Þegar NATO reisti olíubryggju í Hvalfirði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. september 2023 08:00 Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Markús Karl Valsson Sumarið 1966 hófust miklar framkvæmdir við Miðsand í Hvalfirði þegar vinna hófst við olíubryggjuna svokölluðu. Á þessum tíma voru krepputímar á Íslandi enda hafði dregið úr síldarafla árið áður og efnahagslífið var dapurt. Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Því er óhætt að segja að framkvæmdirnar hafi verið merkur áfangi í atvinnusögu Íslendinga. Atlantshafsbandalagið (NATO) reisti mikla olíubirgðastöð í Hvalfirði í Kalda stríðinu svokallaða og var um að ræða nokkurs konar framhaldsframkvæmd á olíubirgðastöðinni sem Bandaríkjamenn gerðu í firðinum á árum seinni heimsstyrjaldar. Í upprifjun Skessuhorns árið 2014 er þess minnst að um hafi verið að ræða stærstu framkvæmdir þess tíma á Íslandi. Smíða átti mikla bryggju sem dæla mátti um olíu í og úr skipum sem legðust þar að. Í landi voru settir upp fjórir nýir olíugeymar sem rúmuðu hver um sig 13 þúsund tonn. Einnig voru settar upp dælustöðvar og reist rafstöðvarhús. Verkamenn að störfum.Markús Karl Valsson Jónas Guðmundsson frá Bjarteyjarsandi var á meðal þeirra sem unnu við að reisa bryggjuna og segir það hafa verið mikið ævintýri fyrir ungan mann. „Vélarnar voru stórar og miklar. Miklu stærri en maður hafði áður séð. Ég hafði þó verið í jarðvinnu og kynnst bæði skurðgröfum og jarðýtum.“ Verkamennirnir bjuggu flestir í vinnubúðum sem settar voru upp á staðnum. „Mannskapurinn var hópur af Bandaríkjamönnum og svo Íslendingar. Uppistaðan í íslenska mannskapnum til að byrja með voru Keflvíkingar sem unnu hjá Íslenskum aðalverktökum suður frá. Síðan bættust menn ört í hópinn þegar framkvæmdirnar komust á fullt skrið. Í Reykjavíkurhöfn. Vinnuprammi fyrir hamarinn sem var notaður til að reka niður staura í bryggjuna gerður klár til að verða dreginn upp í Hvalfjörð.Markús Karl Valsson Það voru menn af Akranesi og margir úr sveitunum í Hvalfirði. Það bjuggu allir á staðnum en menn fóru heim um helgar. Þetta voru góðar tekjur og fín vinna. Ég starfaði við þetta frá því í janúar 1966 þar til í desember 1968. Þetta urðu þannig tvö ár og bryggjan var fullsmíðuð með lögnum og öllu saman þegar ég kvaddi.“ Olíubirgðastöð NATO er í dag leikmynd liðins tíma en bryggjan stendur enn. Fyrir nokkrum árum áskotnaðist Magnúsi Þór Hafsteinssyni meðfylgjandi myndir frá Markúsi Karli Valssyni heitnum, en Markús var áhugaljósmyndari á Suðurnesjum og jafnframt starfsmaður Íslenskra aðalverktaka. Veitti hann Vísi góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar. Vinnupramminn að leggja af stað.Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Framkvæmdir í gangi.Markús Karl Valsson Í fjörunni á Miðsandi. Handan fjarðar er Reynivallaháls.Markús Karl Valsson Horft upp eftir bryggjunni á Akranesi þar sem verið að skipa upp bitum í dekk bryggjunnar.Markús Karl Valsson Séð yfir Hvalfjörðinn.Markús Karl Valsson Einn af Fossunum kominn upp í Hvalfjörð með tréstaurana í bryggjuna.Markús Karl Valsson Einu sinni var... Hvalfjarðarsveit NATO Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Atlantshafsbandalagið (NATO) reisti mikla olíubirgðastöð í Hvalfirði í Kalda stríðinu svokallaða og var um að ræða nokkurs konar framhaldsframkvæmd á olíubirgðastöðinni sem Bandaríkjamenn gerðu í firðinum á árum seinni heimsstyrjaldar. Í upprifjun Skessuhorns árið 2014 er þess minnst að um hafi verið að ræða stærstu framkvæmdir þess tíma á Íslandi. Smíða átti mikla bryggju sem dæla mátti um olíu í og úr skipum sem legðust þar að. Í landi voru settir upp fjórir nýir olíugeymar sem rúmuðu hver um sig 13 þúsund tonn. Einnig voru settar upp dælustöðvar og reist rafstöðvarhús. Verkamenn að störfum.Markús Karl Valsson Jónas Guðmundsson frá Bjarteyjarsandi var á meðal þeirra sem unnu við að reisa bryggjuna og segir það hafa verið mikið ævintýri fyrir ungan mann. „Vélarnar voru stórar og miklar. Miklu stærri en maður hafði áður séð. Ég hafði þó verið í jarðvinnu og kynnst bæði skurðgröfum og jarðýtum.“ Verkamennirnir bjuggu flestir í vinnubúðum sem settar voru upp á staðnum. „Mannskapurinn var hópur af Bandaríkjamönnum og svo Íslendingar. Uppistaðan í íslenska mannskapnum til að byrja með voru Keflvíkingar sem unnu hjá Íslenskum aðalverktökum suður frá. Síðan bættust menn ört í hópinn þegar framkvæmdirnar komust á fullt skrið. Í Reykjavíkurhöfn. Vinnuprammi fyrir hamarinn sem var notaður til að reka niður staura í bryggjuna gerður klár til að verða dreginn upp í Hvalfjörð.Markús Karl Valsson Það voru menn af Akranesi og margir úr sveitunum í Hvalfirði. Það bjuggu allir á staðnum en menn fóru heim um helgar. Þetta voru góðar tekjur og fín vinna. Ég starfaði við þetta frá því í janúar 1966 þar til í desember 1968. Þetta urðu þannig tvö ár og bryggjan var fullsmíðuð með lögnum og öllu saman þegar ég kvaddi.“ Olíubirgðastöð NATO er í dag leikmynd liðins tíma en bryggjan stendur enn. Fyrir nokkrum árum áskotnaðist Magnúsi Þór Hafsteinssyni meðfylgjandi myndir frá Markúsi Karli Valssyni heitnum, en Markús var áhugaljósmyndari á Suðurnesjum og jafnframt starfsmaður Íslenskra aðalverktaka. Veitti hann Vísi góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar. Vinnupramminn að leggja af stað.Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Framkvæmdir í gangi.Markús Karl Valsson Í fjörunni á Miðsandi. Handan fjarðar er Reynivallaháls.Markús Karl Valsson Horft upp eftir bryggjunni á Akranesi þar sem verið að skipa upp bitum í dekk bryggjunnar.Markús Karl Valsson Séð yfir Hvalfjörðinn.Markús Karl Valsson Einn af Fossunum kominn upp í Hvalfjörð með tréstaurana í bryggjuna.Markús Karl Valsson
Einu sinni var... Hvalfjarðarsveit NATO Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira