Glódís er fyrirliði íslenska landsliðsins og hefur núna einnig tekið við fyrirliðabandinu hjá Bayern. Félagið er með fyrirliðahóp sem Glódís, Sarah Zadrazil og Georgia Stanway mynda en Glódís verður fyrirliði inni á vellinum.
© FC Bayern Frauen benennen Kapitäninnen für 2023/24: @glodisperla, @SarahZadrazil und @StanwayGeorgia.
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 15, 2023
Alle Infos: https://t.co/1mYs3Ob4W7#FCBayern
„Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður að leiða liðið inni á vellinum sem fyrirliði. Ég er mjög ánægð með það. Við erum með leiðtoga í liðinu og það er mikilvægt að vera með nokkra slíka inni á vellinum. Það er eina leiðin til að ná árangri. Ég veit að fyrirliðabandinu fylgir mikil ábyrgð sem ég geri mitt besta til að standa undir því,“ sagði Glódís á heimasíðu Bayern.
Bayern kom til Bayern frá Rosengård fyrir tveimur árum. Hún lék alla leiki Bæjara þegar þeir urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili.