Herþotan sem týndist er fundin Árni Sæberg skrifar 19. september 2023 07:20 Þotan er af gerðinni F-35. Suhaimi Abdullah/AP Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. Þotan, sem er ein sú fullkomnasta sem framleidd hefur verið og kostar um eitt hundrað milljónir Bandaríkjadala, týndist eftir að flugmaður hennar þurfti að skjóta sér úr henni í miðju flugi. Honum tókst að lenda örugglega í íbúahverfi í Norður Charleston í Suður-Karólínu um klukkan 14 á sunnudaginn. Ekkert amaði að honum þegar hann var skoðaður á spítala. Landgöngulið Bandaríkjanna óskaði eftir aðstoð almennings við leit að þotunni en þá lá ekki einu sinni fyrir hvort hún hefði brotlent yfir höfuð. Margir veltu vöngum yfir því hvernig væri hægt að týna svo fullkominni herþotu og vita ekkert hvar hún væri niður komin. „Hvernig í fjandanum týnirðu F-35? Er ekki staðsetningarbúnaður í þotunni og hvað... erum við að biðja almenning um að finna þotuna og skila henni?“ spurði Nancy Mace, þingkona í Norður-Karólínu. á X, áður Twitter. Now that I got that out of the way. How in the hell do you lose an F-35? How is there not a tracking device and we re asking the public to what, find a jet and turn it in?— Nancy Mace (@NancyMace) September 18, 2023 Nú er brak úr þotunni hins vegar fundið í Williamsburg-sýslu, sem er í um tveggja klukkstunda akstursfjarlægð frá Charleston herstöðinni, þar sem þotan tók á loft. Yfirvöld hafa beðið almenning að forðast svæðið á meðan unnið er að því að hreinsa upp flakið. AP greinir frá þessu. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Þotan, sem er ein sú fullkomnasta sem framleidd hefur verið og kostar um eitt hundrað milljónir Bandaríkjadala, týndist eftir að flugmaður hennar þurfti að skjóta sér úr henni í miðju flugi. Honum tókst að lenda örugglega í íbúahverfi í Norður Charleston í Suður-Karólínu um klukkan 14 á sunnudaginn. Ekkert amaði að honum þegar hann var skoðaður á spítala. Landgöngulið Bandaríkjanna óskaði eftir aðstoð almennings við leit að þotunni en þá lá ekki einu sinni fyrir hvort hún hefði brotlent yfir höfuð. Margir veltu vöngum yfir því hvernig væri hægt að týna svo fullkominni herþotu og vita ekkert hvar hún væri niður komin. „Hvernig í fjandanum týnirðu F-35? Er ekki staðsetningarbúnaður í þotunni og hvað... erum við að biðja almenning um að finna þotuna og skila henni?“ spurði Nancy Mace, þingkona í Norður-Karólínu. á X, áður Twitter. Now that I got that out of the way. How in the hell do you lose an F-35? How is there not a tracking device and we re asking the public to what, find a jet and turn it in?— Nancy Mace (@NancyMace) September 18, 2023 Nú er brak úr þotunni hins vegar fundið í Williamsburg-sýslu, sem er í um tveggja klukkstunda akstursfjarlægð frá Charleston herstöðinni, þar sem þotan tók á loft. Yfirvöld hafa beðið almenning að forðast svæðið á meðan unnið er að því að hreinsa upp flakið. AP greinir frá þessu.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira