Íslenski boltinn

Besta upphitunin: Sigur eða fall hjá Keflvíkingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena Ólafsdóttir fékk Keflvíkingana Margréti Leu Gísladóttur og Kristrúnu Ýr Holm í myndver.
Helena Ólafsdóttir fékk Keflvíkingana Margréti Leu Gísladóttur og Kristrúnu Ýr Holm í myndver. stöð 2 sport

Fallbaráttan verður í algleymingi á morgun þegar lokaumferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna fer fram. Þrjú lið eru í fallhættu.

Selfoss er fallinn en Tindastóll, ÍBV og Keflavík reyna að forðast það að fylgja þeim vínrauðu niður í Lengjudeildina. Á morgun mætast Keflavík og Selfoss annars vegar og Tindastóll og ÍBV hins vegar.

Í tilefni af lokaumferðinni fékk Helena Ólafsdóttir tvo Keflvíkinga til sín í Bestu upphitunina, þær Margréti Leu Gísladóttur og fyrirliðann Kristrúnu Ýri Holm. Þær eru meðvitaðar um stöðuna, að Keflavík verður að vinna Selfoss til að halda sér uppi.

„Það er það eina sem er í boði fyrir okkur, til að bjarga okkur frá falli,“ sagði Kristrún.

Bestu upphitunina fyrir lokaumferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×