„Ég held að þetta sé verst fyrir krakka“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2023 21:00 Einar Bárðarson er einn helsti plokkari landsins. Vísir/Steingrímur Dúi Notkun einnota rafretta hefur aukist verulega síðustu ár og sífellt fleiri skilja þær eftir í náttúrunni eftir notkun. Einn helsti plokkari landsins segir retturnar hafa áhrif á umhverfið sem og þá sem finna þær á víðavangi. Rafrettur eru þannig séð ekki nýjar af nálinni hér á landi. Einnota rafrettur eru það hins vegar. Hægt var að fylla á rafrettuvökvann í þeim græjum sem komu fyrst á sjónarsviðið. Nú er hins vegar mun vinsælla að kaupa einnota græjur. Ekki þarf að fylla á vökvann í þeim heldur bara kaupa nýja. Greint var frá því í mars að notkun einnota rafretta hafi tvöfaldast á þremur árum. Innihalda ýmisleg efni Í breskri rannsókn sem gerð var á einnota rafrettum kom í ljós að þær innihéldu meðal annars blý, nikkel og króm. Í frétt Vísis um rannsóknina var rætt við lækni og lýðheilsusérfræðing sem sagði notkun rafrettanna vera stórhættulega þar sem blýið geti safnast saman í líkama fólks. Hún segir að blýeitrun gæti valdið greindarskerðingu. Rafretturnar hafa þó ekki einungis áhrif á fólkið sem notar þær heldur einnig umhverfið. Einar Bárðarson er mikill umhverfissinni og plokkari. Hann segir að allt sem heiti einnota megi hverfa hans vegna. „Allt eitthvað einnota í viðbót við það sem við erum að reyna að losa okkur við, er bara einhvern veginn svona mikil hugmyndafræðileg skekkja bara á þessari öld,“ segir Einar. Ekki bara slæm áhrif á umhverfið Hann bendir á að rafretturnar hafa ekki einungis hafa áhrif á umhverfið. „Ég held að þetta sé verst fyrir krakka, börn sem vita ekki hvað þetta er. Fara að fikta í þessu, ég held að það sé lang mesta hættan í þessu. Þó að umhverfisáhrifin séu alls ekki góð,“ segir Einar. Fengi hann að ráða yrði allt einnota bannað. „Mín skoðun er bara sú að allt sem heitir plast og byrjar á einnota, á ekki rétt á sér á 21. öldinni.“ Sama hvort það sé veip, drykkjarmál eða hvað sem er? „Já, það hljóta að vera til betri leiðir til þess að njóta veipsins heldur en í einnota formi,“ segir Einar. Þetta eru samt ákveðin þægindi að geta gripið nýtt og sleppt því að fylla á? „Já, en óþægindi fyrir aðra,“ segir Einar. Rafrettur Heilsa Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Rafrettur eru þannig séð ekki nýjar af nálinni hér á landi. Einnota rafrettur eru það hins vegar. Hægt var að fylla á rafrettuvökvann í þeim græjum sem komu fyrst á sjónarsviðið. Nú er hins vegar mun vinsælla að kaupa einnota græjur. Ekki þarf að fylla á vökvann í þeim heldur bara kaupa nýja. Greint var frá því í mars að notkun einnota rafretta hafi tvöfaldast á þremur árum. Innihalda ýmisleg efni Í breskri rannsókn sem gerð var á einnota rafrettum kom í ljós að þær innihéldu meðal annars blý, nikkel og króm. Í frétt Vísis um rannsóknina var rætt við lækni og lýðheilsusérfræðing sem sagði notkun rafrettanna vera stórhættulega þar sem blýið geti safnast saman í líkama fólks. Hún segir að blýeitrun gæti valdið greindarskerðingu. Rafretturnar hafa þó ekki einungis áhrif á fólkið sem notar þær heldur einnig umhverfið. Einar Bárðarson er mikill umhverfissinni og plokkari. Hann segir að allt sem heiti einnota megi hverfa hans vegna. „Allt eitthvað einnota í viðbót við það sem við erum að reyna að losa okkur við, er bara einhvern veginn svona mikil hugmyndafræðileg skekkja bara á þessari öld,“ segir Einar. Ekki bara slæm áhrif á umhverfið Hann bendir á að rafretturnar hafa ekki einungis hafa áhrif á umhverfið. „Ég held að þetta sé verst fyrir krakka, börn sem vita ekki hvað þetta er. Fara að fikta í þessu, ég held að það sé lang mesta hættan í þessu. Þó að umhverfisáhrifin séu alls ekki góð,“ segir Einar. Fengi hann að ráða yrði allt einnota bannað. „Mín skoðun er bara sú að allt sem heitir plast og byrjar á einnota, á ekki rétt á sér á 21. öldinni.“ Sama hvort það sé veip, drykkjarmál eða hvað sem er? „Já, það hljóta að vera til betri leiðir til þess að njóta veipsins heldur en í einnota formi,“ segir Einar. Þetta eru samt ákveðin þægindi að geta gripið nýtt og sleppt því að fylla á? „Já, en óþægindi fyrir aðra,“ segir Einar.
Rafrettur Heilsa Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira