„Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 18:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. „Það kemur náttúrulega á óvart að það er lítið nýtt að frétta þarna. Það aðhald og þau úrræði sem voru kynnt til sögunnar í dag eru í raun úrræði sem hafa verið kynnt þrisvar til fjórum sinnum áður, úrræði sem voru fyrst kynnt til sögunnar í mars, þegar var há verðbólga. Við höfum ennþá séð háar verðbólgutölur og vaxtatölur líka, fara upp á við. Þess vegna bjuggumst við kannski við því að við myndum sjá meira útspil inn í kjaraveturinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hennar flokkur hefði viljað fá inn fullfjármagnaðan kjarapakka fyrir heimilin í landinu, til þess að koma í veg fyrir óróa á vinnumarkaði. „Ég myndi segja að það sé það sem Samfylkingin er kannski með augun á núna. Vegna þess að við breytum ekki heildarstefnunni hjá ríkisstjórninni, en við hefðum viljað sjá kjarapakka fyrir heimilin í landinu og munum berjast fyrir því áfram í vetur,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Gefur lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gaf lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar um aðhald. „Þetta með aðhaldið eða sparnaðinn virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim. Því þau rökstyðja þetta þannig að þau hefðu vel getað hugsað sér að eyða miklu meiri peningum, en þau ætli að eyða aðeins minni peningum, en reka samt ríkið áfram með mjög umtalsverðum halla þrátt fyrir allar þessar aukatekjur sem koma vegna ferðaþjónustu og aukinnar einkaneyslu á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Hann tók þá í sama streng og Kristrún, og sagði lítið nýtt hafa verið kynnt. „Svo eru kynntir þessir 17 milljarðar í þriðja eða fjórða skiptið held ég núna, sem eru opnu vinnurýmin og stafrænar lausnir og eitthvað slíkt, og hærri gjöld og skattar á almenning. Það er undirstaða 17 milljarða króna aðhaldsins svokallaða,“ sagði Sigmundur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Það kemur náttúrulega á óvart að það er lítið nýtt að frétta þarna. Það aðhald og þau úrræði sem voru kynnt til sögunnar í dag eru í raun úrræði sem hafa verið kynnt þrisvar til fjórum sinnum áður, úrræði sem voru fyrst kynnt til sögunnar í mars, þegar var há verðbólga. Við höfum ennþá séð háar verðbólgutölur og vaxtatölur líka, fara upp á við. Þess vegna bjuggumst við kannski við því að við myndum sjá meira útspil inn í kjaraveturinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hennar flokkur hefði viljað fá inn fullfjármagnaðan kjarapakka fyrir heimilin í landinu, til þess að koma í veg fyrir óróa á vinnumarkaði. „Ég myndi segja að það sé það sem Samfylkingin er kannski með augun á núna. Vegna þess að við breytum ekki heildarstefnunni hjá ríkisstjórninni, en við hefðum viljað sjá kjarapakka fyrir heimilin í landinu og munum berjast fyrir því áfram í vetur,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Gefur lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gaf lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar um aðhald. „Þetta með aðhaldið eða sparnaðinn virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim. Því þau rökstyðja þetta þannig að þau hefðu vel getað hugsað sér að eyða miklu meiri peningum, en þau ætli að eyða aðeins minni peningum, en reka samt ríkið áfram með mjög umtalsverðum halla þrátt fyrir allar þessar aukatekjur sem koma vegna ferðaþjónustu og aukinnar einkaneyslu á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Hann tók þá í sama streng og Kristrún, og sagði lítið nýtt hafa verið kynnt. „Svo eru kynntir þessir 17 milljarðar í þriðja eða fjórða skiptið held ég núna, sem eru opnu vinnurýmin og stafrænar lausnir og eitthvað slíkt, og hærri gjöld og skattar á almenning. Það er undirstaða 17 milljarða króna aðhaldsins svokallaða,“ sagði Sigmundur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira