoðunar hafi ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman (úttektarnóturráðuneytisins og framlögð gögn um kostnað vegna afmælisveislu Bryndísar Schram) - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veilsufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Það var ekki laust við, að það vottaði fyrir skömmustulegum svip á andliti Páls. Alla vega var brosið svolítið kindarlegt. En afsökunarbeiðnin hefur ekki borist enn – 35 árum síðar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun