Stolnu verki eftir van Gogh skilað í Ikea-poka með blóðugum kodda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2023 08:36 Verkið er frá 1884 og metið á 400 til 900 milljónir króna. Málverkið „Vorgarður“ eftir Vincent van Gogh er komið aftur í öruggar hendur eftir að hafa verið stolið af Singer-safninu í bænum Laren í Hollandi árið 2020. Það var málverkaspæjari sem endurheimti verkið, eftir að það hafði gengið manna á milli. Verkið er í eigu Groninger-safnsins en var lánað Singer-safninu og stolið af atvinnuþjófnum Nils M, sem bjó skammt frá Laren. Laren var dæmdur fyrir stuldinn og fyrir að hafa stolið verki eftir Frans Hals af safni í Leerdam nokkrum mánuðum síðar. Þegar Nils M var handtekinn hafði hann losað sig við „Vorgarð“ og samkvæmt gögnum sem lögregla komst yfir var verkið komið í hendur glæpahóps sem hugðist bjóða það í skiptum fyrir vægari fangelsisdóma. What a day...https://t.co/BjByRfcxv3— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) September 12, 2023 Listaverkaspæjarinn Arthur Brand sagði í samtali við BBC að menn teldu sig vita að verkið myndi fara á milli manna í kjölfarið, þar sem enginn vildi láta nappa sig með það. Þannig fór það að lokum að maður setti sig í samband við Brand, sem sagðist hafa verkið undir höndum en vildi losna við það. „Ég var í afmælisveislu og hann beið undir tré og útskýrði fyrir mér af hverju hann vildi gera þetta,“ sagði Brand um fund mannanna í Amsterdam. Maðurinn lét Brand lofa sér því að koma ekki upp um hann og það var samþykkt af yfirvöldum, þar sem talið var víst að maðurinn hefði ekki komið nálægt þjófnaðinum. Brand fékk verkið afhent á heimili sínu í Ikea-poka með blóðugum kodda, sem var ætlað að vernda verkið frá skemmdum. Stjórnandi Groninger-safnsins beið skammt frá til að geta staðfest að verkið væri ófalsað. Stjórnandinn, Andreas Bluhm, segir nokkrar rispur á verkinu en að það ætti að reynast auðvelt að gera við það. Viðgerðin mun fara fram á Van Gogh-safninu. Bluhm segir málið hafa tekið mikið á og verkið verði ekki lánað aftur. Holland Myndlist Erlend sakamál IKEA Söfn Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira
Verkið er í eigu Groninger-safnsins en var lánað Singer-safninu og stolið af atvinnuþjófnum Nils M, sem bjó skammt frá Laren. Laren var dæmdur fyrir stuldinn og fyrir að hafa stolið verki eftir Frans Hals af safni í Leerdam nokkrum mánuðum síðar. Þegar Nils M var handtekinn hafði hann losað sig við „Vorgarð“ og samkvæmt gögnum sem lögregla komst yfir var verkið komið í hendur glæpahóps sem hugðist bjóða það í skiptum fyrir vægari fangelsisdóma. What a day...https://t.co/BjByRfcxv3— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) September 12, 2023 Listaverkaspæjarinn Arthur Brand sagði í samtali við BBC að menn teldu sig vita að verkið myndi fara á milli manna í kjölfarið, þar sem enginn vildi láta nappa sig með það. Þannig fór það að lokum að maður setti sig í samband við Brand, sem sagðist hafa verkið undir höndum en vildi losna við það. „Ég var í afmælisveislu og hann beið undir tré og útskýrði fyrir mér af hverju hann vildi gera þetta,“ sagði Brand um fund mannanna í Amsterdam. Maðurinn lét Brand lofa sér því að koma ekki upp um hann og það var samþykkt af yfirvöldum, þar sem talið var víst að maðurinn hefði ekki komið nálægt þjófnaðinum. Brand fékk verkið afhent á heimili sínu í Ikea-poka með blóðugum kodda, sem var ætlað að vernda verkið frá skemmdum. Stjórnandi Groninger-safnsins beið skammt frá til að geta staðfest að verkið væri ófalsað. Stjórnandinn, Andreas Bluhm, segir nokkrar rispur á verkinu en að það ætti að reynast auðvelt að gera við það. Viðgerðin mun fara fram á Van Gogh-safninu. Bluhm segir málið hafa tekið mikið á og verkið verði ekki lánað aftur.
Holland Myndlist Erlend sakamál IKEA Söfn Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira