Ég var hinsegin barn Bjarni Snæbjörnsson skrifar 13. september 2023 12:30 Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78 og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni. Þessi lífsglaði, skapandi og skemmtilegi strákur er hér að koma heim úr sínum fyrsta skóladegi í Grunnskóla Tálknafjarðar haustið 1984, fyrir 39 árum síðan. Í skólanum hans var gott fólk að vinna og hann átti yndislega fjölskyldu. Hann elskaði að hlaupa með vinum sínum um móa, fjöll og dali og leitaði ævintýra í Vestfirskri náttúru. Allt var bara alveg frábært. Þessi drengur fæddist líka sem hommi. En þar sem samfélagið á þessum tíma var þannig að fræðsla um hinseginleikann var engin vissi hann ekki að það væri hægt að vera hommi. Það eina sem hann lærði var að það væri skammarlegt að vera kynvilltur og öfugur. Það var eitthvað ógeðslegt. Hann vildi alls ekki gangast við sjálfum sér því hann átti engar fyrirmyndir. Hann sá hvergi homma eða annað hinsegin fólk í bókunum sem hann las, í kvikmyndum eða sjónvarpi. Enginn annar í fjölskyldunni hans var hinsegin og ekki ein manneskja í bænum hans (svo hann vissi a.m.k.). Aldrei var talað um homma eða annað hinsegin fólk í skólanum. Það eina sem síaðist inn í barnsheilann var ógeðfelld umræða í fjölmiðlum samkynhneigða menn og alnæmisfaraldurinn þar sem þeir voru afmennskaðir og kallaðir pervertar, kynvillingar og öfuguggar. Eftir því sem árin liðu dofnaði ljósið innra með þessu barni því hann skammaðist sín svo mikið fyrir að laðast að karlmönnum. Honum fannst hann sjálfur vera ógeð. Ég kem loks út úr skápnum árið 1999, orðin 21 árs. Þá hafði umræðan opnast töluvert og hommar voru orðnir sýnileigri. Lagaleg réttindi voru líka að aukast. Vegna kærleiksríks uppeldis vissi ég innst inni að mér yrði ekki hafnað af fjölskyldu minn, þó ég óttaðist það mest af öllu. En skaðinn var skeður. Afleiðingar þess að ég ólst upp í fjarveru allrar fræðslu og um hinseginleikann ól ég með mér mikla skömm, kvíða og áfallastreitu. Ég lærði að með því að slökkva á mér yrði mér mögulega frekar borgið. Á viðkvæmum mótunarárum sem barn og unglingur lærði ég að ég mundi frekar lifa af með því að dofna og lokast; vera sem minnst ég. Þegar ég var 39 ára fékk ég svo taugaáfall þegar ég áttaði mig á því að öll þessi skömm og doði hafði umbreyst í djúpt og rætið sjálfshatur. Undanfarin ár hef ég þurft að vinna mikla sjálfsvinnu með hjálp sjálfræðinga, þerapista, vina og fjölskyldu til að laga bugað taugakerfi því mér fannst ég aldrei tilheyra samfélaginu mínu. Fyrir þau sem hafa aldrei upplifað svona bugandi viðvarandi skömm þá hljómar þetta kannski dramatískt en þetta er sannarlega sameiginleg reynsla mjög margra sem eru hinsegin (og fleiri jaðarhópa). Ekkert barn á að þurfa að þola það að finnast það ekki tilheyra samfélaginu sínu. Ekkert okkar á að þurfa að upplifa áfallastreitu, kvíða og sjálfshatur vegna þess að við erum eins og við erum. Hinseginfræðsla snýst aðeins um að kenna börnum, unglingum og auðvitað fullorðnum um fjölbreytileika mannlegrar tilveru. Að til séu ólík sambandsform og alls konar týpur af fólki og fjölskyldum. Og bara svo það sé ítrekað þá er hinseginfræðsla EKKI kynfræðsla og snýst aldrei um kynlíf eða klám. Hinseginfræðsla er líka byggð á vísindum sálfræðinga, menntunarsérfræðinga og áratuga reynslu fólks frá ýmsum löndum. Þó að fjarvera hinseginleikans hafi verið alger í æsku minni var ég heppinn því ég lifði við þau forréttindi að eiga fjölskyldu sem tjáði mér ást og þau sýndu mér stuðning frá unga aldri. Það hafa verið mikil forréttindi. En staðreyndin er sú að öll börn búa ekki við þau forréttindi, þess vegna er skólakerfið mikilvægur staður til að fræða börn og ungmenni um hinseginleikann. Enn er það líka staðreynd að vegna linnulausrar jaðarsetningar og áreitni er hinsegin fólk og ungmenni ennþá líklegust til að taka sín eigin líf. Ef ég hafði bara fengið fræðslu um fjölbreytileika mannlegrar tilveru. Ef bara að í skólanum mínum hefði mætt hinsegin manneskja til að talaði um hvernig fólk er margbreytilegt og hverrnig sambandsform eru allskonar. Þannig hefði ég lært um hinseginleikann og einnig skólafélagar mínir þannig að öll umræðan hefði orðið opnari og kærleiksríkari. Ef bara ég hefði lært að til væru falleg og heilbrigð sambönd sem eru samsett af tveimur karlmönnum og að á milli þeirra gæti ríkt falleg og djúp ást, stuðningur og traust. Ef bara ég hefði lært um trans fólk, kynsegin fólk, tvíkynhneigt fólk og hvernig það er allt í lagi að leita að sjálfsmynd sinni og hún þarf ekki að vera eins og allra í kringum mig. Að ég mætti vera ég sjálfur. Að það væri grundvallarréttur minn sem menneskja. Í staðin bað ég til guðs á hverju kvöldi að hann mundi ekki láta mig vera homma. Á hverjum degi reyndi ég að lifa af með stóra leyndarmálið mitt sem mér fannst vera ógeðslegt. Ég var á stöðugu varðbergi og lifði í stöðugum ótta við útskúfun. Þó að samfélagið hafi reynt í ómeðvitund sinni að halda að mér gagnkynhneigð þá var ég og er samt hommi. Linnulaus innræting gagnkynhneigðs samfélags tóks ekki að gera mig straight. Að halda því fram að hinseginfræðsla í skólakerfinu gerir börn einhvern vegin hinsegin er rangt. Klukkutíma fræðslufundur gerir gagnkynhneigt sískynja fólk ekki hinsegin. Að lesa rómantíska ástarsögu um tvær lesbíur gerir það ekki helur. Við fæðumst eins og við fæðumst. Fræðslan snýst um að gera líf okkar allra bærilegra, opnara og kærleiksríkara, sérstaklega hinsegin fólks. Út af þessari lífsreynslu minni mun ég alltaf berjast fyrir tjáningarfrelsi, fræðslu og sýnleika með samkenndina að vopni. Ég mun alltaf hugsa um þetta eina hinsegin barn sem mögulega mun alast upp í skömm og vegna fjarveru upplýsinga um fjölbreytta tilveru manneskjunnar. Fyrir þetta barn mun ég halda áfram að ræða þessi málefni og stuðla að upplýstri umræðu. Við getum ekki farið til baka. Ég mun alltaf standa með Samtökunum 78 og þeirra magnaða starfi sem byggir á upplýstri umræðu, fræðslu og sýnleika. Að lokum langar mig að biðla til allra þeirra sem eru mögulega í heift og vörn að gefa sér þá gjöf að opna á samkenndina og lesa sér til hvað er raunverulega í gangi. Ekki láta glepjast af hatursfullum kommentum og triggerandi orðum eins og “klám” og “barnaníðingar”. Þetta er aðens taktík til að búa til óreiðu, til að triggera okkur í óttaviðbragð, til að setja fleiri í vörn, til að stjórna umræðunni. Stígum varlega til jarðar og vöndum okkur. Lesum okkur til. Eigum uppbyggileg samtöl. Fræðumst. Ást og friður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78 og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni. Þessi lífsglaði, skapandi og skemmtilegi strákur er hér að koma heim úr sínum fyrsta skóladegi í Grunnskóla Tálknafjarðar haustið 1984, fyrir 39 árum síðan. Í skólanum hans var gott fólk að vinna og hann átti yndislega fjölskyldu. Hann elskaði að hlaupa með vinum sínum um móa, fjöll og dali og leitaði ævintýra í Vestfirskri náttúru. Allt var bara alveg frábært. Þessi drengur fæddist líka sem hommi. En þar sem samfélagið á þessum tíma var þannig að fræðsla um hinseginleikann var engin vissi hann ekki að það væri hægt að vera hommi. Það eina sem hann lærði var að það væri skammarlegt að vera kynvilltur og öfugur. Það var eitthvað ógeðslegt. Hann vildi alls ekki gangast við sjálfum sér því hann átti engar fyrirmyndir. Hann sá hvergi homma eða annað hinsegin fólk í bókunum sem hann las, í kvikmyndum eða sjónvarpi. Enginn annar í fjölskyldunni hans var hinsegin og ekki ein manneskja í bænum hans (svo hann vissi a.m.k.). Aldrei var talað um homma eða annað hinsegin fólk í skólanum. Það eina sem síaðist inn í barnsheilann var ógeðfelld umræða í fjölmiðlum samkynhneigða menn og alnæmisfaraldurinn þar sem þeir voru afmennskaðir og kallaðir pervertar, kynvillingar og öfuguggar. Eftir því sem árin liðu dofnaði ljósið innra með þessu barni því hann skammaðist sín svo mikið fyrir að laðast að karlmönnum. Honum fannst hann sjálfur vera ógeð. Ég kem loks út úr skápnum árið 1999, orðin 21 árs. Þá hafði umræðan opnast töluvert og hommar voru orðnir sýnileigri. Lagaleg réttindi voru líka að aukast. Vegna kærleiksríks uppeldis vissi ég innst inni að mér yrði ekki hafnað af fjölskyldu minn, þó ég óttaðist það mest af öllu. En skaðinn var skeður. Afleiðingar þess að ég ólst upp í fjarveru allrar fræðslu og um hinseginleikann ól ég með mér mikla skömm, kvíða og áfallastreitu. Ég lærði að með því að slökkva á mér yrði mér mögulega frekar borgið. Á viðkvæmum mótunarárum sem barn og unglingur lærði ég að ég mundi frekar lifa af með því að dofna og lokast; vera sem minnst ég. Þegar ég var 39 ára fékk ég svo taugaáfall þegar ég áttaði mig á því að öll þessi skömm og doði hafði umbreyst í djúpt og rætið sjálfshatur. Undanfarin ár hef ég þurft að vinna mikla sjálfsvinnu með hjálp sjálfræðinga, þerapista, vina og fjölskyldu til að laga bugað taugakerfi því mér fannst ég aldrei tilheyra samfélaginu mínu. Fyrir þau sem hafa aldrei upplifað svona bugandi viðvarandi skömm þá hljómar þetta kannski dramatískt en þetta er sannarlega sameiginleg reynsla mjög margra sem eru hinsegin (og fleiri jaðarhópa). Ekkert barn á að þurfa að þola það að finnast það ekki tilheyra samfélaginu sínu. Ekkert okkar á að þurfa að upplifa áfallastreitu, kvíða og sjálfshatur vegna þess að við erum eins og við erum. Hinseginfræðsla snýst aðeins um að kenna börnum, unglingum og auðvitað fullorðnum um fjölbreytileika mannlegrar tilveru. Að til séu ólík sambandsform og alls konar týpur af fólki og fjölskyldum. Og bara svo það sé ítrekað þá er hinseginfræðsla EKKI kynfræðsla og snýst aldrei um kynlíf eða klám. Hinseginfræðsla er líka byggð á vísindum sálfræðinga, menntunarsérfræðinga og áratuga reynslu fólks frá ýmsum löndum. Þó að fjarvera hinseginleikans hafi verið alger í æsku minni var ég heppinn því ég lifði við þau forréttindi að eiga fjölskyldu sem tjáði mér ást og þau sýndu mér stuðning frá unga aldri. Það hafa verið mikil forréttindi. En staðreyndin er sú að öll börn búa ekki við þau forréttindi, þess vegna er skólakerfið mikilvægur staður til að fræða börn og ungmenni um hinseginleikann. Enn er það líka staðreynd að vegna linnulausrar jaðarsetningar og áreitni er hinsegin fólk og ungmenni ennþá líklegust til að taka sín eigin líf. Ef ég hafði bara fengið fræðslu um fjölbreytileika mannlegrar tilveru. Ef bara að í skólanum mínum hefði mætt hinsegin manneskja til að talaði um hvernig fólk er margbreytilegt og hverrnig sambandsform eru allskonar. Þannig hefði ég lært um hinseginleikann og einnig skólafélagar mínir þannig að öll umræðan hefði orðið opnari og kærleiksríkari. Ef bara ég hefði lært að til væru falleg og heilbrigð sambönd sem eru samsett af tveimur karlmönnum og að á milli þeirra gæti ríkt falleg og djúp ást, stuðningur og traust. Ef bara ég hefði lært um trans fólk, kynsegin fólk, tvíkynhneigt fólk og hvernig það er allt í lagi að leita að sjálfsmynd sinni og hún þarf ekki að vera eins og allra í kringum mig. Að ég mætti vera ég sjálfur. Að það væri grundvallarréttur minn sem menneskja. Í staðin bað ég til guðs á hverju kvöldi að hann mundi ekki láta mig vera homma. Á hverjum degi reyndi ég að lifa af með stóra leyndarmálið mitt sem mér fannst vera ógeðslegt. Ég var á stöðugu varðbergi og lifði í stöðugum ótta við útskúfun. Þó að samfélagið hafi reynt í ómeðvitund sinni að halda að mér gagnkynhneigð þá var ég og er samt hommi. Linnulaus innræting gagnkynhneigðs samfélags tóks ekki að gera mig straight. Að halda því fram að hinseginfræðsla í skólakerfinu gerir börn einhvern vegin hinsegin er rangt. Klukkutíma fræðslufundur gerir gagnkynhneigt sískynja fólk ekki hinsegin. Að lesa rómantíska ástarsögu um tvær lesbíur gerir það ekki helur. Við fæðumst eins og við fæðumst. Fræðslan snýst um að gera líf okkar allra bærilegra, opnara og kærleiksríkara, sérstaklega hinsegin fólks. Út af þessari lífsreynslu minni mun ég alltaf berjast fyrir tjáningarfrelsi, fræðslu og sýnleika með samkenndina að vopni. Ég mun alltaf hugsa um þetta eina hinsegin barn sem mögulega mun alast upp í skömm og vegna fjarveru upplýsinga um fjölbreytta tilveru manneskjunnar. Fyrir þetta barn mun ég halda áfram að ræða þessi málefni og stuðla að upplýstri umræðu. Við getum ekki farið til baka. Ég mun alltaf standa með Samtökunum 78 og þeirra magnaða starfi sem byggir á upplýstri umræðu, fræðslu og sýnleika. Að lokum langar mig að biðla til allra þeirra sem eru mögulega í heift og vörn að gefa sér þá gjöf að opna á samkenndina og lesa sér til hvað er raunverulega í gangi. Ekki láta glepjast af hatursfullum kommentum og triggerandi orðum eins og “klám” og “barnaníðingar”. Þetta er aðens taktík til að búa til óreiðu, til að triggera okkur í óttaviðbragð, til að setja fleiri í vörn, til að stjórna umræðunni. Stígum varlega til jarðar og vöndum okkur. Lesum okkur til. Eigum uppbyggileg samtöl. Fræðumst. Ást og friður
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun