Rætt verður við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um tillögurnar og hvað í þeim felst.
Einnig verður talað við ungan kúabónda sem segir að matvælaframleiðsla eigi undir högg að sækja hér á landi. Hann fullyrðir að stjórnvöld hafi markvisst grafið undan framleiðslunni.
Að auki fjöllum við um skammvinnt verkfall hjá föngum á Litla Hrauni sem lögðu niður vinnu í gær en mættu aftur í morgun.
Og þá segjum við frá ályktun borgarráðs frá því í gær sem beinist gegn fordómum og hatursorðræðu. . Tilefnið er mikil og heit umræða um kyn- og hinseginfræðslu í grunnskólum sem fram hefur farið að undanförnu.