Skoðun nemanda á umræðunni um farsímabann Daníel Þröstur Pálsson skrifar 14. september 2023 07:30 Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda. Hefur þá umræðan oftast snúist um það að banna farsíma í skólanum. Oftast, kemur þetta frá fullorðnum eins og til dæmis foreldrum eða einstaka sinnum kennurum en oftast ekki frá nemendum, jafnvel þó að umræðan snúist um þeirra réttindi, en það er nú önnur saga. Tel ég almennt bann á farsímanotkun vera óæskilegt vegna ýmissa ástæðna. „Það er auðvelt að setja reglur, erfiðara að framfylgja þeim” Fyrsta ástæðan er að þó skólar eða jafnvel menntamálastofnun setji reglur um farsímanotkun og banni farsíma í skólum þá þýðir það ekkert endilega að nemendur yppti bara öxlum og hætti algjörlega að nota farsíma. Nei, þetta gæti þvert á móti valdið andstæðum áhrifum, að nemendum muni finnast þeir meira aðlaðandi og spennandi með því að stelast til að nota farsíma í skólanum. Enda er það náttúrulegt í manninum að vera forvitinn og dragast að því sem er bannað eða jafnvel hættulegt. Ég meina hver hefur ekki í æsku kíkt á rit eða mynd sem var bönnuð eða gert eitthvað jafnvel þótt það er bannað. Þetta er þekkt sem “Streisand áhrifin” og eru til mörg dæmi um þau. Þetta varpar líka ljósi á annan galla það er að segja hvernig á eiginlega að framfylgja þessu banni ? Já, það er hægt að taka símana frá nemendum í byrjun skóladags, en hvað er að fara að stoppa þá frá því að ljúga og segja að þeir tóku ekki farsímann með sér í skólann? Eða að fela farsímana einhversstaðar. Ætlum við í raun og veru sem þjóð að leita á nemendum á hverjum einasta degi ? Það gæti skapað alls kyns vandamál sem þarf varla að útskýra, allt frá brotum á friðhelgi einkalífsins til aukinnar hættu á kynferðisbrotum. „Traust, er það sem samfélagið er byggt á” Í kjölfar umræðunnar kemur líka annar vinkill upp, spurningar um traust. Ef við bönnum alla farsímanotkun í skólum væri ein af fyrstu spurningunum í sambandi við það hvort reglan gildir líka um fullorðna og kennara. Lang líklegast er að gerð væri undantekning fyrir þá, enda er farsími öryggistæki og að mörgu leyti nauðsyn í nútíma samskiptum. En hvaða skilaboð værum við þá að senda til nemenda ? Eigum við að segja þeim að nemendur megi ekki nota farsíma en hinir fullorðnu mega nota þá, bara vegna annarrar stöðu í lífi og aldri. Myndi það ekki bara gera samskipti milli nemenda og kennara verri og gera nemendur enn líklegri til þess að fara ekki eftir þessum reglum. Myndi þetta valda aukinni tortryggni og brot á trausti en traust er það sem samfélagið er byggt á. En hvað þá? Ekki misskilja mig, ég gæti ekki verið meira sammála því að farsímanotkun og samband okkar við farsímana er stórt, stórt vandamál í skólum og nútímasamfélagi. En ég tel lausnina ekki vera að fara í boð og bönn um land allt. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um unga fólkið okkar, okkar dýrmætustu eign og framtíð. Nú þegar er búið, í það minnsta öllum þeim grunnskólum sem ég þekki, að banna farsímanotkun í tímum og finnst mér það eiga að nægja. Ég tel að við ættum miklu frekar að fræða fólk um ókosti farsímanotkunar og hvernig á að eiga heilbrigt samband við þá. Auka stuðning við félagsleg verkefni eins og félagsmiðstöðvar og vekja áhuga fólks á tómstundum eins og íþróttum og skátum svo fáein dæmi séu nefnd. Umræðan er mikilvæg og þarf að eiga sér stað. Að lokum vil ég segja, að fræðsla er það sem breytir og auðgar okkur, ekki lög og reglur. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er framhaldsskólanemandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda. Hefur þá umræðan oftast snúist um það að banna farsíma í skólanum. Oftast, kemur þetta frá fullorðnum eins og til dæmis foreldrum eða einstaka sinnum kennurum en oftast ekki frá nemendum, jafnvel þó að umræðan snúist um þeirra réttindi, en það er nú önnur saga. Tel ég almennt bann á farsímanotkun vera óæskilegt vegna ýmissa ástæðna. „Það er auðvelt að setja reglur, erfiðara að framfylgja þeim” Fyrsta ástæðan er að þó skólar eða jafnvel menntamálastofnun setji reglur um farsímanotkun og banni farsíma í skólum þá þýðir það ekkert endilega að nemendur yppti bara öxlum og hætti algjörlega að nota farsíma. Nei, þetta gæti þvert á móti valdið andstæðum áhrifum, að nemendum muni finnast þeir meira aðlaðandi og spennandi með því að stelast til að nota farsíma í skólanum. Enda er það náttúrulegt í manninum að vera forvitinn og dragast að því sem er bannað eða jafnvel hættulegt. Ég meina hver hefur ekki í æsku kíkt á rit eða mynd sem var bönnuð eða gert eitthvað jafnvel þótt það er bannað. Þetta er þekkt sem “Streisand áhrifin” og eru til mörg dæmi um þau. Þetta varpar líka ljósi á annan galla það er að segja hvernig á eiginlega að framfylgja þessu banni ? Já, það er hægt að taka símana frá nemendum í byrjun skóladags, en hvað er að fara að stoppa þá frá því að ljúga og segja að þeir tóku ekki farsímann með sér í skólann? Eða að fela farsímana einhversstaðar. Ætlum við í raun og veru sem þjóð að leita á nemendum á hverjum einasta degi ? Það gæti skapað alls kyns vandamál sem þarf varla að útskýra, allt frá brotum á friðhelgi einkalífsins til aukinnar hættu á kynferðisbrotum. „Traust, er það sem samfélagið er byggt á” Í kjölfar umræðunnar kemur líka annar vinkill upp, spurningar um traust. Ef við bönnum alla farsímanotkun í skólum væri ein af fyrstu spurningunum í sambandi við það hvort reglan gildir líka um fullorðna og kennara. Lang líklegast er að gerð væri undantekning fyrir þá, enda er farsími öryggistæki og að mörgu leyti nauðsyn í nútíma samskiptum. En hvaða skilaboð værum við þá að senda til nemenda ? Eigum við að segja þeim að nemendur megi ekki nota farsíma en hinir fullorðnu mega nota þá, bara vegna annarrar stöðu í lífi og aldri. Myndi það ekki bara gera samskipti milli nemenda og kennara verri og gera nemendur enn líklegri til þess að fara ekki eftir þessum reglum. Myndi þetta valda aukinni tortryggni og brot á trausti en traust er það sem samfélagið er byggt á. En hvað þá? Ekki misskilja mig, ég gæti ekki verið meira sammála því að farsímanotkun og samband okkar við farsímana er stórt, stórt vandamál í skólum og nútímasamfélagi. En ég tel lausnina ekki vera að fara í boð og bönn um land allt. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um unga fólkið okkar, okkar dýrmætustu eign og framtíð. Nú þegar er búið, í það minnsta öllum þeim grunnskólum sem ég þekki, að banna farsímanotkun í tímum og finnst mér það eiga að nægja. Ég tel að við ættum miklu frekar að fræða fólk um ókosti farsímanotkunar og hvernig á að eiga heilbrigt samband við þá. Auka stuðning við félagsleg verkefni eins og félagsmiðstöðvar og vekja áhuga fólks á tómstundum eins og íþróttum og skátum svo fáein dæmi séu nefnd. Umræðan er mikilvæg og þarf að eiga sér stað. Að lokum vil ég segja, að fræðsla er það sem breytir og auðgar okkur, ekki lög og reglur. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er framhaldsskólanemandi.
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun